Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1946, Blaðsíða 4

Muninn - 01.03.1946, Blaðsíða 4
4 M U N I N N; kennilega Menntaskólahúrra að skiln- aði. Iléldu þeir síðan til heintkynna sinna urn vegu loftsins og höfðu verið hinir mestu aufúsugestir norður itér. Hinn 21. janúar átti Itið vinsæla þjóðskáld, Davíð Stefánsson, limm- tugsafmæli. Að tilhlutun Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara, heiðr- aði skólinn Davíð Stefánsson með hlys- för að kveldi þessa dags. Hermann Stefánsson, leikfimikennari, hafði að mestu annazt undirbúning blysfarar- innar og stýrði henni einnig. í blysför þessari tóku þátt nemend- ur og kennarar skólans. Unr hundrað piltar báru blysin. Hélt fylking þessi gegnum bæinn til húss skáldsins, og staðnæmdust blysberar þar í stórum boga. Fjöldi manns t'ir bænum slóst í för með blysberunum. Karlakórinn Geysir og Lúðrasveit Akureyrar lieim- sóttu einnig skáldið og liylltu það með söng og hornablæstri. Blysför þessi var mikill viðburður. Var mjög tignarleg sjón að sjá för hennar gegnum bæinn og mun seint gleymast þeim, er sáu. Er nánar frá henni skýrt í 4. tölublaði 17. árgangs Munins. Hinn 12. apríl fór Sigurður Guð- mundsson, skólameistari, og fimm nemendur með honum í heinrboð til Menntaskólans í Reykjavík. Til þeirr- ar farar völdust með lionum úr VI. bekk þau Anna Jóhannesdóttir, in- spectrix classis, Ingvi Ingvarsson, in- spector scholae, og Sigurður Helgason, dux scholae, en úr V. bekk þau Krist- björg Jakobsdóttir og Ólafur Halldórs- son, formaður málfundafél. Hugins, Ferðalangar þessir flugu suður og voru mjög veðurheppnir. Var bjart yfir öllu og sást vítt og breitt yfir há- lendið. Við Menntaskólann í Reykjavík tóku nemendur og kennarar á móti þeim með söng og húrrahrópum, og voru þar fremstir í flokki Pálmi Hann- esson, rektor, og nemendur þeir, er norður höfðu komið. Voru gestirnir síðan boðnir velkomnir á hátíðasal skólans nreð söng og ræðuhöldum. Norðanmenn nutu hihnar mestu gestrisni þeirra Sunnanmanna, meðan þeir dvöldust hjá þeim. Sátu þeir í tímum og hlýddu á kennsluna og kynntust auk þess skólalífinu á ýrnsan hátt. Kostuðu nemendur Menntaskól- ans í Reykjavík kapps um að gera þeim t :-------------------- ÓLAFUR HALLDÓRSSON: UPPSÖGN :~k (. Þú situr og hlustar á haíið, er háreistar öldurnar falla með niði við brimhvíta boða, en bylgjan er hætt að kalla. Þú hlustar, er léttur sér leikur laufblær, og titrar hver strengur í vorsins hljómþýðu hörpu. Hann hvíslar ei neinu lengur. Og stormurinn sterklega þýtur. Hin styrka rödd hans er bitur. Hann æðir með ógnandi valdi, og enga kveðju þér flytur. s_:------:------------------------- dvölina sem skemmtilegasta og fróð- legasta. Fyrsta daginn óku nokkrir nemeud- ur og kennarar með þeim um bæiun og út á Seltjarnarnes. Var Landakots- kirkjan og Háskólinn skoðaður í þeirri ferð. Um kvöldið var gestunum boðið í leikhúsið, og sáu þeir þar ,,Kaup- manninn frá Feneyjum“ leikinn af Leikfélagi Reykjavíkur. Næsta dag bauð Morgunblaðið gest- unum ásamt nokkrum nemendum og kennurum Menntaskólans upp að Reykjum í Mosfellssveit til að skoða mannvirki Hitaveitu Reykjavíkur. Var að þeirri lerð lokinni setið kaffi- boð í Húsnræðraskéha Reykjavíkur. Að kvöldi þessa dags liélt V. og VI. bekkur nemendunum að norðan mjög myndarlegt hóf. Laugardaginn 14. apríl sátu gestirn- ir samkomu, er tónlistarklúbbur skól- ans gekkst fyrir. Þar skýrði Páll ísólfs- son, tónskáld, fimmtu symfóníu Beet- hovens. Var það skemmtileg og fróð- leg samkoma. Að kvöldi þess sama clags var þeim boðið á kynningarkvöld, er haldið var í skólanum. Skemintu nemendur þar með upplestri, ræðuhöldum og einleik á píanó, en á eftir var dansað. Fór sam- konra þessi fram með myndarbrag og \ ar mjög ánægjuleg. Sunnudaginn 15. apríl var farið í sel Menntaskólans austur í Hveragerði. Var ekið austur um Mosfellsheiði og ------ ----- ----------------—-------T ■» Og þú heyrir hafdjúpin stynja og hlustar á drynjandi róminn og spyrð þessar reikandi rastir. Þær rita þér eilífðardóminn. Því að enginn á ströndinni stendur, er stari til þín yfir sundin og biðji ölduna og blæinn að bera þér kveðju í lundinn. Enginn, sem hrópar á hafið og hvæsandi stormbylji óða að flytja þér ást sína alla. •— Ég vfirgaf ströndina, góða. En kalt er á ströndinni að kúra og kvefhætt, er hlýjasta bálsins vermandi funi er farinn. — Æ, fáðu þér trefil um hálsinn! ____________________ r komið við á Þingvöllum, en þaðan var: ekið suður fyrir Ingólfsfjall og, sem: leið liggur, að Selinu. Sel þeirra Sunn- anmanna er timburhús, stór og mjög : myndarleg bygging og skólanum til mikils sóma. Að kvöldi þessa dags sátu gestirnir kvöldverðarboð í Oddfellow. Voru þar margar ræður fluttar og sungið af raust. Mánudaginn 16. apríl héldu Norð- anmenn svo heim aftur. Voru þeir kvaddir af nemendum og kennurum á hátíðasal skólans með söng, ræðum og Iiúrrahrópum. Flugu þeir síðan norður í fegursta veðri og höfðu feng- ið ánægjulega og fróðlega ferð og mót- tökur fyrir sunnan slíkar, er bezt verð- ur á kosið, glaðar og hlýjar eins og handtak og hugblæ góðs vinar. Að prófum loknum fór V. bekkur í skemmtiferð svo sem venjulega. Var að þessu sinni lialdið vestur á Snæfells- nes. Fararstjóri og leiðsögumaður var Steindór Steindórsson, kennari. Lagt \ar af stað í ferð þessa miðvikudaginn 13. júní, en komið aftur til Akureyrar á fjórða degi. Hafði ferðafólkið verið mjög heppið með veður og ferðin öll gengið að óskum. Hirði ég eigi um að segja nánara frá þessari ferð, því að ég hefi von um, að vísu veika, að einhver finnist rneðal þeirra, er þátt tóku í ferðinni, er gæddur sé nægilega mikl- um manndómi til að skrá ferðasöguna og koma henni í Munin. (Framliald.)

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.