Muninn

Árgangur

Muninn - 04.04.1930, Síða 4

Muninn - 04.04.1930, Síða 4
4 MUNINN virðingu fyrir yfirmönnum mínum. Nú horfir hann rólegur fram fyrir sig. Skyndilega grfpur hann vinstri hendi undir borðstokkinn, tii þess að haida sér föstum. í sama vet- fangi skeliur aldan á herðar honum. Hann hverfur mjer, því að aldan fellur fram í austurrúm. Eg greip skjólu og jós með Pórði. Nú skamtaði eg kálfum, enda var eg ærið skjálfhendur. Lag hjelst, meðan við þurjusum bátinn. Sunnesnúpur og Hrafnskaganúp- ur loka næstum Reykjarfirði. í hvor um gnúp býr skessa. Hafa þær til gamans í óveðrulm að kasta fjör- eggjum milli sín yfir fjörðinn. Pær vefja þau hvirfilbyljum, til þess að þau haldist betur á lofti og sjeu ékki eins brothætt. Nú fleygðu þær svO hart og hentu á lofti, að bilið mílli gnúpánha var ólgandí storm- röst og andstreym, þar sem hver sveipurinn sundraði öðrum. Pessi tvístæði rokstrengur var ósiglandi. Við feldum seglið og rerum, það sem eftir var leiðar. Sárir voru lóf- ar, er við lentum. Mamma varð skelfd, þegír hún sá okkur, og hjelt jafnvel, að þetta væri svipir okkar. Eri glöð varð hún, þegar hún skildi hvernig i öllu lá. En samt var eg glaðastur allra, því að sjóferðinni var lokið. Matlh. Jónasson frá Reykjarfirðá. Meðal annars —. Þórarinn Björnsson. Höfundur greinarinnar »Merkur maður«, leggur nú stund á latínu og frönsku við Sorbonne háskóla í Paris. Er hann fornfrægur og var nefndur Svartiskóli í islenskum fræð- um. Var Sæmundur fróði fyrstur manna af Norðurlöndum, er dvaldi i París við nám. öanga fslendingar enn djarflega fram þar, því við próf er Pórarinn lauk fyrir nokkru var Jrann með þeim, sem best orð fengu. >-•-# • • # • « • • % m Gengu ÓO undir prófið, en af þeim stóðust það aðeins 19. f skriflega prófinu var hann þriðji. Pórarinn var einn þeirra hjeðan, sem tóku stúdentspróf syðra, vorið 1926. Höfðu þeir út úr prófinu hærri meðaleinkun en hinir, og var þó aðstaðan ærið ólík. Var það góður sigur. Pórarinn mun koma hingað heim í vor, snöggva ferð. Taflfjelagið »Skák«. Taflfjelagió »Skák« var stofnað 16. marts 1907. »Tilgangur fjelags- ins er sá, að vekja áhuga nemenda fyrir taflíþróttinni og æfaþá í henni«, stóð í lögunum. Fjelagið var end- urreist ár frá ári, en þess er ekki getið í skólaskýrslum 1917 — *19, og mun það þá hafa legið niðri. En veturínn 1919—’20 var það endur- reist. Hefir það starfað síðan. Fyrri hluta vetrar 1922 — ’23 tefldi Stefán Ólafsson taflkóngur töluvert við nemendur, og glæddi það fjelagið mikið. Seinni hluta skólaárs 1925 —’26 var kept um verðlaunagrip, og hlaut hann Guðm. Guðmunds- son. Veturinn 1926 —’27 var for- maður fjelagsins Gústaf A. Ágústs- son. Tefldi fjelagið þá við Húsvík- inga og hafði 10 : 6. Einnig tefldi það þá við »Taflfjelag Akureyrar« (II. og III. fl). Gagnfræðingar unnu 10 :8. Síðan tefldi fjelagið við há- skólastúdenta, en veitti miður. Næsta vetur sigraði fjelagið Húsvíkinga. Skólaárið 1928 —’29 tefldi fjelagið við Húsavík og vann, en við Siglufjörð og Akureyrarfjelagið, og tapaði. Tefldi það þá við 1. flokk Akureyrarfjelagsins og var munur- inn lítill (5'/2 : 6V2). Síðast tefldi »Skák« við Húsav. nú fyrir skömmu og vann með 9:6, en eitt er óút- kljáð. Skólahátíðin. Virðist aðsókn mikil ætla að verða að hátíðinni. Hafa þegar margir gert boð á undan sér, óg fjölgar altaf. Til dæmis koma menn frá Höfnum á Skaga, austan ' úr Jökuldal og; Breiðdal o. s. frv. Koma margir gamlir bekkjarbræður og* systur þeirra, sem nú eru í efri bekkjum? og má búast við mörgum fagnað- arfundum. Glóeyg. Hún Glóeyg var fögur með gulbjart hár. . En jeg var vonlaus og vinafár. f*á sá jeg Glóeyg um sumardag. Og líf mitt varð draumur og dillandi Iag. Hún Glóeyg brosti og sólin varð svört. Hamingjan kallaði, Hjartað sló ört. En haustið kom • með kulda og snjó/ Og Glóeyg fölnaði, fölnaði og dó. Glóeyg hvílir und köldum snjá. Vindurinn þýtur um visin strá. Hún Glóeyg var fögur með gulbjart hár. En jeg er vonlaus og vinafár. Rári. Hvað er það, sem þjer kallið samvisku? Ekki lög, heldur það, að þjer þarfnist laga og arms, ti! að halda yður uppi, þjer drukknu hengilmænur! Sannarlega hefi jeg oft hlegið að þeim vesalmennum, sem hjeldu að þeir væru góðir, af því að hramm- ar þeirra voru máttlausir. Nietzsche. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.