Muninn

Árgangur

Muninn - 25.02.1930, Blaðsíða 3

Muninn - 25.02.1930, Blaðsíða 3
MUNINN 3 minna. Sfundum virðist sem höf. hafi fallið í »trance«, og hermir hann þá ýmisiegt, er ég hefi aldrei sagt. Má vera, að ofmikið »grill« í grein mína hafi valdið. Ég segi í grein minni, að eigi þurfi gildið að vaxa, þó að Iagt sé saman vit manna eða hæfileikar. Höf. býr til úr þessu tvennu »hugar- orku«. Að vísu má segja, að vit sé hugarorka, en hugarorka þarf eigi að vera vit. Er þessi rökfimi höf. álíka og, ef sagt væri, að allir menn væru spendýr, og því væru öll spendýr menri. Ræðir hðf. í sambandi við þetta um samlagnitig hugarorku með önd- ungum. Nær hefði. legið að benda á skrif- Ieg stærðfræðiprófr þar sem allir fást við sama úrlausnarefnið. Hitt ætla ég, að á slíkum þingum værum við M. enn þynnri en elfa. Ætla ég, að höf. hljóti að játa, að maður, sem fæst við andlegt úrlausnarefni sé engu bættari, þó að annar óhæfari komi til hjálpar. Eg segi í grein minni, að mönnum gangi ílla að beita þeirri hugkvæmni, er stærðfræði elur með þeim, á viðfangs- efni lífsins. Höf. setur stærðfræði í stað hugkvæmni. Berst hann all-lengi við draug þenna og er þá eigi ósvip- aður Cicero. Rá segir höf., að mér þyki til of mikils mælst að lesa stærð- fræði þroskans vegna. Rangt er hermt, en mætti þó til sanns vegar færa. Ef miða mætti við eitthvað annað en þenna blessaðan O-punkt, kynnu menn að uppgötva, að ýmissar aðrar greinar væru flestum 'gagnlegri og þroska-vænni en stærðfræði efrideildar. Eigi ætla eg þjálfun stærðfræðinnar einskisvirði en helst til mikið úr gert. Stærðfræði er að minni hyggju aðeins aðferð. Gleð- in, sem hún veitir, er glímu- og sigur- gleði. Iðkun hennar færir oss eigi svo hugfrjóar myndir eins og t. d. mál- könnun, saga eða náttúruvísindi. Mér virðist hún eitthvað ómannræn. Rá snýr höf. máli sínu að hugsjónalausum bröskurum. Er þar margt mæta vel sagt. Hitt hugði eg þó, að stærðfræði væri eigi svo mjög kend við hugsjónir eða andriki, og að Goethe ýmsir og aðrir snillingar þóttu einna sístir í þeirri grein. — Rykir mér það kald- hæðni örlaganna, að þann manninn, er mest hampar rökfræði, skuli henda slík glöp, sem ég nú hefi getið. í rök- fræðinni er það kallað »vankunnátta í mótmælum« (ignoratio elenchi), er menn annaðhvort með útúrsnúningum reyna að hrekja það, sem aldrei var haldið fram, eða sanna það, sem aldrei var borið á móti. Kem ég þá að töflusmíð höf. Vil ég byrja rneð heilræði líkt og hann. »Þegar einhver leitar sannleikans, skyldi hann eigi um of miða rannsókn sína við einhvern sannleika, er hann hafði áður hugsað sér, að væri til.« Er þar skemmst af að segja, að mér þykir tafla þessi hin mesta hörmungar- smíði. Aumka ég þá stærðfræðinga, er eytt hafa tíma og orku í svo »gild- islaust hrófatildur«. Fyrst er það, að höfundur hefir mis- skilið mig, er ég minnist á stærðfræð- inga. Átti ég þar við menn, er væru sérlega næmir á stærðfræðisleg rök, en eigi þá, er fengju yfir 6 í þeirri grein, því að ég ætla, að gáfur geti verið mjög sviðbundnar, enda virðast rannsóknir á starfskiftingu heilans benda á það. Ann- að er það, að smíð þessi er reist á því hörmulega en ef til vill nauðsyn- lega böli, sem kallast einkunnir. Man ég svo langt, að tveir bestu stærðfræð- ingarnir í þeim bekk, sem ég var í, fengu mínus eða því sem næst á skrif- legu stærðfræðiprófi. — Hitt er þó verst, að tafla þessi sannar eigi annað en það, sem aliir vissu. Það er auð- sætt, að þeir, sem fá yfir 6 í einhverri grein eru að meðaltali hærri en hinir, er lægra fá, í hvaða grein annari, sem vera skal Reiknaði ég mér til gamans út íslensku-meðaleinkunn þeirra gagn- fræðinga frá 1915-16, er höfðu yfir 6 í sögu. Reyndist hún 5,53, en stíls- einkunn hinna, er lægra fengu var 5,25. Þeir, sem fengu yfir 6 í eðlis- fræði, fengu í ísl. stíl 5,56, hinir 5,17. Retta eru að vísu fá dæmi og tekin af handahófi, en ég ætla að niðurstaðan yrði lík, þó að fleiri væri, og fer það að vonum. , Vona ég, að Matthias athugi þetta - vel um tunglskinsnætur á »Tindastóli«, meðan máninn skrifar langa sögu »í gæsafótum« um tölumat, þar sem ást- in er jöfn og 2 og afbrýðin jöfn og 3. Kann ég honum svo þakkir fyrir skemmtileg og 'allskynug skrif um þessi efni. Ásgeir Biöndal Magnússon. Deilum þeirra M. J. og Ásg. Blön- dals er hér með lokið í blaðinu. Ritstj. Frv. til laga nm Mentaskóla á Akureyri. (Lagt fyrir Alþingi 1930). í hinu nýja frumvarpi um skól- ann hér eru margvíslegar breytingar. Skólinn á að vera fjórir óskiftir bekkir. Auk þeirra námsgreina, sem nú eru kendar í mentadeild hjer, skal kenna: sðng, dráttlist. hagnýt vinnubrögð, listasögu, efnafræði, trúarbragðafræði, fjelags- og bók- mentafræði og bókfærslu framvegis. Latína er feld burtu. í greinargerð frumvarpsins eru þau rök færð fyrir því, að heppilegt sje, að ekki sje í báðum mentaskólunum sama aðalnámsgrein. En bæta á við kenslu ' í nýju málunum, t. d. frönsku. Höfuðnámsgreinar eru íslensk tunga og náttúruvísindi. Kenslustundir t hverjunr bekk skulu vera 30 — 33 á viku. Prófun á að vera lokið 30. maí, nema í þriðja og fjórða bekk, enda þau í júní. — Nemendur mega ekki vera yngri í skólanum en 16 ára. — Kenslugjöldin skal greiða í skólasjóð mentaskólans, sem verja á til námstyrks og ýmislegs annars. H e i m i 11 skal að starfrækja ó- skifta gagnfræðadeild. Til að fá inngöngu í fyrsta bekk mentadeildar þarf álíka kunnáttu og undir gagn- fræðapróf, nema stærðfræði minni. Velja má á milli sænsku og dönsku. Nú er frv. komið til þriðju umr.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.