Muninn

Árgangur

Muninn - 04.04.1930, Blaðsíða 1

Muninn - 04.04.1930, Blaðsíða 1
a» jviuninjm 4R -(§) Útgefandi Málfundafélagið Huginn G. A. Eitstjóri: Einar Ásmundsson» Aí'greiðslum'aður: Tr. Pjetursson. Ál syrgðarmenn : Rítnefndin. 3. árg. Akureyri föstudaginn 4. apríl 1930 7. tbl. Hrynhenda lil 6. bekkinga. Eg í kveld við andans elda orna mér og sýp á keri. Ljóða strengi stilli langa, stend á fætr úr mínu sæti. Örðugt gengur eins og löngum, inni í sefa Ijóð að vefa. Harpan titrsr, heilla flytur hróður rekkum sjötta bekkjar. Brotna heldur skörð í skildi skólamanna fylkinganna, er okkar garpar ítursnarpir efsti bekkur rýmir flokkinn. ítök hafa í okkar sefa eins og fyr, þótt lífið beri þeirra knðr ftá þessum dyrum, þessir rekkar sjöíta- bekkjar. Pegar lánga stryk ég strengi streymir flaumur minna drauma. Gegnum rof, úr gleymskukafi, gægist minning fyrstu kynna. Minni ykkar ég vil drekka út, og kneyfa hoinið reifur. Fyrir gott og gamalt votta góða þökk af huga klökkvum. Ekki er tfmi til að dreyma! Takið djarfir skjótt .til starfa! Nóg er verkið: akra að yrkja, óbyggt land til fjalla og stranda. Kveikið eld í andans veldi út að sæ frá fremstu bæfum! Plægið andans allar lendur, okkar Fróni trúir þjónar. Oleymið aldrei ykkar skyldum* ættland við á lífsins sviði, þótt æfigangur oft sé þungur ogandbyr standi af vonalandi. Ykkar kðllun: að klæða fjallið, hvetji huga til að duga, margan vega vænan sigur, vinna þrautir á nýjum brautum. Pótt þið sækið á siglufákum suó'r í lönd að fjarrum ströndum, banni gifta að hugi hefti heimskuprjál, er spillir sálum. Ykkur styðji gæfugyðja greiði braut og létti þrautir. Hornin fyllið eg bið- alla efsta bekkjar minni drekka! Úskar Magnússon frá Tungu nesi. Merkur maður. Fáar bækur eru ef til vill lær- dómsríkari en æfisðgur merkra manna. Er það mikið tjón við sögu- nám, að menn berast um of með yfirborðs-rás alburðanna, en gefst ekki tóm til að skyggnast í djúp þeirra einstaklinga, sem sýnt hafa öðrum fremur, hvar verðmæta lífs- ins er helst að leita. Og þótt við meðalmenni getum eigi fetað í fót- spor þeirra, er hverjum manni eigi að síður holt að þekkja þau sann- indi, er þeir búa yfir. Pierre Ceresole heitir maður, sem mig langaði til að segja ykkur frá í fáum orðum, enda þótt eg geri ^varla ráð fyrir, að hans verði nokkru sinni getið í námsbókum íslenskra mentaskóla. Hann er svissneskur verkfræð- ingur, kominn af ríkri og göfugri ætt (faðir hans var eitt sinn forseti svissneska lýðveldisins). Pegar faðir hans dó, afsalaði hann sjer öllum arfi og gaf hann n'kinu. Pólii hon- um, sem hann hefði lítið til hans unnið sjálfur, a. m. k. ekki ir.cira en aðrir, sem orðið höfðu fyrir því ómaki að koma í þennan heim, — en með tvær hendur tómar. Parna hafið þið jafnaðarmensku! Má og geta þess, að Ceresole telst til jafnaðarmanna, þó að honum sje það fullljóst, að þeir standi á sama siðferðisstigi og aðrir stjórnmála- flokkar. Munurinn aðeins sá, að þeir berjast fyrir rjetti lítilmagnans, en það er hverjum drengskaparmanni ljúfara, ef hann er ekki fjðtraður eigin hagsmunum eða blindaður af hleypidómum.. Pegar Ceresole hafði lokið námi, iagði hann af stað út f heiminn, fór viða og vann jafnan fyrir sjer. Var hann hænsnahirðir í Calforniu, frðnskukennari.á Haiti, verkfræðmg- ur í Japan. Var hann mörg ár í þessum leiðangri, og yrði of langt að rekja þann feril nánar. Pegar ófriðurinn mikli skall á, snjeri hann heimleiðis. Fjellst hon- um mikið til um að sjá vitfirring hinna svonefndu menningarþjóða, og sór í hjarta sínu að verja lífi og krðftum til að sporna við slíku böli i framtiðinni. Hann þóttist sjá, að það eitt hlítti, að skorið væri fyrir rætur meinsins og ráðist á sjálft hernaðarskipulag og vopnaða föðurlandsást nútíma- þjóða. Hann neitaði því að gjalda herskatt og bar því við, að sam- viska sín leyfði sjer ekki að styðja að því á neinn hátt, að mönnum væri kent að fremja þann glæp, sem dæmdur er allra glæpa verstur bæði eftir guðs og manna lögum.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.