Muninn

Árgangur

Muninn - 04.04.1930, Blaðsíða 2

Muninn - 04.04.1930, Blaðsíða 2
2 M U N I N N En fögur ord duga lítið, þegar ílt á að ske og Ceresole var »settur inn« í nokkra daga. Sumum kann að virðast þessi mótþrói gagnslaus eða verra en það: einn maður af miljónum neit- ar! Hann hlýtur af því óþægindi og ekkert annað. En þeir gæta ekki að því, að þetta vekur athygli, blöð- in tala um það. Ýmsir hafa aldrei, af rótgrónum vana, látið sjer detta í hug, að nokkuð væri við því að segja, þó að þeir hleyptu kúlu gegnum hausinn eða hjartað granna sínum hinu megin við landa- mærin, ef það er gert i nafni ætt- jarðarinnar. Nú fer þá ef til vill að gruna, að hjer sje ekki alt með feldu og þetta gæti verið á annan veg. — Annars má geta þess, að aðrir höfðu gripið til þessa ráðs á undan Ceresole, og hreifingin vex smám saman, þótt hægt fari. Og Ceresole er ekki óstiltur. Hann er nógu hugrakkur til að taka sjer i þessi frægu orð: »il n’est pas besoir d’espérer pour entreprendre ni de vaincre pour persévérer« (menn geta lagt i baráttuna og haldið henni áíram án sigurvona). Pað skiftir mestu, að vera sjálfum sjer trúr. Ýmsum kann að þykja varhuga- vert, að risið sje gegn ríkisvaldi, eins og Ceresole hefir gert. Um það má deila, en Ceresole er eng- inn byltingamaður í venjulegum skilningi orðsins. Hann viðurkennir engan hnefarjett, hvorki í skiftum þjóða nje stjetta þjóðfjelagsins. Vopn verða ekki sigruð með vopnum, nje ilt með illu. Til þess þarf ann- an og sannarf kraft: siðferðilegt þrek. Föðurlandsástin á að lúta virðingu fyrir lífinu og ást á mann- kyninu. Nauðsyn samviskunnar brýt- ur lög þjóðfjelagsins. En Ceresole nægir ekki að neita, »passive« mótstaða hrekkur hon- um ekki. Hann vill líka vinna, sækja á í frjósömu starfi. Pessvegna hefir hann efnt til sjálfboðavinnu. F*eir, sem neitað hafa að gegna herþjón- ustu, og enn aðrir, sem hreyfing- unni eru hlyntir, koma á þennan nýja vígvöll, þar sem menn berjast við trje og steina, — *líkt og ber- serkir forðum, — og ryðja þeim úr vegi fyrir nytjagróðri. Ceresole vill, að menn beri saman muninn og sjái árangurinn af þessari tvenns- konar iðju, herskylduvinnu og sjálf- boðavinnu (sem er nokkurskonar þegnskaparvinna og óborguð): ann- arsvegar dauði hinsvegar líf. Hversu vildi hann ekki að þeim 100 milj. króna (hjer um bil), sem Sviss ver árlega til hers ‘síns, væri varið til að reisa hæli í hinum fögru Alpa- fjðllum, þar sem fátækum og ó- hraustum börnum og unglingum stórborganna, London, Berlínar, Par- ísar, Vínar étc, gæfist kostur á að dvelja í heilnæmu fjallaloftinu. Hví- líkur munur! Myndi slíkt verk ekki öflugra en nokkur her? Hvaðan kemur þessum manni styrkur, er hann á við slíkt ofurefli að etja? munu einhverjir spyrja. Síðastliðið sumar vannjeg2mán- aða tíma í þessari sjálfboðavinnu — það var holt bæði buddu minni og líkama. Eitt var það í fari Ceresole, sem einkum vakti athygli mína og aðdáun: hann leitaði ávalt hins góða hjá mönnum og málefnum. Alt naut hjá honum sannmælis, og þeir, sem voru dæmdir, áttu þar löngum málsvara; jafnvel herinn, hans skæðásti óvinur, fjekk þaðan liðsyrði. Ceresole kann að meta þá sjálfsfórn, sem hermaðurinn færir, hann finnur einmitt huggunina að nokkru leyti í bölinu sjálfu. Hvers- vegna að ðrvænta-meðan við búum yfir slíkri orku, þó að hún hafi beinst i ranga átt? Vinnum að því að breyta stefnunni, en varðveitum aflgjafann, fórnfýsina, eins og fram- ast er unt. Þess vegna er Ceresole hlyntur þegnskylduvinnu. Par eiga menn að læra að vinna án þess að vænta endurgjalds. Og svo var um hvað eina. Reyn- um að hafa samúð jafnvel með andstæðingum okkar, svo að við skiljum þá. Pá getura við barist mannúðlega og sigrað án þess að særa, eða a. m. k. fallið eins og drengir. Söm var framkoman gagnvart okkur, sem með honum unnum. Hann vildi skilja okkur. Pess vegna sýndi hann okkur samúð, þó að okkur vantaði lagni [ starfi, sem við höfðum aldrei unnið. Hann treysti trúleikokkar og Ijet okkur að mestu sjálfráða við vinnuna. Okkur var falið að sjá um hitt og þetta. Við hlutum að koma sjálfir fram í starfinú. En við áttum líka að læra að hlýða og vera stundvísir til vinnu og máltiða. Ceresole lokaði ekki augunum fyrir því, sem aflaga fór. Hann gat einmitt talað um það, djarfmannlega og alúðlega í senn, af því að hann hafði líka fundið hið góða og skilið. f orðum hans fólst hvorki örvænting nje heiftúð- ug ásökun, heldur trú og einlægur velvilji. Hann kom aldrei kala í hjarta okkar heldur vermdi það. Pessvegna þótti okkur vænt um hann. Samúð og skilningur eru systkin, sem fylgjast að. Ef við viljum skilja, þá leitum að því góða og elskum, ekki aðeins konur, heldur mennina og lífið alt — kennarana líka. Pórarinn Björnsson. Ræktun. Flestum nemendum þessa skóla mun vera í fersku minni erindi það, er Jón bóndi Porbergsson fiutti hér í skólanum. Efnið var nýbýlarækt og ætla eg ekki að gera það að umtalsefni hjer. En það varð til þess, að vekja mig til umhugsunar um, á hvern hátt vjer nemendur gætum notfært oss landið, sem Akureyrarbær gaf skólanum nýlega. Pað verða sjálfsagt reistar á því X / ' ,

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.