Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1930, Síða 3

Muninn - 01.02.1930, Síða 3
M U N I N N 3 Það virðist í fyrstu ótrúlégt, að I kotinu sé nokkuð það, sem ekki er til i höllinni. Qamli karlinn fátæki og konung- urinn ríki og voldugi eru tvær andstæður, og okkur hættir ti! að lita niður á annan, en upp til hins, En perlan getur' Iegið í sorpinu og verið þó perla, glerbrot greypt í dýran gullhring og verið þó gler- brot. Það nytsama, góða og göfuga breytist ekki að gildi, hver svo sem umgjörðin er og hvar sem það birtist, og eins verður það illa og einskisnýta jafn illt og einskisvert þrátt fyrir ytri umbúðir. Oft er það þannig, að það, sem hulið er spekingum, er opinberað smælingjum. Og það, sem konungurinn hefir sókst eftir, leitað að og þó ekki fundið, það hefir kotbóndanum hlotnast að gjöf. — Lúðvík 14., þessi glæsilegi eyðslu- sami konungur, sem allir þjóðhöfð- ingjar vildu líkjast, og keptust við að apa allt eftir, hann hafði öll ytri skilyrði til að verða hamingju- samur — og þó. Þó hafa líklega fátæku bændurnir, sem hann kúgaði, og unnu fyrir hirðinni og konung- inum, verið sælli og glaðari en hann. í tiöllinni vantaði nægjusemi, sparsemi, fórnfýsi og kærleika, þar vantaði vinnu fyrir daglegu brauði, sem færir hvíld og gleði; en í hverju koti var eitthvað af öllu þesiu. öllum þeim ys og þys, sem mætir okkur í borginni. — Við förum að þrá litla kotið og getum látið okkur dreyma, að við sitjum heima við ána, þar sem andirnar kvaka og kallá á unga hópinn sinn. Heyrum lækina syngja, litum á litlu grösin, sem eru að vaxa í átt til sóiar, og dáumst að tilbreytingum á túnumt engjum og skógi. Nú finnum við allstaðar nýja fegurð og líf, sem við höfum ekkj veitt eftirtekt áður. Og finnum með gleði, að kotið okkar er auðugt mitt í fálækt sinni. Átthagaástin, ástin á litla blettinum heima, gefur okkur rótfestu, og löngun til að prýða og bæta, þegar við komum heim. — — . Annar rnálsháttur segir: »Heimskt ar heima alið barn*. Og það er líka margt gott í höllinni, sem ekki er til kotinu. Konungurinn þarf að stíga niður í kotið til fátæka karls- ins og læra af honum og karlinn að setjast í hásætið og auðgast að víðsýni og þekkingu. Pví að hvor- ugur er öðrum meiri, ef báðir standa vel í s i n n i stöðu. En þeir þurfa að skilja hvor annan og vinna með samhug. Konungurinn verður að muna, að í kotinu er margt, sem höllin er snauð af, og karlinn verður þröngi sýnn, ef hann sér ekkert nema ^únblettinn sinn. M. Við gleymum því svo sorglega oft, að »það er margt í koti karls,. sem kóngs er ekki í ranni« og það margt gott. Við finnum ekki og tökum ekki eftir því góða, sem litla kotið okkar hefir að bjóða. Látum skrautið og viðhöfnina villa okkur sýn og sækjum burt til »konungs- halla* og borganna. Og þá sjáum við það stundum ekki fyr en of seint, hverju við höfum slept óg hvað við höfum hrept. Pá verður margs að sakna og minnast. Kyrðin og friðurinn heima í kot- inu er svo ólíkt hávaðanum og Meðal annars. Hvatning. - Nemendur Mentaskóla Norðurlands! Skrifið í blað ykkar! Sendið blaðinu greinir um áhuga- mál ykkar. Sendið blaðinu smásögur, smákvæði og svör við góðum spurningum, er þið fáið í spúrningakassanum, ef þið viljið svara þeim skriflega. Með því eina móti að þið keppist um rúmið í blaðinu, verður það fjöl- breytt og verulega skemtilegt. Greinirnar getið þið sent til ritstjór- ans eða ritnefndarinnar: Kr. Steingríms- sonar, Óskars Magnússonar, Gísla Ás- mundssonar og Hólmfr. Jónsdóttur. Athugið! Þeir, sem vildu gera svo vel og greina álit sitt um- eftirfarandi spurn- ingar, eru beðnir að setja svörin f spurningakassann, er settur verður upp síðar. Hvaða persónu í íslendingasögum hefir þú mestar mætur á? Hvaða persónu úr íslandssögu seinni tíma, og hvaða íslensku skáldi? Niðurstöðurnar verða birtar í blað- inu og væri æskilegt að menn hugsuðu málið þangað til kassinn verður settur upp. Til þessa er efnt af málfundafélag- inu »Huginn«. Bóksala Mentaskólans. Eftirfarandi grein er prentuð í síð- ustu skýrslu Mentaskólans: »Stofnað var bóksölufjelag Mentaskólans á út- hallandi vetri 1928. Um lmgt skeitf hafa kennarar jafnt sem nemendur fundið sárt til þess að geta ekki haft sjálfir á hendi kaup og sölu kenslu- bóka. En ekkert hafði orðið úr fram- kvæmdum. Loks kom það til um- ræðu á Eramtiðarfundi vorið 1928. Par var nefnd kosin, er skyldi athuga möguleikana fyrir stofnum bóksölu- fyrirtaékis. Lagði hún fram álit sitt og tillögur fyrir skólafund og varð það að ráði að freista þegar um vorið að kaupa notaðar bækur nemenda og selja þær aftur að hausti. Fyrir at- beina kennara fjekst lán til bókakaup- anna og síðar 1000 kr. úr rfkissjóði, er standa skulu sem óeyðanlegur höfuð- stóll í fyrirtækinu. Hefir bóksalan nú starfað á anuað ár og keypt og selt mikið af bókum. Er þess að vænta, að hún geti orðið að miklu gagni í framtíðinni og Ijett þann þúnga bagga, sem bókakaupin eru nemöndum.« — Slíku fyrirtæki sem þessu þyrfti einnig að koma á fót hjer hið fyrsta. Svar við greininni »Út í bláinnc kemur í næsta blaði.

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.