Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 2

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 2
26 MUNINN Það var sólheitur maídagur. Gunn- steinn litli Gunnarsson kom gangandi eftir Litlubyggð og var í slæmu skapi. Orsök skapillsku Iians var frænka hans sunnan af landi, sem var í heimsókn hjá foreldrum hans, og hafði hún nú næstum gert út af við Gunna með kjaftæði sínu. Gunni var tólf ára gamall, faðir hans var forstjóri fyrir verksmiðju, sem framleiddi lok á öskutunnur, og tald- ist því meðal broddborgaranna. Hann gekk niður götuna. Þegar liann kom að horninu við mjólkurbúðina, mætti hann Halla Björns. Halli var tveimur árum eldri en Gunni og óknyttapilt- ur, sem öllum „vel upp öldum“ drengjum, þar á rneðal Gunna, var bannað að umgangast. spurð ráða. Meira að segja af sjálfri hreppsnefndinni. Hún átti svo sem að vera með í ráð- um, þegar hennar eigin börnum var komið fyrir hjá vandalausum. Skoðun hennar? Hún lýtur lítið eitt lengra yf- ir vélina, og það ber skugga á andlitið. Börnin eru hætt að leika sér og horfa skilningsvana á guðsmanninn. Það verður einkennileg, þvingandi þögn. Það snarkar lágt í eldinum. Prestur- inn ber óþolinmóðlega á dósirnar. Ef til vill þarf hann að flýta sér heim; hann hefir fyrir fjölskyldu að sjá. Ekkjan virðist hugsa málið. Hún á að segja já, ekki satt? Hennar skoðun? Hafði hún nokkurn tíma haft skoðun? Kannski fyrir löngu síðan, þegar hún var ung. Hún mundi það ekki greini- lega. Þetta var allt svo óskýrt, svo und- arlegt. Hún myndi þó halda einu barn- inu eftir. Bezt að fara að ráðum hreppsnefndarinnar. Ekkjan lítur hægt upp og segir hljóðlega og dræmt, að hún sé þessu samþykk. Þetta verður víst svo að vera. Tímarnir slæmir og lítið um atvinnu. Presturinn þegir nokkur augnablik, rís upp, tekur hatt sinn og staf í vinstri hönd og gengur fram á gólfið, talar um miskunnsemi drottins í garð bág- staddra og umkomulítilla fátæklinga, réttir ekkjunni höndina og gengur út í sólskinið. En einmitt þetta bann gerði það að verkum, að flestir sóttust eftir að vera með Halla. Varð Gunni því ánægður, þegar hann sá hann og slóst þegar í för með honum. Eftir uppástungu Halla fóru þeir brátt inn í liús, sem verið var að byggja, en ekki var unnið við um þessar mundir, ti! þess að fá sér að reykja. Það hafði Gunni ákaf- lega sjaldan gert, enda var honum það bannað. En af því að hann var nú með Halla, gat hann ógjarnan komizt hjá því, svo framarlega sem hann vildi halda ,,áliti“ sínu óskertu. Þeir komu sér nú fyrir í litlu skoti, og Halli dró upp pípuna sína, æði fornfálegan grip. Yzti hlutinn af munstykkinu var brot- inn af, og um samskeytin, á pípunni miðri, var vafinn heftiplástur, svartur af skít. Því næst tók hann upp tóbaks- bréf og tók að troða í pípuna. „Það er „Dill’s Best“,“ sagði Halli hreykinn. „Ha, hvar sérðu hest?“ spurði Gunni forviða. „Hest?“ „Já, varstu ekki að segja, að þú sæir hest einhvers staðar?“ „Nei, ég sagði, að tóbakið væri „Dill’s Best“. Það er sko bezta sort, ég fékk það hérna niðri í kola- dallinum í gær.