Muninn

Volume

Muninn - 01.01.1950, Page 1

Muninn - 01.01.1950, Page 1
Útgefandi: Málfundafélagið „HUGIN N“ M. A. MUNINN Ritstjórn: Aðalsteinn Sigurðsson, kennari, Gunnar Herniannsson, Sveinn Skorri. 22. árgangur. Akureyri, janúar 1950 3. tbl. Baldur Vilhelmsson: 95 Verði þinn •V 55 Vlljl. . . Presturinn liélt stutta ræðu. Við öðru var heldur ekki að búast. Sá látni hafði aldrei talizt til stórmenna né heldur, að lians væri getið að neinu sérstöku. Enginn vissi til, að hann hefði gert neinum illt; og raunar ekki gott heldur. Nokkur orð um slysið. Síðan minnti liann á hættur þær, er steðja að okkur mönnum, umkomu- lausum og hjálparvana, allt væri á valdi drottins, og enginn vissi, hvenær sú stund rynni upp, er drottni þókn- aðist að kalla oss héðan. Ekkjan sat innarlega-í kirkjunni, bein í baki og liorfði fram. Svipurinn bar vott um tómlæti. Augnaráðið lítið eitt fjarrænt. Yngsta barnið sat við hlið hennar og saug ákaft vísifingur hægri handar, hafðist þess utan ekkert að. Fyrir kom þó, að barnið leit upp á guðsmanninn og gætti furðu í svipnum. Erindreki drottins á þessari jörð lauk hlutverki sínu í kirkjugarðinum með stakri rósemi og þeirri háttvísi, er ber vott um langa og mikla æfingu. Líkfylgdin, sem var reyndar mjög fá- menn, stóð umhverfis og horfði á vél- rænar hreyfingar kennimannsins, er liann athafnaði sig á barmi grafarinn- ar. Flugurnar suðuðu lítið eitt í gras- inu. Einhvers staðar heyrðist barn gráta. Kliður af mannamáli barst neð- an frá höfninni. Annars allt hljótt. Sól hátt á lofti og heitt í veðri. Guðsmaðurinn gengur heim með ekkjunni. Hann ætlar að líta inn í kot- ið. Barnið verður eftir á túnskikan- um. Elzta dóttirin stendur við eldavél- ina og hitar kaffi. Það hefir verið lagt á borð. Móðirin tekur við starfanum og bætir á eldinn, býður prestinum Erlendur Jónsson: Smáljóö í húminu sat ég og hugsaði um dásemdir þær, sem heimurinn á, eins og dökkeygar meyjar og blóm. Þá komst þú í hug mér svo heillandi fögur, ó mær, og heimurinn varð eins og hvert annað glingur og hjóm. Og fótatak þitt er svo létt eins og leikandi blær. Þii ert hógláta konan, sem hefir í þúsund ár horft upp á neyðina’ og látið ei bugast enn. Þú ert fátæka konan sem gefur og græðir mín sár og grætur og elskar og dáleiðir hughrausta menn. Og fyrir allt þetta ég þakka þér, ástin mín, þó þetta ljóð sé í rauninni ort upp á grín. sæti á rúminu. Telpan hleypur út. Ekkjan afsakar húsakynnin og seinlæt- ið, talar þess utan fátt. Prestur lætur sér fátt um finnast tal ekkjunnar og eyðir því. Tvö börn, kornung, leika á gólfi, en hætta annað slagið og horfa feimin og lilédræg á guðsmanninn. Hann er lítið eitt órór, engu líkara en honum liggi eitthvað á. Dregur upp tóbaksdósir sínar úr silfri, tekur í nef- ið, ræskir sig síðan lítið eitt. Ekkjan fullvissar hann um, að kaffið sé að hitna. Prestur segir, að nægur sé tím- inn, lítur samt út um gluggann og yfir þorpið. Talar eins og við sjálfan sig um veðurblíðuna. Hávaði varð af leik barnanna. Móðir þeirra hastar á þau. Nú er kaffið orðið heitt, og hún hellir í bollann guðsmannsins. Sjálf drekkur hún sitt kaffi hjá vélinni. Hún hefir brugðið_ könnunni aftur yfir eldinn. Prestur drekkur hægt kaffið, dæsir lít- ið eitt, því að hann er maður í góðum holdurn, ræskir sig aftur og talar um dýrtíð og erfiða tíma, aftur eins og við sjálfan sig. Konan er þá ekki að blanda sér í þau mál. Hann lýkur úr bollan- um, snýtir sér, afþakkar kurteislega meira kaffi. Skyndilega er eins og hon- um dottið eitthvað í hug. Hann lýtur fram á borðið, fitlar með annarri ltendi við lok dósanna, hagræðir gler- augunum með hinni, og ekkjan nýtur þeirrar náðar að fá að heyra, hvað guðsmanninum liggur á hjarta: Hreppsnefnd þorpsins hafði komið sér saman um að senda tvö yngstu börnin úr plássinu á góð heimili í sveit. Sjálfur ætlaði hann að taka að sér elztu telpuna. Hún gæti ef til vill gert eitthvað til gagns og mannazt að auki. Hann hafði aðeins viljað vita lrennar skoðun. Hvort hún hefði nokk- uð á móti þessu? Þetta yrðu áreiðan- lega góð heimili, það skyldi hann sjá um. Og ekkjan, hvað hafði hún að segja, þar sem hún stóð, lotleg og lítil við gamla eldavélina? Nú var hún

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.