Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 11

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 11
MUNINN 19 VILLA og RÓSA: Ferð sjöttabekkjar Loks rann sá langþráði dagur upp iyrir okkur 6. bekkingum, að lagt skyldi í hina nrargumræddu bekkjar- ferð. Lagt var af stað frá M. A. að morgni hins 7. okt., og voru tvær bif- reiðir frá Pósti og Síma. Fararstjórinn var dr. Sveinn, og var sérdeilis ágætur senr slíkur. í bifreiðirnar skipaðist þannig, að :stærðfræðideildarmenn, stærðfræðing- anna eina Björg og Doktorinn voru í annarri, en hvorki meira né minna en .stærðfræðistúdentar í hinni. Þessi skipting lrélzt þó ekki glögg alla leið- ina og var það einkum kvenfólkið, sem sótti í stærðfræðideildarbifreið- ina til tilbreytingar. Bifreiðarnar voru ekki fyrr runnar úr hlaði en raddbönd farþeganna tóku til starfa, og hélzt svo, þar til er vér renndum aftur í hlað að fjórum dögum liðnum. Hljóðfæri eitt var með í förinni, hinn bezti gripur, og var eign Vil- helmínu. Gripur þessi er alnrennt kallaður gítar, en Erlendur vildi ekki vera eins og fjöldinn og kallaði hann því, sakir sérvizku, sítar. Þórný og Elsa voru öllum leiknari við að lokka tóna úr hljóðfærinu, en söfnuðurinn söng með. Ákallaði hann æði oft einhvern Jón-ó-Jón, og leikur grunur á, að þar hafi verið átt við Jón Árna Jónsson, en liann var söngvur- unum hugleikinn frá fyrra ári. Sung- in var einnig lofgjörð til Dísu nokk- urrar í Dalakofanum, en Gunnar Schram söng með trega: „She is too fat for me-----hallelujah!"----- Fyrsti viðkomustaður var Varma- hlíð, en þar var aðeins höfð stutt við- dvöl og haldið síðan beint til Blöndu- óss og snætt þar. Er allir höfðu fengið nægju sína, annaðhvort á veitingahúsinu eða úr malpokunum, var lialdið til Skaga- strandar. Á meðan dvöldust tveir í kvennaskólanum á Blönduósi, og munu því Laugalandsmeyjar ekki þurfa neinu að kvíða, þar sem að minnsta kosti tveir sjöttubekkingar liafa æfingu í að umgangast kvenfólk. Á Skagaströnd skoðuðum við eitt- hvað, sem a. m. k. máladeildarmenn báru lítið skyn á. Er líklega ekki fjarri sanni, að það heiti túrbína eða túrban. Einnig leiddi Doktorinn okkur upp á höfða einn og sýndi okkur „öll ríki veraldar“. Eigi fór hann fram á, að við féllum fram og tilbæðum hann, enda ekki borið árangur. í bakaleið- inni tókum við mennina tvo hjá Kvennaskólanum, og létu þeir vel yfir dvöl sinni þar, meðal blómarósa og krása. Drukkið var á Blönduósi, en þaðan haldið til Vatnsdalshóla, þar sem síðasta aftaka á íslandi fór fram. Einn fullhugi hugðist láta endurtaka verknaðinn á sjálfum sér, en sá að sér í tíma. — Næsti áfangastaður var Forni- hvammur. Þar höfðu verið lögð drög fyrir mat. Hann var eigi tilbúinn, þegar við komurn, þar sem okkur bar skjótara yfir en fjarlægðarformúlan hafði sýnt fram á. Var þá tekið það ráð að bæta úr skekkju Jressari með því að senda okkur út í móa, og vörðum við tímanum til þess að eta frosin ber, en síðan fórum við aftur til Forna- hvamms-. En eins og karlmanna er siður, vildu þeir nú bíða kvöldfrétta, en kvenfólk- ið var áfjátt í að komast til Hvanneyr- ar, því að þær vildu gjarnan ná bú- fræðingunum á fótum. Sagt er, að sá vægi, sem vitið hefir meira, og það sannaðist hér, því að beðið var frétta. Er við ókunr heim að Hvanneyri, komum við á gatnamót. Var um tvo vegi að velja, annan breiðan og bein- an, hinn mjóan og hlykkjóttan. Og eins og oft vill verða í lífi mannanna, var breiði vegurinn valinn, en það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við lenturn í feikna foraði, sem var nærri búið að gleypa annan bílinn og lrinn dýrmæta farm hans með. En sem bet- ur fór, tókst okkar ágætu bílstjórum að afstýra slíku slysi, og seint og síðar meir komumst við inn á mjóa veginn, sem leiddi okkur til fyrirheitna lands- ins, Hvanneyrar. Dag Jrenna höfðu „basar" frætt okk- ur, fávísa máladeildarmenn, um Jrað, að tunglmyrkvi væri í nánd og yrði nú í nótt. Fýsti marga drengjanna að sjá hann, og Doktorinn varð að útskýra Jretta fyrir þeim áhugasömustu. Gengu piltar Jrví snemma til náða, en þeim hafði verið vísað til sængur í „íþrótta- höllinni“. Hugðust þeir vera yel út- sofnir, er þeir skyldu vakna og gefa gaum að þessu merkilega náttúrufyr- irbrigði. — Stúlkunum var vísað til sængur inni í íbúðarhúsinu. Eigi voru þær yfirleitt áfjáðar í að fara að.sofa, og fóru þær því í eldhúsið og fengu ýmislegt matarkyns. Eftir að hafa kýlt vömbina, sáum við, að búfræðingarnir voru enn á fótum, og var efnt til dansleikjar. Ná- ungi einn Jiandi dragspil af mikilli list, en öðru hverju voru tónar hans yfirgnæfðir af hrotum bekkjarbræðra okkar, sem sváfu svefni hinna réttlátu í næsta húsi. Að dansi loknum fóru sumar .stúlk- urnar að sofa, en aðrar voru seiddar af gítartónum og undurfögrunr söng úti í skóla. Gleymdu þær sér í gleðskap þess- um, en er þær skyldu halda í háttinn, var búið að læsa þær úti. Kom það sér þá vel, að ein var hag'vön á Jressum slóðurn, og stjórnaði hún förinni, er hópurinn læddist eins og þjófar gegn- um íbúð skólastjórans sjálfs, án þess að vera gripinn af öðru en ótta. — Næsta morgun spurðist það, að lýður sá, er leikfimihúsið gisti, lrafði sézt á nærbrókum einunr saman úti Jíá unr nóttina. Sagt var, að þeir lrefðu staðið þar eins og glópar og gónt á tung'lið. En Jrað er sögn fróðra manná, að tunglið liafi aldrei verið bjartara og karlinn í tunglinu aldrei eins lráðskur og glettnislegur á svip og einnritt Jrá nótt. Fregnin um nærbrókaförina var staðfest nreð Jrví, að enn var hrollur í sveinum, er lagt var af stað í bíti þá um morguninn. — I annað sinn í ferð þessari urðunr við Jress vör, að stærð- fræðilegir útreikningar geta brugðizt. — Er lagt var af stað, var enn eigi víg- ljóst og allt hélugrátt, en þann dag, sem aðra daga ferðarinnar, fengum við prýðilegt veður. Við höfðunr skanrnra viðdvöl lrjá útsýnisskífunni við Þing- völl og skoðuðum umlrverfið. Doktorinn sagði okkur lrelztu ör- nefni þar í grennd. — Ekið var unr Þingvöll til Selfoss, og eftir að lrafa

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.