Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1946, Blaðsíða 6

Muninn - 01.03.1946, Blaðsíða 6
6 MUMINN örskamma stund og fékk mér matar- bita, en síðan hélt ég áfram með tvö- földum hraða. Ég var ekki kominn nema rújnlega hálfa leið frá Yzta-Móa til Hofsóss. Myrkrið var að skella á og óveður i nánd. Þetta var óhugnanlegt. Stöðugt hvessti meir og meir. Og ekki bæLti það úr skák, að vegurinn var nær ófær af aur. Þetta var einna líkast vor- leysingúm, þegar klakinn er að hverfa úr jörðu og allir vegir eru ófærir. Jafn- vel andinn í veðrinu, loítblærinn og angan jarðar var eins og á hryssings- legu vorkvöldi. En þessar slæmu veð- urhorfur fyíltu mig nýjum þrótti, svo að ég hljóp áfram, hvar sem hægt var íyrir leðjunni. En ég varð að þræða veginn. því að ekki tók betra við, ef ég fór út fyrir hann. Þar voru alls staðar melar, alófærir yfirferðar. Aður en langur tími leið, kom ég í svonefnda Höfðahóla. Þar liggur veg- urinn eftir sífelldum brekkum, upp og niður, upp og niður. Nú var komið svartamyrkur, og ég þræddi áfram veg- inn, án þess að sjá nokkuð nema sjó- inn, séíft barðist við ströndina fyrir neðan hólana, sem ég gekk eftir. Loks- ins komst ég svo langt, að ég gat greint Höfðavátn framundan, og nú var að- eins eftir að vita, hvort hægt rnyndi að fara yfif það á skíðum, eins og ég hafði farið þau vötn, sem áður höfðu orðið á vegi; ínínum. Nú sá ég allt í einu Ijósbjaníia bregða fyrir skammt frá mér. Var þetta missýning, eða var ein- hver babf í nánd.ÉgSettist niður í skjóli við stóia vörðu ög leit á kortið. Jú, Jiað var ekki um að villast, ég hlaut að vera mjög næfri bæ þeim, er Höfði heitir. Því stóð ég þegar upp aftur og hélt á- fram. Von bráðar rakst ég á túngirð- ingu. Ég klifraði yfir hana, gekk heim að bæniim og barði að dyrum. Ung og lagleg stúlka kom til dyra. Hún var dökkhajrð, með dökkar brúnir og, eftir Jjví senr ég fékk bezt séð í daufri birt- unni í göngunum, mjög þokkalega vaxin. Ég hugsaði með mér, að freist- andi væri nú að gista þarna um nótt- ina, en. . . nei, ég ætlaði til Hofsóss í kvökl pg þangað skyldi ég fara, hversu heillandi stúlkur, sem kynnu að verða á vegi iftínum. Stúlkan bauð mér þeg- ar inn að ganga, en ég kvaðst ekki mega tefja neitt, ég þyrfti að komast til Hofsóss í kvöld og veðrið færi versnandi, ég yrði því að flýta för minni, sem mest ég mætti. Síðan spurði ;ég hana, hvort hún teldi, að ís- inn á vatninu myndi manngengur. Hún kvað hann myndu vera varasam- an, og taldi eigi ráðlegt fyrir mig að leggja út á liann. Ég lofaði því bless- aðri stúlkunni, að ég skyldi ekki hætta lífi niínu á þessum viðsjárverða ís, kvaddi hana með handabandi og hélt leiðar minnar. Ég gekk niður að vatn- inu og þræddi bakkana. Þar var bezt að ganga. Ekkért sérstakt bar nú til tíðinda á leið minni. Þegar ég var kominn frarn hjá vatninu, fór ég aftur eftir vegin- trm í áttina til Hofsóss. Myrkrið var svo svart, að ég sá ekki nema fáeina metra iit frá veginum og ljósin á bæj- nnum i sveitinni. Veðurofsinn jókst stöðugt; en úrkomulaust var þó að mestu. Mér fannst leiðin ótrúlega löng, en í fullri vissu úm það, að við hvert skref færðist ég nær settu marki, hélt ég áfram. Og að síðustu sá ég ljós- in í gluggunum á Hofsósi í nánd. Við þá sýn létti mér stórum, og ég gekk hratt síðasta spölinn niður í þorpið. En nú1 vissi ég ekki, hvar ég átti