Muninn

Årgang

Muninn - 21.03.1930, Side 1

Muninn - 21.03.1930, Side 1
JVIUNINJM m Útgefandi Málfundafélagið Huginn G. A. (§}-- Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Aigreiðslumaður: Tr. Pjetursson. Ábyrgðarmenn: Ritnefndin. 3. árg. Akureyri föstudaginn 21. mars 1930 6. tbl. 21. marz 1840. - 21. marz 1930. Fyrsti forstöðumaðumaður þessa skóla, Jón A. Hjaltalín, er níræður i dag. Hann var vestfirzkur að ætt og uppruna, prestssonur og af prestum kominn í marga kynliðu. Hann fæddist á Stað í Súgandafirði, varð stúdent 1861 með 1. einkunn og prestaskólakandidat 1864, sömuleið- is með 1. einkunn. Fram að þess- um tíma fetar hann þjóðbrautina og hlýtur að launum það lof, sem dyggilegt ferðalag um þann Langa- dal veitir. Hann virðist álitlegt borgaraefni, sem altaf er v e I, en aldrei b e z t, aldrei hið æðsta. En þá er hann er orðinn kandidat, heldur hann ekki áfram för á þjóð- leiðinni upp í prestsembætti og predikunarstól. Hann tekur ekki prestsvígslu að prófi loknu. Hann fæst næstu tvö ár við kenslu í Reykjavík. Má fara nærri um, að slíkt hefir hann ekki ráðist í gróða né mannvirðingar vegna. Er mælt, að hann hafi ekki verið algerlega kirkju- trúmaður. Árið 1866 leggur hann í ferð, sem fátíð var meðal ís- lenzkra prestaskólakandidata á þeim árum. Hann fór með konu sinni til Englands. Hann átti þar þó enga atvinnu vísa. Sýnir slíkt bragð óróa, áræði og kjark, óborgaralegt lundar far og óvenjulegt meðal langskóla- manna. Hann fékst á skólaárum sínum nokkuð við kveðskap. Pá er hann eltist, fanst honum fátt til um Ijóðlist sína. Kveðskapur hans sýnir samt, að gæddur héfir hann verið fleiri hæfileikum en venjulegum námsgáfum. Útþrá hans og æfin- týrahugur, djarfur og frjáls, í sönnustu merkingu þess hins mjög misskilda orðs, hafa ná- skyld verið Ijóðlund hans og Ijóð- hneigð. Vér skiljum betur vikinga- ferð guðfræðikandidatsins, er vér vitum um Ijóðagerð hans, ungs og uppvaxandi. Pað er og merkilegt, að Ijóðgáfa hans studdi hann og styrkti með Bretum. Par sýndi hann skyld- leika sinn við hirðskáld vor forn. Enn kom það íslendingi erlendis vel, að hann kunni að yrkja, eins og slíkt gagnaði Agli, Hallfreði og Sighvati. Hjaltalín gekk fyrir Victoriu drottning og flutti henni kvæði mikið, sem hann kallaði Sigrúnar- kviðu (Victoriu kallaði hann Sig- rúnu). Pótt hvorki gerðist hann hirðmaður né hirðskáld, sem skáld vor áður gerðust í Bretlandi á dög- um Aðalsteins konungs og Knúts ríka, hafði hann mikið gagn af drottningarkviðu sinni. Naut hann þar snápsháttar Breta. Framan af bjuggu þau hjón við krappan kost í vesturvíking. Héðan í frá rýmkaðist hagur hans. Hann fékk atvinnu við bókasafn í Edinaborg. Hann gat sér góðan orðstír fyrir vinnurbrögð og framkomu. Hann kyntist mörgu stórmenni hinnar voldugu stór- þjóðar. Hann hefir valið sér góðan félagsskap. Er slikt fyrirmanns og gæfumanns einkenni. Finna má vitni þess, að merkum Bretum gazt vel að þessum landa vorum, hæfileikum hans, mannkostum og dugnaði. Veittu þeir honum meðmæli um bókavarðarstöðu, er hann ásamt 19 Englendingum sótti um. Voru fyrst teknir fimm og síðan tveir þessara umsækjenda, er úr skyldi velja. Svo nærri komst Hjaltalín stöðu þessari ,að hann varð annar þessara tveggja. Bretinn varð hlutskarp- ari. En það sýnir mikið traust á Hjaltalín, útlendingnum norðan frá íslandi, að hann varð -annar í röð í þessu tvítuga kapptefli. Hann gerðist á ' allra bezta aidri, ný-orðinn fertugur, fóstri hins ný- stofnaða gagnfræðaskóla á Möðru- völlum í Hörgárdal. Hann var þá hvorki of ungur né of gamall til slíks starfs. Oreind og reynsla, þróttur og þrek fá á því skeiði æf- innar bez.t haldizt í hendur og hvert annað stutt í álum og straumi. Ýkju- laust og öfgalaust má kalla það þjóð- argæfu, að Hilmar Finsengerði Jón Hjaltalín að skólastjóra. Hann bjó, bæði »af guðs náð« ogaf erlendu upp- eldi, yfirþeim persónuleik, sem heil- brigður æskulýður virðir og lýtur. Honum hafði hlotnazt menning, sem um þær mundir var nær ein- stðk með íslendingum og enn er fágæt með þjóð vorri. Á langdvöl með Skotum, einhverri hinni ágæt- ustu þjóð, hafði hann þjálfast i skylduskóla og við menningarstarf. Hverju hefir hann, félaus útlend- ingur, sonur einnar smæstu þjóð- arinnar og minst megandi í mann- heimi, getað stuðst öðru en skyldu- rækni og eigin-dug? Pótt sá boð- skapur láti ef til vill illa i eyrum sumra góðra lesanda, þá er víst, að uppeldisforingjar ungra manna verða fyrst og síðast að vera sjálf- um sér harðir. Fæstir þarfnast fyr- irmyndar og forustu í eftirlæti við hinar óæðri hvatir í eigin-brjósti, Pótt hann á margan hátt væri á- gætlega til starfs síns fallinn, var honum ekki áð ðllu gefið að vera

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.