Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1945, Síða 1

Muninn - 01.11.1945, Síða 1
MUNINN 18. óxgangur Akureyri, nóvember 1945 1. tölublað r, ÓLAFUR HALLDÓRSSON: i MjaSarjurí IC v e o j a Á hljóðum kvöldum yzt við norðurál Þetta er sumarsins síðasta rós, þinn ilm ég man, þín fríðu, smáu blóm, er ég sendi þér, vordísin mín. er túlka í fegurð vorsins undraóm Meðal fölnandi blóma og angan fylla jarðarbarnsins sál. Þú fegurst jurta, vermd af sumarsól hún brosti í leynum. Það bros vil ég senda til þin. hins svása lands, er björtum nóttum ann, Og þetta sumarsins síðasta bros á þínum bikar geislakossinn brann, þér ég sendi með kveðju frá mér. þú bergðir lífsins veig við norðurpól. Það horfinnar fegurðar friðljúfa angan Er vorsins dís um foldu höndum fer, í fylling þroskans lífið töfrar mig. frá fjarlægri veröld þér ber. En hví er ég að yrkja um eina þig í þeirri veröld nú aleinn ég er, af ótalfjöld, er meira litskrúð ber. og aldrei ég líta þig fæ. En um blómlendur huga míns Af því ég ilm þinn finn, er hvarflar heim haustsvalinn þýtur mín hugarþrá í minninganna reit. og helgreipum spennir hvert fræ. V Útgefandi: Málfundafélagið „H U G I N N“ M. A. Ritstjóm: Aðalst. Sigurðsson Kristján Róbertsson Ólafur Halldórsson Til lesendanna Með þessu blaði hefst 18. árgangur ,,Munins“. Kemur það nokkru seinna út en æskilegt hefði verið, og valda því ýmsar ástæður, sem ég hirði ekki að nefna hér. Ýmsir erfiðleikar eru á útgáfu ,,Munins“, en þó engir slíkir, að nokk- ur mannraun sé að yfirstíga þá. Hið helzta, sem háir útgáfunni, er það, að prejnunarkostnaður er nokkuð mik- ill sokum þess, hve blaðið kgmur út í fáum eintökum, og verður blaðið því nokkuð dýrt í samanburði við annað prentað mál. En væru allir nemendur og kennarar skólans samtaka um að kaupa blaðið, mundi þetta ekki koma svo mjög að sök. Mér er kunnugt um, að ekki eru all- ir hrifnir af útgáfu þessa skólablaðs, og telja sumir blaðið verið hafa hið ómerkilegasta á undanförnum árum. Ég tel mjög hæpið fyrir menn innan þessa skóla að kveða upp slíkan dóm, þar sem það stendur í valdi allra, bæði kennara og nemenda þessa skóla, að gera þetta blað merkilegt, og hlýtur því hver þessara aðilja, sem dóm kveð- ur upp yfir blaðinu, jafnframt að kveða upp dóm yfir sjálfum sér. Annars er eðlilegt, að eitthvað slæð- ist með í blaðið af ómerkilegu efni, þar sem ritstjórnin verður að fara bónarveg að mönnum til þess að fá efni í blaðið, en óviðkunnanlegt er fyrir hana að hafna greinum, sem luin hefur sjálf beðið um, þótt hún hafi engu getað ráðið um efni þeirra né gæði. En þótt eitthvað sé af ómerki- legu efni í blaðinu, geri ég ekki ráð fyrir, að neinn verði ómerkilegur af að lesa það, þótt til kunni að vera ein- hverjir svo tæpt settir í þeim efnum, að þeir þoli ekki neina viðbót af slíku í sitt andlega forðabúr. En hvað sem annars má segja um „Munin“, þá er hann og mun ávallt verða mjög merkilegt blað, þar sem hann er merk heimild um gáfur og andlegt framtak þess æskulýðs, sem þennan skóla hefur sótt. Er leitt til þess að vita, að skólinn skuli ekki eiga alla árganga blaðsins í sinni vörzlu, og þyrfti nauðsynlega að hitta ráð til að bæta úr þvi. Ég vil að lokum geta þess, að við höfum fengið góðar undirtektir hjá þeim. sem við höfum beðið um að láta blaðinu í té efni. Ég vona, að svo verði framvegis í vetur. Ég hvet ykkur, nemendur M. A„ mjög eindregið til að skrifa í „Mun- in“. Komið með frásagnir af því, sem þið hafið séð, fögru eða ljótu, góðu eða illu eftir atvikum, og segið þannig frá, að þið sjálf og blaðið vaxi af. Komið með frásagnir af merkilegum atburðum, þjóðsögur eða annan fróð- leik, sem ykkur finnst girnilegur til frásagna. Komið með lýsingar úr átt- högum ykkar og segið frá sérkennum þeirra. Hvert hérað á sína sérstöku sögu, sína sérstöku fegurð og sína sér- stöku sál. En engin saga geymist til langframa, sé hún af engum skráð, og engin fegurð nýtur sín til fulls, sé hún ekki túlkuð af neinum. Á ykkur hvíl- ir því mikil ábyrgð. Þið megið ekki þegja yfir öllu því dásamlega, sem þið hafið séð og reynt, ekki þegja lífið í hel. Setjizt þess vegna niður í góðu næði, og takið ykkur penna í hönd, og segið frá. Segið frá því, sem þið hafið

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.