Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 8

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 8
32 MUNINX Brynjar Valdemarsson: Síðdegisganga í bænum Það er seint í apríl. Degi er tekið að halla, og sólin að ganga til vesturs. Jón Hans og ég göngum í hægðum okkár eftir götunni, sem liggur út úr bænum og njótum góða veðursins. Þetta er einn af fyrstu dögunum, sem gefa von um bjartari framtíð — fyrsti vorboðinn. Allt er á ferð og flugi. Krakkarnir Jojóta allt í kring og hafa nú kastað húfum og vettlingum og hlaupa fram og aftur, og eins og lömb- in á vorin ráða þau ekki við sig, en ærslast og ólmast, ráðast hvert á annað og hlaupa síðan skrækjandi burt — ein- lægur eltingarleikur. Við verðum að gæta okkar að detta ekki í hálkunni, því að snjórinn er bráðnaður ofan af ísnum bg gatan er einn svéllbunki. Þarna sjáum við hvar Manga garnla mállausa situr úti fyrir dyrum sínum og hefir tekið prjóna sína með sér. Hún er að sleikja sólskinið, blessuð kerlingin. Manga gamla er einn af elztu borgurum bæj- arins og hefir áunnið sér hylli margra fyrir 40 ára starf sem aðal fréttamaður þorpsins, því að hún heyrir allra kvenna bezt, þó hún geti ekki talað, og hún kann að nota eyrun. Það má segja, að hún kunni skil á öllu, sem gerzt hefir hér á staðnum, frá Jrví að hún var barn og jafnvel lengra frammí. Þarna situr hún nú blessuð konan Ég fylltist undrun og skelfingu. Þetta var óskiljanlegt. Mér fannst ég samt skynja nálægð h-ans, mér fannst ég heyra einhvern stynja þungan rétt hjá mér. En hann var horfinn, hérna á sléttri flötinni fyrir utan hliðið. — Nú fór að hvessa fyrir alvöru. Ég hraðaði mér heim að bænum. Ég minntist ekki á samferðamann minn við nokkurn af heimamönn- um. — Skömmu síðar heyrði ég af tilviljun talað um atburð, sem skeði fyrir fáum árum: Ungur maður varð úti uppi á hálsinum, örstuttan spöl fyrir ofan Gljúfurá. Hann hafði átt unnustu þar, sem lézt voveiflega. Hann hafði ætlað að vera viðstaddur jarðarför hennar og hafði haft meðferðis krans á leiðið. Gunnar. og er eitt táknið enn um hið komandi vor. Hún brosir til okkar sínu skakka brosi, lítur yfir gleraugun sín. Hú-n er orðin mórauð í andliti og hrukkótt, og kræklóttar hendurnar krækjast eins og hríslur um prjónana. Við bros- um á móti og bjóðum henni góðan daginn og höldum svo áfram. Ég heyri að það er hætt að tifa í prjónun- um hennar og ég lít við til að vita, hvort hún sé að fara. En Manga gamla situr kyrr. Hún hefir lagt prjónana sína í kjöltu sér og horfir út í bláinn. Allt í einu segir Jón Hans upp úr þurru: „Það var meiri liörmungin Jretta með brunann í Gufufirði." Ég livái við. „Hefir brunnið þar nýlega. Ég hefi ekki heyrt það.“ „Já,“ svarar Jón Hans, og mér finnst rödd hans eitthvað svo óeðlilega há. „Ég frétti það í gegnum símann í morgun." Ég læt í ljós Iiryggð mína, en Jón Hans segir glottandi: „Ég var nú bara að plata hana Möngu gömlu.“ Ég fer að hlæja, og svo gleymum við þessu og höldum áfram að rabba um daginn og veginn. Skömmu síðar snúum við heim. Það er að kólna. Manga gamla er horfin inn, og við förum einnig hvor heim til sín — til að lesa. Ég þykist hafa gert vel, Jregar ég liefi kúrt yfir bókunum tvo tíma og fer út. Ég mæti Jóni Hansi. Hann hafði einnig gefizt upp. Við röltum út í mið- bæinn til hressa okkur upp og hitta rnenn að máli. Það virðist hafa gerzt eitthvað merkilegt. Allir voru að tala saman og það í hálfum hljóðum, eins og þeir hefðu að leyna einhverju. Við göng- um til tveggja manna, sem standa á þorninu við kaupfélagið og spyrjum þá, hvort eitthvað hafi komið fyrir. Þeir líta alvarlega á okkur, síðan segir annar þeirra hægt: „Svo að þið hafið J)á ekki heyrt Jrað. Það ku hafa orðið hræðilegur eldsvoði vestur á Gufufirði í nótt. Þrjú hús brunnu og fjörutíu manns fórust." Þeir hrista höfuðið al- varlega: „Það mun hafa verið þetta bannsett rafmagn einu sinni enn.“ Ég lít á Jón Hans og Jón Hans lítur á mig. Það er kímni í svip hans, sem Jdó er blandin hálfgerðum beyg. „Aum- ingja fólkið,“ segjum við og göngum síðan burt. Þegar við erum komnir hæfilega langt í burtu, rek ég upp^ skellihlátur og Jón Hans tekur undir,. og hlátur okkar bergmálar milli hús- anna og það stingur í stúf við þann al- vörublæ, sem er hér ríkjandi. Húmið er farið að leggjast yfir og við förum heim að hátta. Næsta dag virðast allir hafa gleymt brunanum mikla og við líka. Þannig fer um alla harmleiki, sem ekki snerta okkur sjálf. Sérhver hefir fengið ann- að að hugsa, sem er honum nær og skiptir meira máli. Þannig er það með okkur Jón Hans. Það er skrifleg latína í dag, og hún heimtar hug okkar allan. Það er fyrst, þegar við erum á leið úr skólanum, að við minnumst slyssins. Það var kallað á okkur. Við lítum við og sjáum þar sömu mennina og höfðu frætt okkur um ógæfuna miklu daginn áður. „Heyrið þið,“ hrópaði annar þeirra. „Það var annars meiri lygin, sem breidd var út hér í gær. Þetta með brunann. þið munið, það var víst allt saman helvítis uppspuni úr Möngu gömlu mállausu." „Bránn þá aldrei neitt?“ spurði ég ofur sakleysislega. „Nei, nei.“ sagði liann og hló gremjulega. „Sér er nú liver bölvaður þvættingurinn úr kerl- ingarskömminni. Eg held hún sé orð- in elliær.“ „Kannske," sagði Jón Hans, og svo kvöddum við og fengum okkur göngu úti í góða veðrinu. Það var auðséð, að Manga gamla mállausa hafði beðið linekki mikinn í starfi sínu. Við fund- um til hálfgerðs samvizkubits, því að eflaust mundi Möngu falla þetta illa. Við göngum í hægðum okkar og reynurn að leyna meðaumkun okkar með Möngu hvor fyrir öðrum. ísinn liefir minnkað síðan í gær og auðu blettirnir stækkað. Áður en við vitum af, erum við fyrir framan húsið henn- ar Möngu gömlu. Þarna situr hún, gamla konan með prjóna sína í hönd- um og brosir til okkar yfir gleraugun. Við brosum á móti og höldum áfram. Eg lieyri, að glamrið í prjónunum hættir, og ég lít við til að vita, hvort kerlingargreyið sé farin inn, en hún situr þarna kyrr með hendurnar í kjöltu sér og starir út í bláinn. Svo höldum við áfram.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.