Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1946, Page 1

Muninn - 01.03.1946, Page 1
Útgcfandi: Málfundafélagift „HUCIN N“ M. A. MUNINN Iiitstjóm: Aðalsteinn Sigurðssim Kristján Rúbertssori Olajur Halldúrsson J3. árgangur AkureyrL marz 1946 5. tölublað Þórunn Bjarnadóttir: Sa/i gamli Maður er netndur Salómon Rósin- kransson. Hann bjó lengst á koti .því, sem heitir að kolafæti. Og þótt liann stundaði búskap mikinn hluta ævinn- ar, er ekki unnt að segja, að hann hali verið búhöldur góður, enda var liann fremur fátækur og er það enn. Eg vil nú reyna að lýsa Sala gamla dálítið, en Sa!i er hann almennt kallaður. Hann er lítill maður vexti, lierða- breiður og hálsstuttur, samanrekinn og þreklegur, þótt smár sé. Andlitið er állstórt og breiðleitt, ennið hátt og greindarlegt, augun blágrá og snör, og hvessir hann þau gjarna á þann, sem hann talar við. Nefið er í meðallagi stórt og nálgast það að vera króknef. Munnurinn er stór, varirnar þunnar óg samanbitnar. Andlitsfallið er reglu- ]egt, og út úr svipnum skín viljafesta. f lann hefir mikið alskegg, og er það nú orðið hélugrátt eins og hár og áugnabrúnir, enda er maðurinn nú 86 ára gamall. Enn er hann léttur í spori og hinn hvatlegasti í öllum 'hreyfing- um. Framan af ævi sinni var hann for- maður í Bolungavík og þótti duglegur sjómaður, en eins og fyrr getur, bjó hann lengstum á Fæti. Kotið átti hann sjálfur, ásamt áhöfn allri. Sali var þrí- kvæntur, og hétu konur lians Char- lötta, Elín og Elísabet, og átti hann röeð þeirn mörg börn. Elísabet var síð- ásta kona hans, og varð hjónaband þeirra lengst og farsælast. Frá ástamál- um hans og kvonlrænum fara margar skringilegar sögur. T. d. á hann að hafa sagt, þegar einn vina hans ráð- lagði honurn að leita ráðahags við Elísabetu: „A, er þetta ekki baneitr- aður djöfull?“, en fyrri maður F.lísa- betar dó úr tæringu. Allt um það bjó $ali sig samt í sín beztu föt, skömmu eftir andlát annarrar konu sinnar, l)jó bát sinn vel og prýðilega, og segir sag- an, að hann hafi haft meðferðis peysu- fatatreyju eina, sem var hin mesta ger- semi, og hafi hann ætlað að freista kon- unnar með henni, ef bónorðið sæktist ekki greiðlega. En endirinn var sá, að hann hafði hana heim með sér, og voru þau gefin saman í hjónaband skömmu síðar. Samfarir þeirra urðu með ágætum, enda þótt bæði fyrri hjónaböndin hefðu verið heklur ófarsæl. Salómon er ákafamaður mikill í lund, og allt fram á elliár hefir hann verið eins og hann væri að raka smjör úr eldi. Er mér hann minnisstæður, þegar liann kom heim til okkar í Vigur, sem ó- sjaldan bar við, ásamt vini sínum og félaga, sem var maður mjög rólyndur. Var Sali þá varla seztur inn, fyrr en hann fór að hafa við orð, að nú myndi mál til að fara. En vinur hans tók j)ví rólega og kvað ekkert liggja á. Fór þá jafnan svo, að þeir dvöldust æðistund, en aldrei mjög lengi, og gerði Sali þá mat Jreim-. er fram var reiddur, hin beztu sk.il, því að hann er matmaður mikill og gengur heldur óðslega að mat sínum, og er Jrað vani hans, Jrá er hann hefir snætt, að reka all-óþyrnti- lega frá sér ílát öll með annarri hendi, svo að þeir, sem viðstaddir eru máltíð lians og ókunnir eru háttum hans og siðum, hyggja, að hann muni allt brjóta, og það sætir furðu, að aldrei skidi svo hafa farið. Gestrisinn er Sali gamli með af- brigðum, og vart höfðu menn stigið fæti á land hjá kofa hans, fyrr en hann var kominn og tók gesti við hönd sér og leiddi inn í kofa sinn, þar sem Jaeir hlutu hinn bezta beina, eftir Jrví sem efni hans og ástæður leyfðu. Hann er glaðlyndur og kann vel að meta gaman og fyndni. Blöðin les liann með mikl- um áhuga og fylgist með innanlands- stjórnmálum af heilum hug og fer þá jafnan hinum verstu orðum um stjórn- málaandstæðinga sína, enda er maður- inn ekki kurteis né fágaður til orðs eða æðis. En hann er tryggur vinum sínum og hollur þeim í hvívetna. Á síðastliðnu sumri andaðist Elísa- bet kona haris, og var hann þá neyddur til að flytja frá Fæti til sonar síns í Bolungavík. Gömlu hjónin höfðu Jrá búið ein á Fæti í nálægt tíu ár. Þau áttu nokkrar kindur og hænsni, og var þaðallur bústofninn. Gamli maðurinn heyjaði einn fyrir kindunum sínum ásamt konu sinni og smástrák, sem Jrau höfðu á sumrum til [tess að smala kvíaánum, en liann færði alltaf frá átta ám. Fyrrum var Fóturinn þéttbýll, og bjó Jrar margt afkomenda hans, sem fluttu svo allir til Bolungavíkur, og vildu þeir Jrá taka gömlu hjónin með sér. En Sali sat við sinn keip og vildi hvergi fara, og finnst mér Jrað lýsa vel tryggð hans og hollustu við Jrað, sem honum þykir vænt um. Það vildi svo til, að ég varð samferða Sala gamla, Jregar hann flutti alfarinn frá Fæti, skömmu eftir andlát og jarðarför konu hans. Aldrei slíku va-nt sat hann nú þegjandi og lotinn og horfði döprum augum til lands, Jrar sem litlu kofarnir hans stóðu dreifðir um túnblettinn, sem hann átti svo mörg sporin og svita- dropana á. Á ísafirði hitti ég harin svo aftur inni á biðstofu augnlæknis. Sat hann þar við hliðina á gömlum karli, og varð Jreim skrafdrjúgt mjög. Loks heyri ég, að Sali spyr: „Hvað hefirdu nú átt margar konur?“ og er hinn kvaðst hafa verið eingiftur, gall Sali við all-luóðugur: „Og ég var nú að láta grafa þá þriðju á dögunum. Ójá, karl minn sæll.“ Mér virtist hann vera farinn að taka gleði sína aftur, enda hefir Sali gamli aldrei látið bugast af andstreymi lífs- ins, því að bann er gæddur óvenju- miklu lífs- og sálarjrreki, og glaðlyndi hans og kátína virðist ódrepandi.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.