Muninn

Árgangur

Muninn - 25.02.1930, Blaðsíða 2

Muninn - 25.02.1930, Blaðsíða 2
2 MUNINN »-t« • « « »-• •* •-# •••••••• Pað vill svo vel til, að vér höfum áreiðanlegar fregnir af dvöl þessa síðasta Hólameistara í Kaupmanna- höfn veturinn 1802 —1803. Er góður að því nauturinn, Steingrímur Jönsson síðar biskup. Á Hafnarárum sínum reit hann dagbækur, er enn má lesa í Landsbókasafninu. Geyma þær mikinn fróðleik um Hafnar- fslendinga á háskólaárum hans. Steingrímur kynntist Páli skólameist- ara þennan vetur i Kaupmannahöfn, ef til vill með fram af því, að hann (Steingr. J.) var Skagfirðingur í móðurætt. Er auðséð, að skóla- meistara hefir þótt gott að vera með Steingrími stúdent og treyst honum hið bezta. Pessi íslenzki Hafnarstúdent hefir, að líkindum, verið hlýr og ljúfmannlegur í við- móti og hinn ðrugglegasti í fram- komu, eins og margir nemendur úr Skaftafellsþingi eru enn í dag. Fyrst getur Steingrímur Páls skólameistara í dagbók sinni 20. nóv. 1802: »Var ég uppi hjá réetor Páli Hjálmars- syni frá Hólum, sem hingað er nykominn með Hofsósskipi. — — Hann er sérlega ræðinn og góð- gamansamur, — óviss er ég um erindi hans.« 25. nóv. ritar hann enn: »Var rector P. Hjálmarsson uppi hjá mér í allt kvöld, — góð- mótlegur og skemtinn.« Er góð- gamansemi jafn-ágætur skólamanns- eiginleiki og hann er fágætur, að minsta kosti hér á landi. Er auð- skilið, að Páll skólameistari var vinsæll mjög af nemendum sínum, sem að er vikið að framan. Annars má vel kynnast Páli skólameistara í dagbókum þessum. Viðkynning þeirra Steingríms stúdents óx, unz rektor gerðr Steingrím að trúnaðar- manni sínum. Pótt skólameistari væri gamansamur og skemt- inn, hefir hann undir niðri verið þunglyndur og viðkvæm- ur. Hann hefir lagt mikið á sig, er hann réðist í slíka langferð. Er það oft eigi notalegt þeim, er heimilislífi er vanur orðinn, að dveljast einmana í erlendri stórborg, fjarri fósturlandi og ástvinum, ekki sízt er þungt ganga hjartfólgin á- hugamál og erindi. Læt eg nú Steingrím Jónsson segja frá.^ Hann jitar 21. des 1802: »Var eg uppi hjá rector P. Hjálmarsen — — — hann er mér sérlega góður og ódulur«. 19. jan. 1803: »Fékk eg billet frá rector Hjálmarsen um að koma til sín sér til skemtunar. Hefi ég verið hjá honum í allt kveld, síðan kl. 4 — 11 við punsche og aftenesmad, setið og skrafað eitt og annað honum til afþreyingar. Hann var rétt móðfallinn (o: kjark- lítill), og grátinn, — hafði ekki get- að sofið nokkrar undanfarnar nætur. Svífur að honum mest óyndi. Hann hugsar til konu og barna sinna. Skip það, hann skyldi hafa komið á hingað í haust, með gózi hans nokk- ru þar á með ðllu tapað uppi í Prándheimsbugt. Skólapilta sína þráir hann. — Að fá skólann aftur til Hóla er honum svo ríkt í sinni, sem hann sér þar margt í móti stríða. — Allt þetta tekur hann sér nærri og er afar-sorgbitirm------- gjörði allt ráð fyrir dauða sínum, og var að margbiðja mig að sjá til þess hann eftirléti og senda konu sinni, já — — — hann hafði ný- lega kastað upp bréfi til konu sinnar, sumpart í versum, sem hann og sýndi mér — — Eg vor- kendi honum og vorkendi meira en ég lét á bera og hafði af fyrir honum með einu og öðru, svo hann var glaður og gamansamur — þó ei þyrfti þess í milli mikið til að rynni út í fyrir honurm.^ 18. febr. ritar Steingrímur: »Kom ég til Hjálmarsens kl. 4. Var hjá hon- um allt kvöldið og skrifaði eftir loforði mínu það hann hafði tilbú- ið af þaunkum sínum út af Hóla- stóls og skóla upphafningu. — Hann tekur sér allt afarnærri, og er barndómslega meyrlyndur, og langt finnst honum nú verða — — værtinda máske ekki hin hollasta. — Er hann öðru hvoru lasinn með brjóststing — og heíir af sér í millf með víni, sem eftir á skaðar.« (Frh.). Sigurður Guömundsson. Matttiíasar-spjðlf. Ég varð ekkert hissa, er ég las »Út i bláinn«. Pað hófst á lofsöng, og því lauk á heilagri sannfæringu rétt eins og messugerð. Skal þó grein þéssari fylgt til grafar með örfáum orðum, en rýmis vegna drep ég aðeins á helztu atriðin. Það mun flestum Ijóst, sem les, að höf. er stærðfræðingur góður og vel fær í líkingum. Er þar fyrst til að taka, er hann fjallar um líkingu mína um lífið og fljótið. Valdi ég líkingu þessa, til að sýna, að lífið væri sífeld breyting. Höf. heldur líkingunni áfram og segir, að eigi geti neitt það fljót, er eigi verði mælt. Vill hann með þessu láta í veðri vaka, að eins sé um lífið. í upphafi greinar sinnar segir höf., að það sé að vísu til, er eigi verði tölum talið, en eftir þessum rökum hlýtur það að liggja fyrir utan, það, sem kallað er líf eða tilvera. Það er svo að sjá, að höf. ætli, að ef líking stendst um samanburð tveggja eiginleika, sé svo um alla aðra. Mætti á sama hátt segja, að ef manninum væri líkt við báru, er rís ogrhnígur, þá væri hann í fljótandi ástandi og úr eintómu saltvatni og lofti. Annars hefi ég eigi heyrt neinn halda því fram, að lífið væri mælt eða mælanlegt í tölum. Spekingar. hafa um aldaraðir glímt við gátu þess en eigi komist að neinni endanlegri niðurstöðu. Hinu veita fáir eftirtekt, þó að einstaka stærðfræðingur styðjist við mælistiku á grynnstu gtunn-brotum þessa mikla flaums og þykist hafa mælt dýpt og magn. í þessari »fljótræðu« sinni talar höf. mikið um færni mína á yatnsveit- ingum, og er það auðvitað gott og blessað. Hitt þykir mér verra, ef ég með skrifum mínum hefi gruggað um of skilningslindir ýmissa kunningja

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.