Muninn

Volume

Muninn - 25.02.1930, Page 1

Muninn - 25.02.1930, Page 1
JVIU N I N JM 4K -—----(o) Útgefandi Málfundafélagið Huginn G. A. O—- Eitstjóri: Einar Ásmundsson. Afgreiðslumaður: Tr. Pjetursson. Ábyrgðarmenn: Ritnefndin. 3. árg. Akureyri þriðjudaginn 25. febrúar 1930 5. tbl. Gröfin í Búsent (Búsentó). eftir A. Graf v. Platen-Hallermiinde (1796-1835). Upp frá Búsents dimmu djúpi drynja öldur þungum hreimi, sorgartónar sárir berast sollnum upp úr vatna geymi; svífa um fljótið svipir Gota, sveifla rekkar törgum óðir; Alarik, sinn öðling látinn, íturmennið, harma þjóðir; óraveg frá ættarlandi ungur hilmir hnje í valinn, meðan ennþá Ijósum lokkum lifsins vorsól glæsli halinn, og á elfar bökkum breiðum bragnar streittust geystum móði, ánni grófu annan farveg, í hann veittu straumsins flóði, gröf á þurrum grófu botni grami hetjur brynjum varðar, stoltum buðlung stríðs á fáki steyptu þar í húmið jarðar; mæran hilmi moldu jusj, mætan fák og gullið reiði, seggir vildu að sefið yxi sígrænt hátt af öðlings leiði; var svo aftur veitt að ánni, varð þá gnýr í kappa liði, fossi lík i fornar slóðir freyddi elfan þungum niði; söng þá herinn: Sofðu gramur, svæfður dimmum vatna kliði, hjer ei raskar rómversk ágirnd ræsir þínum grafarfriði. Herljóð gylfa Gotar sungu, glumdu sverð á breiðum röndum, hvelfdu barm þinn Búsents alda, ber þau heims að ystu ströndum. (Lausl. þýtt af Á. Þ.).« Eins og kunnugt er fór Alrik, konungur Vestgota, herskildi um Ítalíu, í byrjun 5. aldar (e. Kr.), og tók sjálfa Rómaborg 24. ágúst 410; leyfði hann her- mönnum sínum að ræna borgina í sex daga, og lagði ríkt á vjð þá að eira kirkjum og konum. Nokkru síðar dó þessi mikli herkonungur í bænum Cosenza í Calabríu, er hann var á herferð um Suður Ítalíu. Til þsss að enginn skyldi geta rask- að grafarró konungsins, er var mjög dáður og elskaður af hernum, Ijetu þeir gotnesku höfðingjar, er með honum voru, heygja hann í botni Búsentó fljótsins, er rennur fram hjá Cosenza. Petta gerðu þeir með þeim hætti, að þeir veittu fljótinu úr farveg þess, grófu djúpa gröf í miðjum farveginum og heygðu þar konunginn; Ijetu þeir hann iitja í öllum hertýgjum á hans eigin stríðs- hesti, er búinn var dýrindis reið- týgjum, og marga dýra gripi úr gulli og silfri og aðrar gersemar lögðu þeir með honum í gröf hans. Að því búnu var gröfinni vandlega lokað — og ánni þá veitt aftur í fyrri farveginn. Margir herteknir menn og þrælar voru látnir vinna að þessu starfi, og Ijetu Gotar drepa þá alla að verkinu loknu; skyldi enginn geta sagt Rómverjum hvar Gota drottinn væri grafinn; er gröf Alariks því ófundin til þessa dags. Menn gráta ekki mikið meðan enn eru til vonir með þeim. En þegar þær eru horfnar, skoða menn alt með þurrum augum. Ró kemur af vanmætti. Frá siðasta skólameisfara á Hólum. (Ur óprentaðri ritgerö). \ f Sama árið, sem Hólaskóli hætti störfum, hófst barálta fyrir endur- reisn hans. Pá var skólameistari á Hóium Páll Hjálmarsson (f. 1752, d. 1830). Hann var af góðu bergi brotinn, systursonur Bjarna land- læknis Pálssonar, Gunnars prófasts- í Hjarðárholti og þeirra systkina. Honum hlotnaðist óvenju-góð ment- un. Hann var háskólakandidat, bæði í málfræði og guðfræði. Honum hefir verið létt um nátp, sem hann átti ættir til, en hneigður var hann til drykkjar, sem þeir frændur fleiri, bæði fyr og síðar. Hann var gamall kennari Magnúsar Stephensens. Lætur konferenzráðið vel af honum og kenslu hans, þó að stórum meira lofsorði lúki hann á Halldór konrektor, bróður hans, lærdóm hans, lipurð og tilsögn.1) Páll skóla- meistari gerði það skörungsbragð, að fara utan sumarið 1802, á stjórn- arfund, og leita nokkurrar leiðrétt- ingar á skólamálum Norðurlands. Var slíkt drengilega ,og djarfmann- lega ráðið, ekki sízt er lítil von var um árangur af slíkri för. Varð þess ekki vænzt, að Páll skólameistari fengi utanlands í máli þessu meira á orkað, heldur en jafn-gildur maður og fylginn sér og Stefán Pórarins- son. Pað er altaf fallegt, að freista alls, sem freista má, til sigurs mál- stað sem menn ætla góðan, þó að Iítil sé sigurvon. ') Tímarit Bókmentafélagains 1888, bls 200—201.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.