Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 4

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 4
28 MUNINN herbergjum var að koma lieim. En það læddist á tánum til að vekja engan og Jiafði ailtaf mjög hljótt um sig. Og nú var ég búinn að koma mér vel fyrir, sokkinn í mjúkan dívaninn. Ég virti fyrir mér herbergið. Það var Iireinlegt og vistlegt. Mátulega stórt fyrir tvo. Fjandi hafði ég verið liepp- inn að ná í það. Leigan var auðvitað nokkuð há. Kannski of há fyrir mig. Ég gat þá sparað mér annan munað. Ég mældi það með augunum. Bar það saman við herbergin, sem ég hafði áð- ur haft. Já, víst var það þægilegt. Loft- ið var ljósgult á lit, svo til nýmálað. Veggfóðrið var einnig nýlegt. Allt í einu kom ég auga á ofurlítinn dökkan blett yfir dyrunum. Ég fór að velta fyrir mér, hvernig á honum gæti stað- ið. Ég minntist þess ekki, að ég hefði tekið eftir honum áður. Hann var að- eins örfáa sentimetra fyrir ofan dyrn- ar og stakk einkennilega í stúf við þetta ljósa, hreina veggfóður. Áður en ég kæmist að nokkurri niðurstöðu með hann, heyrði ég, að gengið var upp stigann. Gat ég ekki betur heyrt, en það væri kerlingin. Þótt ég væri ekki búinn að vera lengi í húsinu, var ég farinn að þekkja fótatak hennar. Þetta hljóðlega, silalega fótatak. Ég heyrði, livernig hún leið eftir ganginum. Loks stanzaði hún við dyrnar hjá mér og barði hæversklega tvö högg. Bezt að láta hana halda, að ég hafi sofið, liugs- aði ég, og var dálítið seinn til að segja kom inn. Ég nuddaði á mér augun til að gera mig svefnlegan. Hún læddist inn fyrir, bauð góðan dag og bað mig að afsaka ónæðið. Hún hefði nú ekki ætlað sér að vekja mig. Hún lokaði hurðinni mjög varlega á eftir sér, en sleppti ekki húninum. — Jæja, sagði hún, hvernig kanntu nú við þig í þessari vistarveru? — O, aldeilis prýðilega, svaraði ég, stigarnir bara helzti margir. Og svo pressaði ég upp úr mér hlátur, til að hún móðgaðist ekki. Hún glotti hálf- gert og leit í kringum sig, eins og hún væri að athuga, hvort allt væri ekki í lagi. Ég sá, að hún var að búa sig undir að segja eitthvað, sennilega að hugsa, hvernig hún ætti að koma orðum að því. Annars virtist hún að engu flana. Hún var ein af því fólki, sem aldrei liggur á. — Það var nú ekki meiningin að vera neitt uppáþrengjandi, sagði hún með hægð, en svo er mál með vexti, að það er þarna piltur, sem þú munt sennilega kannast við. Hann er þarna í skólanum og stendur nú uppi alveg húsnæðislaus, auminginn. Ég ætla náttúrlega ekki að leggja neitt að þér, en þú sparaðir þér þó helminginn af húsaleigunni, ef þú tækir hann hingað til þín. Ég held þetta sé mesti prýðis- piltur. Hann sagðist kannast við þig og feginn vilja vera með þér, ef þú kærðir þig um hann. Svo leit hún í gegnum mig, fast og rannsakandi. — Hver er maðurinn? Leyfði ég mér að spyrja. — Hann heitir Árni Árnason, svar- aði konan. Ég kannaðist undir eins við hann. Hann var einum bekk fyrir neðan mig, talinn allra almennilegasti ná- ungi. Sjálfur hafði ég mjög sjaldan tal- að við hann. Þetta var þá erindi kerlingar. Ég Iiafði nú eiginlega ætlað mér að búa einn þennan vetur, en þegar ég heyrði hana nefna húsaleiguna, fóru að renna á mig tvær grímur. Og ef til þess kæmi, að