að leita aðdlúsi séra Guðbrandar, en hjá honum átti ég vísa gistingu. I gegnum þorpið rénnur Hofsá, og er hún brúuð niður við sjó. Þegar ég kom yfir brúna, skildist mér, að ég væri staddur, sem maður segir, í mið- bænuiii. Á tröppum pósthússins stóðu nokkrir :strákar í hnapp. Ég gekk til þeirrá Ög spurði eftir húsi séra Guð- brandaf. „Það er innsta húsið suður á bökkunum," svöruðu þeir og bentu mér í átt. til þessara bakka, en Jtað eru sjávarbakkarnir surinan kauptúnsins. Mér gekk vel að finna lnisið og knúði dyra. Prófastsfrúin kom til dyra og bauð mér inn. Kvað hún prófast ekki vera heima, sem stæði, en hans væri von á hverri stundu. Spurði hún mig síðan, hvort ég .væri piltur sá, sent Sig- urður skólameistari hefði verið að biðja fyrir Jrá um morguninn. Ég sagði svo væra, sá væri maðurinn. Mér var nú boðið til stofu og bor- inn matur, sem ég borðaði af mikilli lyst, Jjví að ég var orðinn svangur. Pró- fastur kont bráðlega heim, og tókunt við Jtá að ræða um alla heima og geima. Fyrst unt skólalífið í M. A. og einstaka kennara, en síðan snerust umræður okkar mest unt stjórnmála- ástandið í landinu, og dáðist ég mjög að því, hve einlæglega prófastur gerði grín að öllum flokkum og forystu- mönnum þeirra. Ég gekk snemnta til hvílu þetta kvöld og svaf vært til klukkan tíu að rnorgni næsta dags. Þá fór ég á fætur og gekk niður í Jjorpið til að kaupa mér tóbak og fleiri lífsnauðsynjar. Einnig hringdi ég þá til skólameistara og tjáði ltonum, að ég væri lifandi og jiað meira að segja við beztu heilsu. Er ég kont aítur heim í prófastshúsið, varð Jtað að ráði, að ég yrði þar um kyrrt Jrenna dag. Varð ég feginn þeirri ráðagerð, þ\ í að Jiar gat ég hvílt mig í ró og næði, en hins vegar sá ég, að Jrað yrði til Jress, að ég yrði að hraða för minni nteira Jrað, sent eftir væri, Jrví að ég ætlaði mér að vera konrinn aftur til Akureyrar á þriðjudag. Eftir hádegið fór ég út að skoða þorpið og taka myndir. Veður var hið bezta, lygnt og bjart. Sr. Guðbrandur fékk strák úr næsta húsi til að fara með mér og sýna ntér Jtað, sent helzt væri markvert að sjá. Strákur Jiessi var hinn skemmtilegasti og fræddi mig um ótrúlega margt viðvíkjandi þorpinu og átvinnúháttum manna Jrar. Annars er fátt að sjá Jtar, sem sé sérstaklega merkilegt eða frásagnar- vert annarra liluta vegna, nema stuðlabergið, sent er þar víðast nteð ströndinni og er reglulegra og stíl- hreinna en ég hafði áður séð. Utsýní frá Hofsós er einnig ntjög fagurt, bæði fjallasýn og þó að mínum dómi eink- um útsýnið yfir fjörðinn, út til Drang- eyjar og fjallanna í vestri. Um kvöldið hélt kvenfélag staðarins skemmtisamkomu í samkomuhúsí bæjarins. Ég fór þangað nteð Garðari Stefánssyni barnakennara, en hann leigir í húsi þeirra prófastshjóna, og kynntist ég honunt af Jieim ástæðum. Garðar mun vera gagnfræðingur héð- an. Þarna var leikinn smáþáttur, sem nefnist: „Holl eru biskupsráð". Einn- ig var upplestur og söngur (sextett kvenna), og að lokunt var dans, sem ntun hafa staðið fram undir ntorgun. En sökum þess að ég ætlaði mér að halda áfram ferð minni snemnta næsta morguns, fór ég af samkomunni skömmu eftir miðnætti. Ég hafði sanit skenimt ntér sérstaklega vel, eink- unt við að horfa á dansinn, sem var fjörugri og almennari en venja er á slíkunt samkomunt. Þarna dönsuðu

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.