Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1930, Blaðsíða 3

Muninn - 01.02.1930, Blaðsíða 3
MUNINN Pað virðist i fyrstu ótrúlegt, að I kotinu sé nokkuð það, sem ekki er til í höllinni. Oamli karlinn fátæki og konung- urinn ríki og voldugi eru tvær andstæður, og okkur hættir til að líta niður á annan, en upp til hins, En perlan getur' Iegið i sorpinu og verið þó perla, glerbrot greypt í dýran gullhring og verið þó gler- brot. Það nytsama, góða og göfuga bréytist ekki að gildi, hver svo sem umgjörðin er og hvar. sem það birtist, og eins verður það illa og einskisnýta jafn iilt og einskisvert þrátt fyrir ytri umbúðir. Oft er það þannig, að það, sem hulið er spekingum, er opinberað smælingjum. Og það, sem konungurinn hefir sókst eftir, leitað að og þó ekki fundið, það hefir kotbóndanum hlotnast að gjöf. — Lúðvík 14., þessi glæsilegi eyðslu- sami konungur, sem allir þjóðhöfð- íngjar vildu líkjast, og keptust við að apa allt eftir, hann hafði öll ytri skilyrði til að verða hamingju- samur — og þó. Pó hafa líklega fátæku bændurnir, sem hann kúgaði, og unnu fyrir hirðinni og konung- inum, verið sælli og glaðari en hann. f höllinni vantaði nægjusemi, sparsemi, fórnfýsi og kærleika, þar vantaði vinnu fyrir daglegu brauði, sem færir hvild og gleði; en i hverju koti vár eitthvað af ðllu þessu. .Við gieymum því svo sorglega oft, að ; það er margt í koti karls,. sem kóngs er ekki í rannk og það margt gott. Við finnum ekki og tökum ekki eftir því góða, sem litla kotið okkar hefir að bjóða. Látum skrautið og viðhöfnina villa okkur sýn og sækjum burt til >konungs- halla* og borganna. Og þá sjáum við það stundum ckki fyr en of seint, hverju við faðfum slept Og hvað við hðfum hrept. Pá verður margs að sakna og minnast. Kyrðin og friðurinn heima í kot- inu er svo ólikt hávaðanum og öllum þeim ys og þys, sem mætir okkur í borginni. — Við fðrum að þrá litla kotið og getum látið okkur dreyma, að við sitjum heima við ána, þar sem andirnar kvaka og kalla á unga hópinn sinn. Heyrum lækina syngja, lítum á litlu grösin, sem eru að vaxa i átt til sólar, og dáumst að tilbreytingum á túnum( engjum og skógí. " Nú finnum við allstaðar nýja fegurð og líf, setn við höfum ekkí veift eftirtekt áður. Og finnum með gleði, að kotið okkar er auðugt mitt í fálækt sinni. Átthagaástin, ástin á litla blettinum heima, gefur okkur rótfestu, og löngun til að prýða og bæta, þegar við komum heim. — — . Annar rnálsháttur segir: »Heimskt sr heima alið barns. Og það er lika margt gott i hðllinni, sem ekki er til kotinu. Konungurinn þarf að stíga niður i kotið til fátæka karls- ins og læra af honum og karlinn að setjast í hásætið og auðgast að vfðsýni og þekkingu. Pví að hvor- ugur er öðrum meiri, ef báðir standa vel í s i n n i stððu. En þeir þurfa að skilja hvor annan og vinna með samhug. Konungurinn verður að muna, að i kotinu er margt, sem höllin er snauð af, og karlinn verður þröngi sy"nn, ef hánn sér ekkert nema fúnblettinn sinn. M. Meðal annars. — ans eða ritnefndarinnar: Kr. Steingríms- sonar, Óskars Magnussonar, Gísla Ás- mundssonar og Hólmfr. Jónsdóttur. Hvatning. - Nemendur Mentaskóla Norðurlands! Skrifið í blað ykkarj Sendið blaðinu greinir um áhuga- mál ykkar. Sendið blaðinu smásögur, smákvæði og svör við góðum spurningum, er þið fáið í spúrningakassanurh, ef þið viljið svara þeim skriflega. Með því eina móti að þið keppist um rúmið í blaðinu, verður það fjöl- breytt og verulega skemtilegt. Greinirnar getið þið sent til ritstjór- Athugið! Þeir, sem vildu gera svo vel og greina álit sitt um- eftirfarandi spurn- ingar, eru beðnir að setja svörin f spurningakassann, er settur verður upp síðar. Hvaða persónu í íslendingasögunt hefir þú mestar mætur á? Hvaða persónu úr íslandssögu seinni tíma, og hvaða íslensku skáldi? Niðurstöðurnar verða birtar í blað- inu og væri æskilegt að menn hugsuðu málið þangað til kassinn verður settur upp. Til þessa er efnt af málfundafélag- inu »Huginn«. Böksala Mentaskólans. Eftirfárandi grein er prentuð í síð- ustu skýrslu Mentaskólans: »Stofnað var bóksölufjelag Mentaskólans á út- hallandi vetri 1928. Um hngt skeíff hafa kennarar jafnt sem nemendur fundið sárt tilþess að geta ekki haft sjáifir á hendi kaup og sölu kenslu- bóka. En ekkert hafði orðið úr fram- kvæmdum. Loks kom það til um- ræðu á Framtiðarfundi vorið 1928. Par var nefnd kosin, er skyldi athuga möguleikaha fyrir stofnum bóksðlu- fyrirtækis, Lagði hún fram álit sitt og tillögur fyrir skólafuhd og varð það að ráði að freista þegar um vorið að kaupa notaðar bækur nemenda og selja þær aftur að hausti. Fyrir at- beina kennara fjekst lán til bókakaup- anna og síðar 1000 kr. úr ríkissjóði, er standa skulu sem óeyðanlegur höfuð- stóll í fyrirtækinu. Hefir bóksalan nii starfað á anuað ár og keypt og selt mikið af bókum. Er þess að vænta, að hún geti orðið að miklu gagni í framtíðinní og ljett þann þQnga bagga, sem bókakaupin eru nemöndum.« — Slíku fyrirtæki sem þessu þyrfti einnig að koma á fót hjer hið fyrsta. Svar við greininni »Út í bláinn kemur í næsta blaði.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.