“ „Nú, mér heyrðist þú endilega segja, að þú sæir hest.“ „Já, þú ættir að fá lánaðan „drullu- sokk“ og soga út úr eyrunum á þér,“ ráðlagði Halli hlæjandi. Hann liafði lokið við að troða í pípuna og kveikti nú í með miklum tilburðum. Þegar hann hafði andað að sér reyknum dálitla stund, rétti hann Gunna pípuna og sagði: „Hérna, nú mátt þú.“ „Ha, ég? Ja, ég hefi nú eig- inlega ekki lyst á því núna,“ svaraði Gunni vandræðalega. „Ekki lyst! Auðvitað hefir þú lyst. Heldurðu kannski, að maður hafi ekki alltaf lyst á því að reykja?" Gunni þorði ekki að andmæla frekar og tók við pípunni skjálfandi hendi. „Ég get auðvitað tekið nokkra ,,smóka“,“ sagði hann eins borgin- mannlega og hann gat og stakk síðan upp í sig pípuendanum, dró að sér ofurlítinn reyk, en blés honum sam- stundis út úr sér aftur. „Djöfulsins skítabragð,“ hugsaði hann. „Hvers konar píkulæti eru í þér, drengur, geturðu ekki reykt eins og maður?“ spurði Halli. „Jú, jú, nú er þetta allt að koma,“ sagði Gunni og tók dálítið stærri reyk í mesta flýti. „Nei, þetta er alveg ómögulegt hjá þér, drengur," sagði Halli mæðulega. „Þú átt að sjúga fast að þér og taka liann svo oní þig, gleypa hann.“ Gunni gerði eins og Halli sagði honum, saug fast, andaði reyknum að sér, en þá fór allt í hund og kött. Hann fór að hósta ákaft, og tárin streymdu úr augum hans. En á meðan veltist Halli um af hlátri. Þeg- ar Gunna loks tókst að vinna bug á hóstanum, sagði hann stamandi: „Ha — ha — hann stóð í mér.“ „Ha, hvað segirðu, stóð hann í þér?“ spurði Halli hlæjandi. „Já.“ „Djöfuls- ins kvartviti geturðu verið. Heldurðu, að reykurinn geti staðið í þér?“ „Ne- nei, en einhvern veginn hefir hann nú samt....“ „Hefir hann nú ein- hvern veginn samt,“ át Halli upp eftir honum. „Nei, hann hefir ekki ein- hvern veginn samt. Þér bara svelgdist á honum, af því að þú þoldir hann ekki.“ „Já, kannski hefir það bara ver- ið svoleiðis,“ sagði Gunni aumingja- lega. „Já, ætli það ekki, það var líka eins gott fyrir þig að játa það,“ sagði Halli yfirlætislega. „Jæja, réttu mér pípuna, eitthvað verð ég að fá sjálfur." Gunni fékk hon- um pípuna, og Halli reykti þegjandi nokkra stund. Svo rétti hann Gunna pípuna aftur og sagði: „Hérna, það er líklega bezt, að þú æfir þig svolítið, fyrst að þú ert á annað borð byrjaður.“ „Æi nei, ég held, að ég vilji ekki meira. „Svona, ekkert kjaftæði, þú færð ekki að sleppa, fyrr en þú hefir klár- að úr pípunni. Farðu bara alveg að eins og áðan, og þá kemur þetta strax.“ Gunni sá sér ekkert undanfæri og tók því við pípunni og fór að reykja. í fyrstu fékk hann hósta, en þar sem Halli veltist um af hlátri, gætti hann sín betur og gekk nú slysalaust, þang- að til hann loks hafði lokið úr píp- unni. Þá tók Halli hlæjandi við henni aftur og sagði: „Já, gott hjá þér, þú kemur til með tímanum." Síðan saug hann pípuna til þess að athuga, hvort nokkuð væri eftir af tóbaki og sló síðan öskuna úr henni. Því næst reis hann á fætur, sneri sér að Gunna og sagði: „Jæja, við skul-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.