Muninn

Årgang

Muninn - 04.04.1930, Side 3

Muninn - 04.04.1930, Side 3
MUNINN 3 ymsar byggingar, skólannm við- komandi, einnig íþrótta og leikvellir o. s. frv. En alt um það eigum vjer mikið landrými afgangs, sem oss ber skylda ti! að nota sem best — breyta því í fagra gróðurreiti — skólanum til fegurðar- og menn- ingarauka. Eitt hðfuðeinkenni islendinga hef- ir til þessa verið, hve litlu þeir fórna fegurðinni — listinni. Mjer kom í hug að áhugann fyrir rækt- un og fegrun skólalandsins mætti best vekja, með því, að nemendur byrjuðu á því að rækta kartöflu- og rófugarð. Vjer gætum sáð í hann á vorin, áður en vjer yfirgæíum skólann. Auðvitað hlytum vjer að kaupa þá vinnu, sem þyrfti til að hirða hann á sumrin, en að öðru leytijgætum vjer, ef viljinn er nóg- ur, annast um hann sjálf. Jeg hefi *fláð mjer upplýsinga um, hve miklu fje er varið til kartöflu og rófnakaupa í heimavistinni. Það eru 868 krónur á ári, eða 10.72 kr. á hvern nemanda. Gætum við ekki losnað við þenn- an gjaldalið? Jú, með því móti að hefjast nú handa, fá land undir garð og framleiða sjálf þær kartöfl- ur og rófur, sem vjer þörfnumst. -Að vísu yrði nokkur kosnaður fyrsta árið, óvíst að gróðinn yrði mikill af garðinum, en hitt er jeg sannfærð- ur um, að i framtíðinni yrði þann- ig garður oss hin mesta búbót. Og þegar vjer nemendur erum farn- ir að vinna þannig sjálfir að jarð- yrkju, þá er jeg ílla svikinn, ef á- vöxturinn verður ekki annað en kartöflur og rófur. Jeg geri ráð fyrir að fagrir blómreitir og beinvaxin trje yxu upp jöfnum höndum. Tr. Pétursson. Sá sem vill verða foringi manna, verður fyrst um nokkurt skeið að vera í augum þeirra hinn hættuleg- asti fjandmaður. Nietzsche. Sjóferð. (Nl.). »Slaka á skautunum! »Spritið« laust! Ausa Pórður!« Rödd bróð- ur mfns, hvell og skær, smaug gegn um stormgnýinn. Eg hlýddi samstundis. Báturinn hallaðist gríð- arlega. Löðrið óð inn á þóttur í hlje. >Ausa Pórður!« Hátt angistar- óp kvað við. Eg leit um öxl. Þá sá eg það og heyrði, sem myndi hafa látið mig veltast um af hlátri, ef öðruvísi hefði staðið á. Pórður sat klofvega á þóttunni. Skinn- stakkurinn var þvældur um höfuð honum og hendur. Hann laut mjög í vindinn, því að erfitt var að sitja hallann, og veinaði óskaplega. >Jesús Kristur! Almáttugur! Eg er . . . ó . . . « >Festu »spritið«! Austu Matthi!« A augabragði skeldi eg »spritinu« í rakkann, greip austurtrogið og jós eins og berserkur. Eg tæmdi bát- inn, eg, sem altaf hafði skamtað kálfum hingað til. Rokið lægir. Pórður kemst í stakkinn. Dúnalógn. Stormþytur norður undir. Öldurnar koma dansandi. Hækka, þynnast, hvelfast, falda, falla, soga. Rísa á ný. Dansa áfram. Brotna drynjandi á Klökkum, þar sem skjallhvítur löðurstrókur gnæf- ir eins og viti yfir brimgarðinn. Nú sýður á Sveini, þegar hann molar sundur öldurnar, rjett eins og hann vilji bjóða herskörum hafs- ins byrginn. Eg gríp ár og ræ undir, því að seglin slettast vindlaus. Pórður eys. . . . Líf eða dauði ? Eg finn kalt streyma niður bak mjer, þegar eg síg í ár- ina. Mjer finst blóðið muni springa fram úr gómunum. Smám saman færumst við nær brimgarðinum. I útsogunum sjer nakta klettana, rjett eins og Ægir opni kolsvart gin. Ó- lagið lokar því aftur. Eg lít á bróður minn. Svipur hans er rólegur og einbeittur. Hann horf- SkösmíOaverkstæði Gnrs S. Hafdal Aðalstræti 10, býður nemendum Gagn- fræðaskólans skóvið- gerðir með sjerstökum afslætti. Reynið viðskiftin. ir um kulborða. Vindurinn nálgast. Skyldi hann ná okkur nógu fljótt? — Eg tel með áratogunum: einn, tveir; einn, tveir. Örfáir faðmar upp í brimgarðinn. — Seglin fyllast. Báturinn hallast og þýtur áfram. — -Sloppnir! Hann var tvísjóa. Öldurnar virt- ust ofnar saman í óskiljanlega bendu. Sumstaðar teygðust þær upp eins og hraunkarlar og hlunkuðust svo niður. Sjórinn var líkastur ömurlegu apalhrauni, afar-stórskornu, síkviku, og Ijósbláir málmlogar leiftruðu yfir' Á Nesgrunni eru þó sjóarnir krappastir, eins og vant er í grunn- sævi. En rokið vex sífelt, svo að báturinn flýgur áfram og ver sig vel. Skyndilega rís hræðilegt ólag. — Bylgjurnar ætla að gleypa bát- inn! — >Hálsa!< Eg losa »fokkuskautið« með einu handtaki. Seglin sviptast yfir. Báturinn tekur sjó í hlje, en hleypur af sér tvær fyrstu öldurnar. Sú þriðja rís, há og bólgin, eins og hún hefði s*lgið nái systra siniía. Eg horfi á bróður minn og undrast, að hann lítur ekki um öxl, því að nú beljar hrynjandi aldan að baki honum. Eg óttast, að hún skoli honum fyrir borð. Óttinn skipar: »kallaðu«, skyldan: »þeg- iðu«. Bróðir minn, sem var stýri- maður, hafði kent mjer að bera

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.