Muninn

Árgangur

Muninn - 01.09.1935, Blaðsíða 3

Muninn - 01.09.1935, Blaðsíða 3
Muninn 3« / y Avarpsorð. Framh. af 1. siðu. Mróður þess okkar heiður, veikleiki þess okkar vanseand. Sendið ritnefnd prúðar greinar urn hugöarefni ykkar, - ljóö eða gamansögur. - Beynist "Munni11 vel i vetur, á þvi ríður framtíð hans. Friðfinnur ólafsson. Steerðfræðideild M,A. Framh. af 1. siðu M U N I N N Útgefandi: Málfundafélagið "Huginn". Ritnefnd, sem jafnframt er áhyrg ritstjórn hlað sins: Halld, Halldórsson Friðf. Ólafsson Kári Sigurðsson Sigurður Sigurðsson Örlygur Sigurðsson. Flest okkar, sem koma í þennan skóla, hera þá von og ósk I hrjósti, að verða nýt- ir menn og konur, og þjóð vorri til gagns og sóma, og það fer ekki hjá því að námsskyl- yrðin hafa mikil áhrif á, hvernig þetta tekst fyrir hverjum einstökum, En þvi fjöl- hreyttari menntun, sem menn eiga kost á að velja um, þvi færri ættu að þurfa að vera ó- ánægðir og náms- og starfskraftar hvers ein- staklings þannig að notast hetur. Þetta gildir ekki aðeins um stofnun stærðfræðideildar, heldur um alla fjöl - hreytni I námi, það er að segja, að menn fái að velja um námsgreinar og þurfi ekki að taka þser, sem þeim er ósýnt um. Og þvi fjölhreyttari menntun, sem æska þjoðannnar á kost á að tileinka sér, þvi meiri skilyrði eru fyrir, að allir fái eitthvað að gera, það er að segja að það fást hæfileikamenn á fleiri sviðum. Einni þjóð er til deanis ekki nóg að eiga góð skáld og heimspekínga, lækna, presta og lögfræðinga. Hún þarf líka að eiga visindamenn á sviði hinna verklegu vis- inda, ef hún á að þrifast efnahagslega. ÞÓ er langt frá, að eg telji hina fyrnefndu nokkuð siður nauðsynlega, ef þeir eru i nokkuð eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda. Og eitt er það enn, sem eg álit, að stofnun stærðfræðideildar, eða aukinn fjöldi námsgrema geti haft í för með sér, en það er virðing nemenda fynr menntun og kunnáttu manna, sem leggja stund á önnur fræði en þeir sjálfir, og að þeir oinstremgi sig ekki við það, að það sem þeir lesa sjálfir sé æðst allrar speki, er. þetta finnst mér þvi miður hafa verið of algengt. En það álit eg vera sitt hvað, að geta valið um náms- greinar, og að álita allt annað heimsku og óþarfa en þeir fást við sjalfir. Rannveig Kristjánsdóttir. K V E E J A. Hér hefir orðið mikil hreyting siðan við skildum I fyrravor. Einn kennarinn er farinn frá skólanum. Það er Steinþór Sigurðsson. Hann þekkja sjálfsagt allir, sem voru hér I fyrra og minnast hans að mörgu góðu. Hann átti mikl- um vinsældum að fagna hjá nemendum, og var það ekki að ástæðulausu, þvi að hann var mjög áhugasamur kennari, sem ávann sér traust og virðingu allra þeirra, sem þekktu hann. Hann var með lifi og sál við starf sitt, svo að unun var að nema hjá honum. En hann lét ekki þar við sitja, hej-dur kom hann fram tih góðs hér I skólan'om á fleiri sviðum. Ma til dæmis nefna að hann heitti sér mjög fyrir þvl, að nemendur fasru sklðaferðir upp til fjalla, sér til hressingar. - Einnig var það hann, sem átti frumkvasðið að þvl að safnað yrði fé, til þess að hægt væri að reisa sklöakofa, sem skólinn ætti sjálfur. I þvl skyni var efnt til samkomu og sá Stemþór um hana. Lagði hann mikinn tlma og verk I sölurnar, til þess að hún mætti takast sem hezt, Hann á þvl miklar þakkir skilið fyrir starf sitt I þágu þessa mál- efnis, enda er það mjög vinsælt hér I skól- anum og almennur áhugi fyrir hyggingu skíða kofans. Munu nemendur minnast hans fyrir áhuga hans og dugnað að hrinda fram þessu máli, sem flestum þeirra var mjög hugleikið. Steinþór Sigurðsson hafði hvergi ver- ið kennari.áður en hann hóf starf sitt hér við skólann. Hann var þvl óreyndur, er hann kom hingað, en allir hafa aðeins reynt hann að hinu hezta, svo að hann hefir engra vonum hrugðist. Kennarahæfileika hefir hann ágæta, og var á allan hátt ánægjulegt og gott að nema af honum. Hefir hann þvl unnið mikið og þarft starf I þágu skólans þessi ár, sem hann dvaldi hér. Sérstaklega munu allir minnast þess, af hve miklu kappi hann vann tvö slóustu árin, Þá var verið að reyna að koma á stærðfræðideild hér við skólann. Og I fyrstunni voru margir erfið- leikar að yfirvinna, en hann sigraðist á þeim öllum. Kennslan I þessan deild féll mest I hans hlutskipti, og má segja að hún færi honum prýðilega úr hendi, Enda er eg ekki I neinum vafa um, að nemendur hans I stærðfræðideildinni virða hann fyrir hans góða starf I þeirra þjónustu. Annars var það ekki ætlunin með þess- um línum að telja upp allt það gott, sem Steinþór Sigurðsson hefir látið af sér leiða hér I skólanum, Til þess er ekki nein ástæða, þvl að það er flestum kunnugt. Heldur ætlast eg til, að þessi fáu orð heri það með sér, að Steinþór Sigurósson lifir I hugura nemenda sinna hér I 3kólanum, þótt hann sé sjálfur farinn. Nemendur hans munu geyma margar góðar minnmgar um hann í hug- skoti slnu. Og vil eg þvl fyrir hönd nem- pnda hans hér, óska honum alls góðs í fram- iiðinni og hera honum,kærar þakkir fynr samstarx undanfarmna ara.^ Kristjónssm.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.