Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 8

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 8
16 MUNINN hann leðurstígvél, hnéhá, með járn- bentum botnum, og úr þeim gat hann ekki komizt með nokkru móti. Þegar úr ánni var komið, gekk Páll upp að kláfnum aftur, fór úr stígvélunum og iiellti úr þeim vatninu, en honum mun hafa verið orðið hrollkalt eftir baðið í Jöklu, því að hann tók brátt að berja sér. Við fórurn nú að atliuga nánar, hvað hefði bilað, en það var annar vírinn, sem kláfurinn rennur á; hann liafði slitnað upp við vörðuna að vest- anverðu og kláfnum þá hvolft um leið. Við sáum, að ekki var um annað að gera en reyna að koma kláfnum upp aftur og fórum tveir heim í Brú til þess að fá aðstoð og áhöld til þess að linýta vírinn saman aftur. Varð þeim allhverft við þar, er við sögðum þeim, hvað við hefði borið, og brugðu skjótt við til hjálpar. Þegar að kláfnum kom aftur, var kallað til Páls og hann beðinn að draga slitna vírinn á land sín megin. Síðan leysti hann dragreipið úr eystri vörðunni og batt því í endann á vírn- um. Því næst drógum við reipið yfir, náðum vírnum og tengdum stúfana saman með vírbútum og kaðalspott- um, unz okkur þótti það nógu traust til þess að þola mann. En nú jrurfti sá, sem fór með kláf- inn yfir til Páls, að draga sig á vírnum, jrar eð dragreipið var ekki lengur fast í vörðunni að austan. Féll það í hlut Jóns að gera það og gekk slysalaust, enda þótt kláfurinn liallaðist ískyggi- lega mikið út í þá hliðina^ séin hvíldi á skeytta vírnum. Þeir Páll hnýttu síðan dragreipið aftur í vörðuna að austan og komu því næst vestur yfir ána aftur, en þá var Páll ekki í stígvélunum á leið- inni. — Þegar yfir kom, var Páli mjög vel fagnað, og þóttust menn hann úr helju heimt hafa. Varð mönnum tíð- rætt um möguleika þá, sem voru fyrir jrví, að menn björguðust úr ánni, og reyndust þeir harla fáir. Páll sagði, að hið fyrsta, sem hann hefði haft í huga, þegar niður í ána kom, hefði verið að forðast að flækja sig í drag- reipinu eða vírnum. Hann sá drag- reipið rétt hjá sér, þegar hann kom upp, en taldi til lítils að grípa í það, þar eð ókleifur klettur var undir kláfnum að austanverðu, en áin féll fast upp að Ironum. Þá hafði honum dottið í hug að reyna að flevta sér á baksundi út ána og reyna að ná landi á þann hátt, en þá mundi hann eftir boðunum utar í gljúfrunum og hvarf einnig frá því, en þá var sá einn kost- ur fyrir hendi að synda beint til lands, en aðeins að austurlandinu, Jrví að hinum megin var ill landtaka eða engin fyrir ofan boðann. Þegar Páll var spurður að því, hvort hann hefði séð það í einu vetfangi niðri í ánni, hvað væri helzta úrræðið, sagði hann, að svo væri ekki. Hann sagðist eitt sinn hafa athugað jrað úr kláfnum, hvaða leið væri líklegust til björgunar, ef til slíks kæmi, og þá liefði hann séð, að þetta var eina leið- in, a. m. k. þegar áin var eins mikil og í þetta skipti, en þá var sá vöxtur í henni, að xnenn hefðu hugsað sig tvisvar um, áður en þeir hefðu lagt hesta til sunds í hana. Breidd árinnar á þessum stað er 25—30 metrar, en Páll mun tæplega hafa verið kominn hálfa leið, þegar vírinn slitnaði. En á þeirri vegalengd, sem hann synti, hrakti liann um 80 metra, og má nokkuð marka straum- lnaðann af því. — Ekki mun það vera notalegt að falla úr sjö metra hæð ofan í ískalt og grá- svart, straumþungt jökulvatn án þess að láta sér bregða. „En það raskaði ekki ró minni,“ sagði Páll, þegar á þetta var minnzt við hann. Og það mun hafa átt sinn þátt í Jrví, að honum tókst að bera sigur úr býtum í fangbrögðunum við Jöklu. Stefdn Aðalsteinsson. ÞÝZKA í IV. BEKK. Nemandi nokkur var uppi í þýzku, og kom þá fyrir þessi setning: „Das Hemd und der Kragen sind weiss.“ Ekki stóð á þýðingunni, sem var á þessa leið: „Hempan undir kraganum er hvít.“ Heimspekisinnaður kennifaðir: „„Ars longa, vita brevis." Ætli Jrað sé nú satt?“ — Nokkur þögn. — Nemandinn: „Ég veit það ekki.“ Aulabárður: Fjólur Ég gekk út í garðinn, og glampandi sólin skein yfir bæinn. Golan var hlý, og fjólurnar kinkuðu kolli. Kannski vildu þær segja, góðan daginn. Ég gekk ut i garðinn, það var bldmöttluð haustnótt, og bliknuð lauf bærðust i blænum. Fjólurnar brostu til min, og bleikur mdninn blikaði i ládauðum sænum. Nú er sumarið farið, það er frost og snjór, og fjúkið eykst. Eg geng út i garðinn. Það marrar i fönninni, þar sem jjólurnar liggja i faðmi dauðans. Þær fölna og gleymast eins og brotnar vonir vonsvikins hjarta. Sæmundur Helgason: Tíminn líður Nú klukkan slær og kallar timann burt, hún kallar fram það nýtt, er koma skal. Hún kallar aftur út i gengna stund mitt ævintýr og Ijóðsins milda tal. Nú sé ég fyrst, live gengin tið var góð, hve gat ég margt, en ekkert vann og beið. Hver stund er dýr. Er dagur roðar ský, ég drýgi skrið og vinn upp stund, er 'leið. Nei, byrja strax, og bíð ei lengur hér, því brautin sama aldrei lengi hlær. Nú björgum veltu, brjóztu gœfuleið, ver byrjaður, er klukkan aftur slær.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.