Muninn

Volume

Muninn - 01.02.1930, Page 4

Muninn - 01.02.1930, Page 4
4 MUNINN Konu lýst. (Stíll). Björg hjet kona nokkur, sem átti heima austur í sveitum. Hún var alment talin eigi með öllum mjalla, og var það líka að sumu leyti. Hún átti »vinafólk«, eins og hún kallaði það, í Eyjafirði, og fór jafnan ár hvert að hitta það. Fótgangandi ferðaðist hún þessa löngu leið, yfir heiðar og hraun, mýrar og móa. Fylgd fjekk hún jafnan, bæ frá bæ. Heimili mitt er í þjóðbraut, og þangað kom Björg oft á ferðum sínum, og staldraði stundum við dag eða meir. Hún var lágur kvenmaður að vexti, og ellin hafði gert hana visna. Augun voru sem ljós, er bera daufa glætu,— minna á deyjandi glæður. Djúpar hrukkur voru kringum augun, og á enninu. Munnurinn var fast þrýstur saman, og varp hörkusvip á andlitið. En það var eitthvað í svip hennar, sem ekki var auðvelt að ráða í fljótri svipan. En þegar menn kyntust æviferli hennar var gátan auðráðin., Fess vegna rita jeg sögu hennar hjer í stórum dráttum, eins og hún sagði mjer frá. Hún var alin upp hjá’ vandalausum, því að foreldrar hennar voru fátæk og barnmörg. Sætti hún oft og tíðum illri meðferð í æsku, en þegar hún fór að stálpast, skifti hún um heimili, og birti þá yfir hag hennar. Á bæ jjeim, er hún átti heima í, var ungur maður, sem taldist með hjúum á heim- ilinu. Feldu þau hugi saman, og leið eigi á löngu, áður þau voru leynilega lofuð. Maður þessi átti hest, fljótan og fjörugan, sem honum þótti mjög vænt um. Bannaði hann Björgu að ríða hesti þessum, nokkru sinni, því að hann væri svo óstýrilátur, að hún myndi ekki við hann ráða. En hún var mjög sólgin í að koma á bak fjörugum hestum, og var allvön því. Treysti hún sjer því vel til að stjórna hestinum, þrátt fyrir fortölur piltsins. Einhverju sinni þegar hann var ekki heima, tók hún hestinn í haganum og fór á bak. Hvatti hún hestinn, og svo fór, að hún misti alla stjórn, og hest- urinn þaut yfir hvað sem fyrir varð. Varð fyrir þeim garður allhár öðrum megin, og stökk hesturinn yfi'r, en misti fótanna. Stúlkan kastaðist af og kom niður svo hart, að hún var vit- undarlaus, en hesturinn stakst niður í skorninga og hálsbrotnaði. Lá Björg lengi eftir fallið, og varð aldrei sem fyr,, hvorki á sál eða líkama. Maður sá, sem átti hestinn óg var unnusti Bjargar fór litlu síðar af bæ þessum, og lengra inn í sveitina, og sáust þau ekki lengi. Pegar hún var vel rólfær orðin, vildi hún fara til kirkju. Þegar þangað kom, frjetti hún að lýsa ætti með unnustanum gamla og stúlku, sem hafði verið trúnaðarvinkona hennar í æsku. Björg mætti manni þessum við kirkjudyrnar. Hann kastaði kaldranalegri kveðju á hana, að henni fanst, og gekk inn. Meðan presturinn var að lýsa, leið yfir Björgu, og var hún borin heim í bæ. Fór hún síðan heim til sín, en á leiðinni kom bóndi að máli við hana, hvort hann ætti ekki að sækja um sveitarstyrk, fyrir hennar hönd. Hún tók því fjarri. Kvað hún vegi guðs órannsakanlega, hann hefði leitt sig inn í ógæfuna, og hann myndi eins leiða sig út aftur. Fór hún þá litlu síðar til hjóna einna í sveit- inni, sem altaf riöfðu verið henni góð, og bað þau að lofa sjer að vera hjá þeim. Hún skyldi vinna sem hún gæti. Komust þau við, af tárum hennar og bænum og það varð úr, að hún flutt- ist þangað, og var hún þar í 15 ár, eða þar til bóndinn ljest. Fluttist hún þá á annan bæ, og hefir verið þar síðan. En það er af manni þeim að segja, er heitið rauf við Björgu, að hann fanst druknaður í á, sem rennur fram hjá bæ hans stuttu áður en brúðkaup hans skyldi haldið. Kendu margir það heitrofinu við Björgu. — Þegar jeg sneri heim frá því að fylgja henni til næsta bæjar í síðasta skiftið, sem hún kom, var himininn heiður og stjörnubjart. Jeg settist niður á vörðubrot og horfði á stjörnumergð- ina. Alt í einu hrapaði stjarna í suðri, sem dró eftir sjer langa ljósrák, sem smá mjókkaði þar til hún hvarf með öllu. þessi deyjandi stjarna fjekk mjer umhugsunarefni í sambandi við harm- sögu þá, sem eg hafði þá nýlega heyrt, af vörum dauðaþreyjandi konu. Konan var eins og stjarnan, sem í fyrstu var björt, en varð að lúta fyrir óblíðum forlögum, og hrapaði út ‘í náttmyrkrið. E. Á. M o la r. Eftir Chamford. Almenningsálitið er drotning heims- ins, því heimskan er drotning heimsk- ingjanna. V Sagt er að forsjónin sje skírnarnafn atviksins. Guðhrættfólk myndi telja sjálf- sögð orðið atvik, auknefniforsjónarinnar. Náttúran hefir ekki sagt: »Vertu ekki fátækur«, og enþá síður: »Vertu ríkur«. En hún hrópar til mín: »Vertu sjálf stæður«. Lífið er sjúkdómur. Svefnin kemur hvern sextánda tíma og linar þrautirnar. 1 En það er aðins hvalastillandi meðal, meðalið sem læknar er dauðinn. Þjóðfjelagið er bygt upp af tveimur flokkum manna. Annar eru menn, sem hafa meiri mat en lyst. Hinir eru menn, sem hafa meiri lyst en mat. O Njóttu sjálfur og lát aðra njóta, án þess að gera sjálfum þjer eða öðrum mein. í því hygg jeg að alt siðgæði felist. Að vera ástfanginn, er að reyna að vera ástúðlegri en maður í rauninni getur. Pessvegna eru allir ástfangnir menn hlægilegir. Ak. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. ’30.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.