Muninn

Árgangur

Muninn - 25.02.1930, Blaðsíða 4

Muninn - 25.02.1930, Blaðsíða 4
4 MUNINN *••••• » • • • • • § •-• • • • • Eru þær helstar breytingar, að latína er látin haldast. Pýska er gerð að inntökuskilyrði, og gagnfræðadeild s k a I starfrækt sem áður. Út frá þvi að latínan' var feld úr, sendi skólameistari vor svohljóðandi skeyti til læknadeildar háskólans, dagsett 18. febrúar: »í stjórnarfrv. Mentaskóla Norð- urlands afnumin latina. Spyr lækna- deild háskólans: Oeta læknanemar verið án allrar latinukunnáttu*. Næsta dag kom svarið: >LæknadeiId háskólans telur nokkra latínukunnáttu ómissandi læknaefn- um. Guðm. Thoroddsen deildar- forseti*. Skólameistari vor leggur til að latína verði kjörfrjáls, megi velja t. d. milli latínu og frönsku. Dautt líf. Ó, ég eignaðist von — — — og ég elskaði og hló, — — — — — þar til heimur í synd hana saklausa vó. Ó, ég hrópaði og bað um hinn heilaga auð, bæði í andvarpi og grát, þar t'l ást mín var — — — dauð. Og það sterkasta afl, sem mér ólgaði í sál fleygði hamingju minni inn í helvítis bál. Hví er tálið svo grimmt, að hver tilfinning frýs? Og hvert hjarta svo kalt, eins og heimskauta ís? Nú er Guð minn í synd, niðri í gröf lán mitt felst, því að klakanum með graeðast kalsárin helzt. — — — Eg vil lifa i kvöl, halda leið mína einn, svo mig hendi ekki morð, — Jþví að hjartað er — — — steinn. Sveinn B. Staðdal. Samtal. Smásaga eftir Turgenjev. »Á Jungfrau og Finsteraarhorn hef- ir aldrei maður stigið*. Tindar Alpanna, keðja af bröttum klettabeltum, hjarta fjallanna. Yfir fjöll- unum hinn ‘græni og skæri, en þögli himinn. Mikið og nístandi frost, þjettur og glitrandi snjór, og upp ur sjónum gnæfa vindbarðir klettar, klæddir í klaka. Tvö risavaxin fjöll, tveir jötnar hefj- ast beggja vegna við sjóndeildarhringinn. Og Jungfrau segir. við nágranna sinn: »Hvað segir þú tíðinda? Þú hefir betra útsýni. Hvað skeður þama niðri?« Púsundir ára líða — ein m.ínúta, og, Finsteraarhorn drynur svar sitt: »Þjett ský sveipa jörðina og hylja hana, Bíddu!« Aftur líða þúsundir ára —ein mínúta, »Hvað nú?» I . . »Nú er alt bjart,« segir Finsteraarhorn. »þar niðri er alt sem fyr, marglitt, smátt, blátt vatn og dimmir skógar, gráir grjóthnullungar, og kringum þá hlaupa þessi kykvendi, þú skilur, sem aldrei hafa náð að saurga hvorki mig eða þig.« »Mennirnir?» »Já mennirnir.« Þúsundir ára líða — ein mínúta. »Hvað nú?« spyr Jungfrau. »það eru færri kykvendi að sjá,« segir Finsteraarhorn, með þrumu raustu, »það er orðið bjartara þarna niðri, vötnin hafa minkað og skógarnir gisnað.« - Aftur liðu þúsundir ára —ein mínúta. »Hvað sjerðu?« segir Jungfrau. »F*að lítur út eins og alt sje orðið hreint hjer í kring* svarar Finsteraarhorn, »en langt burtu í dölunum eru blettir, og þar hreyfist eitthvað.« Þúsundir ára líða enn — ein mínúta. »En nú?« »Nú er það gott« svarar Finsteraarhorn, »alstaðar er orðið hreint, alveg hvítt. Alstaðar er snjórinn okkar, eyðiland íss og klaka. Alt er frosið. Nú er alt gott og kyrt.« »Gott« sagði Jungfrau, »en nú erum við búin að Hefi ávalt fyrirliggjandi knatt— spyrnuskó. Ennfremur alla leikfimi- skó og annan skófatnað af öllum stærðum fyrir alla. M. H. Lyngdal. NfJAR KV0LDVBKUR eru ódýrasta tímarit, sem gefið er út á landinu Stærð árgangs- ins er 24 arkir. Kosta aðeins 5 kr. Ut eru komnir 22 árg. Nýir kaupendur geta fengið III. —XX. árg., hvern fyrir 3 kr. Stærð sumra þeirra er 36 arkir. Nýir útsölumenn óskast. Góð sölulaun greidd. Ef einhverjir nemendur . gagnfræðaskólans vildu taka að sér að útbreiða N. Kv. á komandi sumri, þá geri þeir svo vel og tali við mig áður en langt um líður. Þorst?inn M. /ónsson. bulla nógu lengi. Nú er kominn tími til að sofa.« Já, fjallavættirnar sofa, og hinn græni himinn sefur yfir hinni þöglu jörð. (Lausl. þýtt). Hugsanirnar fara kringum jörðina. Pær lifa gegnum aldirnar, skifta um tungumál, eru á víxl í bundnu og óbundnu máli, þar til þær eru orðnar að fagurri mynd með geisl- andi og fjörlegum svip, sem þær síðan halda. Pannig hverfa þær inn í feðraarf mannanna. Ak. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. '80. 1

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.