ég færi að taka einhvern í herbergið til mín, þá var líklega ekki hægt að hugsa sér betri mann en Árna. Eftir nokkra yfirvegun komst ég að raun um, að ég gerði rétt að svara þessu ját- andi. Var svo ákveðið, að Árni flytti til mín strax daginn eftir. En það fór öðruvísi en ætlað var. Árni flutti aldrei til mín. Ég hitti hann daginn eftir og taldi þá víst, að hann ætlaði að koma. En þá sagðist hann vera búinn að fá annað húsnæði. Síð- an leit hann á mig hálfglottandi, en ]ió var, sem ég gæti lesið einhverja með- aumkun út úr svip hans. Hann sagði: — Og þú ætlar að vera þarna í vet- ur? Ég kvað já við. Meira töluðum við ekki. Ég var feginn í aðra röndina, það var í öllu falli bezt að vera einn, fyrst maður var á annað borð kominn í svona rólegt hús. Um kvöldið, þegar ég var kominn inn, gekk ég um gólf, eins og ég er vanur. Ég man ekki, hvað ég var að hugsa um. Ég man það eitt, að ég var í þungum þönkum, sennilega hefir það verið eitthvað viðvíkjandi nám- inu, þegar ég tók allt í einu eftir þess- um bölvuðum bletti þarna yfir dyr- unum. Það getur verið, að það hafi verið meira af forvitni en þrifnaði, þá var ég með allan hugann við efna- fræðina, að ég steig upp á stól með hnífinn minn í hendinni, einráðinn að rannsaka, að minnsta kosti, hvort bletturinn væri óafmáanlegur þarna af veggnum. Þegar ég var búinn að rýna í hann nokkra stund, komst ég að svo skemmtilegri niðurstöðu, að ég gat ekki varizt því að brosa. Ég gat ekki betur séð, en þetta væri blóð — storkið blóð. Einum brandaranum eftir annan skaut upp í kollinum á mér: Hér hefði náttúrlega verið fram- ið morð, á því léki enginn vafi. Þetta hlyti að vera mjög dularfullt hús, allt fullt af morðingjum og bófum. Maður yrði sjálfsagt að ganga með skamm- byssu á sér. Þarna hefði ég fengið prýðistækifæri til að gerast spæjari. Ég, sjálfmenntaður efnafræðingur eins og Sherlock Holmes. Auðvitað gengju þessir þrjótar ljósum logum um húsið. Sennilega stæði kerlingin á bak við allt saman. Jæja, ég náði mér í eitthvað gutl, ég man ekki, hvort það var blekeyðir eða hvað til að reyna að ná blettinum af, og skömmu síðar fór ég að sofa. Senni- lega hefði ég sofið jafnvært þessa nótt sem aðrar, ef ekki hefði verið gengið nokkru harkalegar eftir ganginum en venja var til í þessu húsi. Ég glaðvakn- aði og gat ekki sofnað aftur, eftir að allt var dottið í dúnalogn. Sá, sem varð til að vekja mig, var ekki að koma heim af næturrölti. Hann var að fara út og gekk nokkuð hvatlega. Sennilega einhvers konar næturvörður að verða of seinn á vaktina, liugsaði ég. En andvakan geymir margt í skauti sér. Ég veit ekki, hvort ég á að kalla það ótta eða hvað. En það settist ein- liver órói að mér. Einhver óhugnan- leiki og vanmáttarkennd gagnvart hinu dularfulla. Nú stóð þessi blettur fyrir hugskotssjónum mér eins og eitt- hvað tákn eða aðvörun, sem ég yrði að hlýða í tíma. Er ekki einkennilegt, hvernig nóttin getur umhverft hlutun- um? Svo mundi ég allt í einu eftir þessu, sem Árni hafði sagt við mig um daginn, eða öllu heldur, hvernig hann hafði sagt það. Gat ekki verið eitthvað óhreint við þetta allt saman? Gat ekki verið, að Árni hefði hætt við þetta af

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.