Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 3

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 3
MUNINN 27 um koma.“ „Nei, bíddu augnablik, það finnst svo mikil lykt út úr mér, ef ég skyldi mæta einhverjum, sem ég þekki,“ sagði Gunni og sat kyrr. Sann- leikurinn var, að hann gat ekki með góðu rnóti staðið á fætur. Hann var með svirna og einhverja ónota tilfinn- ingu í maganum, honum fannst hann vera dragmáttlaus. „Hvaða vitleysa, það finnst engin lykt. Hún hverfur áð minnsta kosti, þegar þú kemur út.“ Að svo rnæltu þreif liann í Gunna og reisti hann á íætur. Gunni reikaði í spori, þó að liann reyndi að láta sem minnst á því bera. Þeir komust brátt út á götuna og gengu niður eftir henni. Líðan Gunna fór heldur versnandi en hitt. Hann gekk álútur og þegjandi, en er hann af tilviljun leit upp sem snöggvast, sá hann sér til mikillar skelfingar, hvar Jón, kennarinn lians og formaður í stúkunni, kom gangandi á móti þeim. Hann myndi mæta þeim eftir augna- blik, svo myndi hann að öllum líkind- um fara að tala eitthvað við hann, finna af honurn tóbakslyktina og segja síðan föður hans allt saman. Nei, það mátti ekki verða. Hann varð að gera eitthvað til að afstýra þessu. Hann hnippti því í Halla og dró hann að búðarglugga þar rétt lijá. Til allrar ógæfu leit Gunni ekkert í gluggann, fyrr en þeir voru komnir alveg að lionum, en svo illa vildi til, að þar hafði verið raðað til sýnis kvennær- fÖtum af mörgum tegundum. „Hvað, livern fjandann viltu vera að glápa á þetta?“ spurði Halli. Síðan las hann af stóru spjaldi í glugganum: „Gangið aðeins í nærklæðum frá nærklæðaverk- smiðjunni „Hraun og aska h.f.“. Já, það ættir þú að gera, það myndi eiga vel við þig. Svona, komdu nú.“ „Nei, bíddti við. . . . sjáðu sko til. .. . “ byrj- aði Gunni, en Halli virtist ekki sjá neitt og þreif hann með sér, en svo hittist á, að kennarann bar þarna að einmitt í sömu svifum, og munaði minnstu, að Jaeir rækju sig á hann. „Nei, góðan daginn, Gunnsteinn minn,“ sagði kennarinn, um leið og hann gaut hornauga til Halla. „Góðan daginn,“ sagði Gunni dræmt og gætti sín að anda ekki framan í kennarann, Jiar sem liann liafði nefkvef og stíflað- ar nasir og gat því ekki dregið andann Jiá leiðina. Kennarinn lagði aðra höndina á öxl lians og sagði síðan: „Jæja, hvað segir Jiú nú þá. . . . nei, hvað er þetta, Jiað er reykingalykt af þér. Þú hefir þó ekki verið að reykja?“ „Ha, reykja? Nei, það er að segja, jú, nei. ... ég borðaði nefnilega reykt- an silung í dag.“ „Borðaðir Jiú reyktan silung í dag. Ja-há, svo að það kom þá tóbaksreyk- ingalykt af Jiér við Jiað?“ Gunni gat engu svarað. „Jæja, góði, það verður ekkert við þessu gert. En mundu bara að gera það ekki oftar og venja þig ekki á reykingar. Jæja, en ég þarf nú að flýta mér. Vertu blessaður.“ Gunni var feginn, að hann skyldi Jjurfa að flýta sér, Jiví að Jiá losnaði hann við að hlusta á langa prédikun um skaðleg áhrif tóbaks á líkama og Hefirðu lesið reyfara? Hefirðu nokkurn tíma sökkt þér niðrí glæparóman, horfið burt úr þess- um heimi, orðið áhorfandi eða jafnvel þátttakandi í myrkraverkum? Lesið þig úrvinda af þreytu og gleymt að slökkva ljósið, Jiegar þú datzt út af um miðja nótt með bókina í höndunum? Dreymt morðingja, sem læðist inn í Jiakherbergi, eða gamla piparjónku, sem þig langaði til að leysa upp í sýru, af því að hún átti milljónir? Nokkurn tíma fundizt Jiú vera eltur af glæpa- mönnum, sem ætluðu að myrða þig, eða lirokkið upp með andfælum, af því að þér heyrðist einhver læðast eftir ganginum? Ef svo er, skilurðu mæta vel Jiað, sem ég ætla að segja Jiér. I heilt ár liafði ég lifað og hrærzt í reyfurum. í heilt ár hafði ég ráfað um skuggahverfi Lundúnaborgar og und- irgöng Parísar. í lieilt ár hafði ég ver- ið glæpamaður í liuganum. Ef ég mætti manni á afskekktum stað, gat mér dottið í liug eitthvað svipað þessu: Hvernig ætli hann brygð- ist nú við, ef ég réðist á liann? Myndi hann æpa? Segjum, að ég hefði liníf og styngi hann í bakið? Kæmist ég undan? Eða: Skyldi þrjóturinn hafa í huga að ráðast á mig? Hefir hann skamm- byssu? Hefir hann hníf? sál. En hún myndi ábyggilega konia seinna. Gunni þóttist viss um Jiað, að kennarinn myndi blaðra Jiessu öllu í föður hans við fyrsta tækifæri. En allt í einu datt lionum snjallræði í hug. Ef hann færi og segði föður sínum frá þessu sjálfur, myndi hann að öllum líkindum sleppa við ákúrur að mestu leyti. Að minnsta kosti væri það betra en kennarinn yrði fyrstur með frétt- ina. Gunni kvaddi Halla í snatri og fór heim til þess að framkvæma áform sitt. Ekki þarf að taka Jiað frain, að Gunni slapp. Við skulum segja, að það hafi verið vegna hreinskilninnar. Busi. Að vísu hafði skynsemin ekki enn verið borin ofurliði. Kannski munaði Jiað minnstu. — Eg var nýbúinn að hagræða iriér í dívaninum: breiða sloppinn ofan á mig og hlaða undir hausinn á mér þeim tveim púðum, sem ég átti, auk peysunnar minnar Jiykku, sem óft kom mér í góðar þarfir, Jiegar kalt var. Þetta hafði verið erfiður dagur í skól- anum, og nú ætlaði ég að veita mér Jiann unað að sofa dálitla stund, hvílá mig í tvo til þrjá tíma. Enda var ég nú loksins búinn að koma mér svo vel fyrir í herberginu, sem ég hafði flutt í fyrir fjórum dögum, að Jiað var hægt að láta fara vel um sig. Það var á efstu hæð í gömlu timburhúsi í miðjum bænum. í húsinu Jiekkti ég engan og vissi ekki enn, hverjir bjuggu í næstu herbergjum. Þó hafði ég grun um, að Jiað væri yfirleitt einhleypt fólk. Hús- ráðandi var gömul kona, undarleg á svip. Hún horfði aldrei á mann, lreld- ur í gegnum mann. Ég hugði gott til glóðarinnar að vera svona hátt uppi. Kunningjar, sem oft áttu erindi um götuna, myndu þá ekki nenna áð ónáða mig. Umgangur var ekki mikill í húsinu. Enda kom það sér vel. Það brakaði í hverju tré Jiegar gengið var um. Stundum hafði ég að vísu vaknað um miðjar nætur, þegar fólk af næstu Erlenclur Jónsson: Morð á efstu hæð

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.