Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 6

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 6
14 MUNINN ustu sinni við lieild og einstakling. Allir vita, liversu honum var annt um sæmd skólans. Ef heiður skólans var í veði eða siðferðileg heilbrigði nem- enda, hikaði liann ekki við að taka í taumana með festu og myndugleik. En jafnframt varði hann ótrúlega mik- illi orku og tíma til bjargar einstök- um nemendum. Honum var vel ljóst, að einstaklingurinn var hin lifandi vera. Það er einstaklingurinn, sem finnur til, gleðst og harmar, sagði hann, og öll félags- og heildarhyggja verður að vera reist á virðingu á ein- staklingnum, lífi hans og tilfinning- um, ef ekki á illa að fara. Þess vegna var hann einlæglega andvígur þeim þjóðfélagsstefnum, sem fórna lifandi einstaklingum á altari tilbúinnar og tilfinningalausrar heildar. Sigurði skólameistara var einkenni- lega farið um margt. Hann var bar- dagamaður og harður í raun, en jafn- framt barnslega viðkvæmur. Hann var allur í því, sem tók hug hans liverja stund, en jafnframt var honum rík þörf tilbreytingar. Slíkt er listamanns skapferli. Hann hafði djúpa nautn af kyrrð og einveru, en á engum vissi ég sannast betur en honum, að „maður er manns gaman“, og var þó ekki sama, hver maðurinn var. Allur leikaraskajj- ur var honum mjög fjarri, og hann gat aldrei dulið hug sinn. Ávallt fannst á, hvort honum líkaði betur eða verr. Hann var bersögull, svo að hneykslum gat valdið, en allir hlutu að virða hreinskilni hans. Sigurður skólameistari var ekki sléttur né felld- ur og hirti ekki um að vera það. Ann- marka hafði hann, en það var um þá, fannst mér oft, eins og um braglýtin hjá Grími Thomsen, að þeir juku að- eins kyngimátt persónunnar og sner- ust að síðustu í kosti, urðu að styrk- leika, en ekki veikleika. Það verður ekki skilizt svo við Sig- urð skólameistara, að ekki sé minnzt á heimili hans. Heimili hans var eitt inesta rausnar- og og menningarheim- ili um sína tíð, og hafði hann þó ekki auðinn til að styðjast við. Sigurður skólameistari reiddi aldrei digran sjóð. En hann átti það, sem betra var: frá- bæra konu og höfðingslund sjálfs sín. Þau hjónin, Halldóra Ólafsdóttir og Sigurður Guðmundsson, kunnu öllum betur að taka á móti gestum. Þar voru þau svo samvalin, að leitun er á öðru eins. Fyrirmannlegt fas húsbændanna, höfðinglegar veitingar og frjálsmann- legt tal hjálpaðist allt að til þess að skapa óvenjulega hressandi andrúms- loft. Og sjálfur var skólameistari sí- gjósandi hver gleði og andríki. Eg ef- ast um, að ég hafi nokkurs staðar, í list né lífi, kynnzt léttari samleik forms og anda en á þessu mikla menn- ingarheimili. Líklega hefir Sigurður skólameistari hvergi notið sín betur en með góðum gestum á heimili sínu. Eg hefi heyrt fleiri en einn segja, að þeim þætti Sigurður skólameistari rita bezt, er hann minntist látinna manna. Það er auðkenni mikilla manna að vera stærstir á alvörumestu stundum. Á landamærunum miklu, þar sem á aðra hlið getur að líta veg heillar ævi, en hinum megin svarta- bakka hinna miklu dulheima, gat Sig- „Yður er í dag irelsari íæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ung- barn reifað og liggjandi í jötu.“ (Lúk. 2, 11—12). Þú hefur eflaust veitt því eftirtekt, að þrátt fyrir óviðjafnanlega fegurð jólaguðspjallsins gætir þar ekki aðeins samhljóma. Andstæðurnar eru áber- andi og eftirtektarverðar. Voldugur keisari — hjálparvana barn, fátæk móð- ir, sem elur guðs eingetinn son, hann, sem kom frá föðurhúsunum, þar sem gnægð var híbýla — en fékk ekki rúm í gistihúsinu. Mörgum verður á að virða fyrir sér ósamræmið, sem er á milli fyrirheits- ins volduga frá himinhæðum: „Yður er í dag frelsari fæddur“ og hinnar lítilfjörlegu sönnunar, sem á að stað- festa þennan fagnaðarboðskap: „Og hafið það til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“ Boðskapur jólanna er vissulega stór- kostlegur, liann boðar hjálpræði og frið öllum mönnum, en grundvöllur hans virðist svo veikur, það er lítill, ósjálfbjarga brjóstmylkingur við móð- urbarrn. Hvernig er hægt að byggja hjálp- urður skólameistari látið hvort tveggja njóta sín: djúpan lífsskilning og dular- grun sinn um löndin fyrir austan tungl og sunnan sól, eins og mig minn- ir, að hann eitt sinn orðaði það. Fyrir skömmu, er einn hollvinur skólans hné í valinn, sendi Sigurður skólameistari honum dánarkveðju. Á henni sáust engin feigðarmörk. En nú er það ekki lengur hann, sem hnýtir látnum vinum hinzta kransinn. Nú er hann horfinn í hópinn til þeirra. Þökk og blessun Menntaskólans á Akureyri og kveðja frá oss öllum, samkennurum hans og fósturbörnum, fylgir honum til þeirra huldulanda. Þórarinn Björnsson. [Ræða þessi var flutt við minningar- atliöfn um Sigurð Guðnmndsson skóla- meistara í hátíðasal skólans, laugardag- inn 26. nóvember s. 1.] ræði á slíkum hvítvoðungi, og hvers vegna er fæðingar þessa fátæka barns minnzt öldum saman? Svarið er ein- falt en stórkostlegt: Þetta barn var guð! Þetta er hinn raunverulegi kjarni málsins, jólaguðspjallsins. — Sannarlega hefur það aldrei verið auð- velt að sætta sig við táknið, því að skynsemi vor getur ekki gripið undr- ið. En hér tekur trúin við. Það er voldugur boðskapur, að oss sé fæddur frelsari. Frelsari er sá, sem getur hjálpað í öllum aðstæðum lífs- ins, sem vill og getur tekið á sig alla erfiðleika mannkynsins, sem getur rnætt örvæntandi og kvíðafullum mönnum með lifandi von, hinum þreyjandi með fullnægju, hinum sorg- mæddu með huggun, hinum sjúku og stríðandi með lækning og sigri. Frels- arinn er meira en þetta, hann getur læknað tæringu fallvaltleikans, mar- tröð ranglætisins, vonda samvizku með fyrirgefning svndanna og ógn dauðans með því að veita hið eilífa líf, og þó er enn þá ekki allt sagt um það, hvað frelsarinn er. En einmitt af því að hjálpin er svo mikil, virðist táknið svo lítið. Það á ekki aðeins við um Jesúbarnið, held- ur allt líf Jesú, alla Biblíuna, kirkju Jólahugleiðing

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.