Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 14

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 14
22 MUNINN KVÖLD Jónatan Jökuls gekk um gólí: í her- berginu sínu og var sýnilega í mjög æstu skapi. Dökkt hárið stóð út í allar áttir, og skyrtuhálsmálið var £rá- hneppt, en risastóran hnútinn á skræp- óttu bindinu bar við þriðju efstu skyrtutöluna. Orsökin að þunglyndi lians var skrifleg eðlisfræði, er fram átti að fara daginn eftir. Jónatan hafði aldrei verið sterkur í því góða lagi, og nú kunni liann nákvæmlega ekki neitt. Þetta hafði ekki verið tilkynnt fyrr en þennan sarna dag, og var því lítill tími til lestrar. A miðju skrilborði Jónatans lá eðlis- fræði-kennslubókin opin. Umhverfis liana voru stórir staflar af bókum, stílaheftum, blöðum og því um líku. Þetta dót þakti borðplötuna algjörlega, þannig að hvergi sá í gegn. Eftir þessu var herbergið allt, alls staðar rusl í stórum hlöðum, hvert sem litið var. Eftir að hafa ætt fram og aftur um gólfið góða stund, fékk Jónatan sér loks sæti í hægindastól. Þó kastaði hann fyrst fatahrúgu, sem í stólnum liafði legið, á gólfið. En hann sat þar ekki lengi. Hann hugsaði með sér, að hann yrði að reyna að lesa eitthvað svo- lítið, jafnvel þótt hann botnaði ekki fremur í þessu en kínversku eða ein- hverju slíku. Þetta próf hafði svo mik- ið að segja fyrir liann. Ef honurn tæk- ist það ekki vel, yrði vetrareinkunnin fyrir neðan allar hellur, en við því mátti liann alls ekki. Nei, liann var ur okkar til aðstoðar og drógum liana upp úr forarsíki því, er hún hafði fall- ið í. Ráðsmaðurinn, sem var nærgæt- inn maður, tautaði eitthvað í barm sér, að skrambans stéttin væri oft vara- söm, og studdi liana síðan út úr fjós- inu. Niðurlút og kroppin í herðum staul- aðist hún fram stéttina. Sem snöggvast kerrti hún lmakkann, er hún sá vinnu- konu sína veltast um í krampakennd- um hlátri uppi í einum básnum. Síðan læddist hún út, hægt og auðmjúklega. Um leið og hún steig út úr dyrunum, spann ofurlítill maur fyrsta þráðinn í litla vefinn sinn, því að nú var þeirra ríki að rísa upp. alveg ráðalaus. Hefði nú bara kennar- inn ákveðið að hafa það einum degi seinna. Þá hefði hann getað lesið bæði í kvöld og svo seinni hlutann á morg- un og annað kvöld. En þetta, hann gæti ekkert lært á einu kvöldi, það var allt of stuttur tími. Hann settist nú við skrifborðið og reyndi að einbeita sér við lesturinn. En það var þýðingarlaust. Hefði liann einungis meiri tíma, væri allt í lagi. En nú vissi hann ekki, hvað yrði bezt að lesa og þýðingarmest, þar eð hann kæmist ekki yfir allt. „Nei, þetta er sko ekki hægt,“ sagði hann upphátt við sjálfan sig og skellti bókinni aftur. Hann stóð á fætur og ætlaði að fá sér að reykja. Með það fyrir augum gekk liann að jakkanum sínum, sem lá samanvöðlaður á legu- bekknum, og tók að leita í vösunum. Þar fann hann margs konar drasl, en engan sígarettupakka. Það mátti svo sem vita það, ekkert til að reykja. Hann tautaði nokkur blótsyrði, valin af handahófi, og fannst sem lífið hefði snúið að sér óæðri end- anum þessa stundina. Ákvað hann því að leita sér andlegrar hressingar með hjálp útvarpsins,þessa tæknilega rneist- araverks mannanna, og kveikti í því skyni á tæki sínu. En það virtist heldur ekki vera í góðu skapi þessa stundina, ef dæma skyldi eftir þeim brestum og stanzlausu óhljóðum, sem það gaf frá sér. Var Jónatan þess vegna fljótur á sér að skrúfa fyrir það aftur, og settist nú enn einu sinni við borðið og reyndi að lesa. En það dugði lítið, hann gat ekki einbeitt sér að verkefninu. Hefði prófið nú ekki átt að vera fyrr en hinn daginn, væri allt í lagi. Þá gæti hann byrjað á byrjuninni í kvöld og haldið áfram á rnorgun. „Jónatan," heyrði hann móður sína kalla neðan af neðri hæðinni. „Það er sími til þín, góði.“ Síminn, hver í fjáranum gat það nú verið? Hann vildi helzt ekki tala við neinn, en stóð samt á fætur og gekk niður. Það reyndist vera umsjónar- maður bekkjarins að tilkynna honum, að einhverra hluta vegna yrði frí í skólanum að morgni, og sömuleiðis, að skriflega eðlisfræðin rnyndi þá fær- ast aftur um einn dag. „Frí! “ Jónatan lá við að hoppa af kæti. Hann leit á klukkuna. Jú, það væri ennþá rétt tími til að komast í bíó. — Hálfdan. GRÁNI Sólbjartan vormorgun tók ég eftir því, er ég kom á fætur, að hrossin heima voru komin í þéttan hóp frammi og uppi í brekkum, og ókyrrð rnikil var á meðal þeirra. Mér lék hugT ur á að vita, hvað væri á seyði, og og snaraðist þangað. Þegar ég kom nær, sá ég, að fætt var lítið, grátt fol- ald, og hrossin kepptust öll um að vera hjá því. Þetta folald var hestur, sem hlaut nafnið Gráni. Snemrna sáust merki þess, að Grána var létt um gang. Hreyfingar hans voru liprar og gangurinn fjaðurmagn- aður. Ég horfði oft á hann þreyta leik með öðrum ungviðum. Hið þykka, tvíklofna fax blakti á knálegum makka, og augun tindruðu af æsku- fjöri. Ég beið þess með eftirvæntingu, að Gráni kæmist á tamningaraldur, svo að hægt yrði að reyna gæði hans til hlítar. Hann varð engum til vonbrigða. Hann var harðviljugur og hrekk- laus, en Jrótti all-ærslagjarn fyrst í stað. — Mér er í ríku minni, er ég kom honum fyrst á bak. Ég fann, að hann vildi hlaupa, en hélt aftur af honum, Jrar til við komum á slétta völlu, þá latti ég hann ekki lengur. Gráni smá- jók skriðinn. Fótatakið var öruggt og hratt og limaburðirnir þýðir. Sælu- og gleðitilfinningar gagntóku mig. Að svífa áfram á hásumardegi við fossanið og fuglakvak, og það á slík- um hesti. Það var óviðjafnanlegt. — Eftir nokkra stund ætlaði ég að hægja ferðina, en þá var það Gráni, en ekki ég, sem réði. Hann flaug áfrarn. Svit- inn jókst, og nasavængirnir þöndust út. Svo leit út, að hið eina boðorð, sem hann þyrfti að fara eftir, væri að

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.