Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1950, Blaðsíða 6

Muninn - 01.02.1950, Blaðsíða 6
38 M U N I N N 3. III. bekkur (a-lið) 6 stig. Lið þetta er samansett af duglegum, viljasterkum náungum, er allir reyndu að gera sitt bezta og stóðu sig sæmilega, þótt þeir ynnu hvorki IV. né V. bekk. Samleikur var yfirleitt lítill í liðinu, enda þurfti hans ekki eins með, þar eð skyttan, Jón Antoníusson, var með lið- inu. Meðal þeirra eru annars menn, senr spá góðu um árangur í. M. A. í liandknattleik í framtíðinni. Skal Jrar helzt telja markmanninn, Þór Ingólfs- son, sem er hiklaust bezti maður liðs- ins. 4. II. bekkur. 4 stig. Annarsbekkingar stóðu sig allvel í mótinu. Sigruðu m. a. III. bekk, b-lið. Sýndu þeir oft góðan leik. Vörnin var sæmilega vel skipulögð, en þeir ættu að venja sig á að sleppa ekki knettin- um, fyrr en þeir fá færi á márki, í stað þess að skjóta á lokaða vörn. At- hugi Jreir Jretta, og ef liðið fær að lialda sarnan, spái eg góðu um árang- ur Jress næsta vetur. Voru leikmenn mjög jafnir að getu. Þó fannst mér Sveinn Jónsson sýna beztan leik. 5. III. bekkur (b-lið) 2 stig. Það var vel gert af Ill.-bekkingum að senda tvö lið í keppnina, en fyrst þeir gerðu það, áttu þeir að sjá um að bæði liðin mættu alltaf til leiks, en „gæfu“ ekki suma leikina. Þótt Jretta lið hafi aðeins fengið tvö stig, er varla hægt að segja, að það hafi staðið sig illa, Jrví að auðséð var, að fæstir þeirra höfðu leikið handknattleik áður. Gekk því á ýmsu fyrstu leikina, og fengu þeir á sig hvert ,,fríkastið“ á eftir öðru. En þeir létu það ekki á sig fá, og þetta lagaðist fljótt. Tel ég þá Kjartan og Rain liafa verið virkustu menn liðsins. 6. I. bekkur. 0 stig. Um lið þetta er gott eitt að segja. Stefán Hermannsson byggði upp liðið. Annars er erfitt að gera upp á milli þeirra I.-bekkinga. Er annar mark- maðurinn þeirra, Sigurður, ákaflega snciggur og öruggur, og á áreiðanlega eftir að verða góður leikmaður, ef hon- um tekst að hækka í lofti, Jrví að enn er auðvelt að skora hjá honunr, ef skotið er háutn skotum. Voru ýmsir orðnir hræddir um líf hans í leiknum við III. bekk. I. -bekkingar, haldið áfram að æfa saman, og við spáum ykkur góðri framtíð. í kvennamótinu hafa VI. bekkjar meyjar ekki gefið tilefni til, að mikið sé hægt um þær að segja. Þær mættu einu sinni til leiks fjórar og töpuðu fyrir III. bekk. Er leiðinlegt til þess að hugsa, að kvennafæð bekkjarins skuli standa í vegi fyrir því, að þær geti tekið Jrátt í keppni, þar sem Jrær eiga jafngóða liandknattleikskonu og Guð- rúnu Friðgeirsdóttur. Ef hún hefði með sér lið, gætt vilja, gæti það eflaust áorkað töluverðu. En það er ekki grunlaust um, að vilji VI. bekkinga til sóknar í íþróttamálum sé daufur. Um einstiik lið er Jretta lielzt að segja: V. bekkur: Liðið er kraftmikið og samstillt, sýnir sennilega hraðastan samleik, en virðist ekki hafa nægilegt vald yfir honum. Það er jafnt IV. bekk að stigum, og niá búast við hörð- um og tvísýnum leik um bikarinn. Sofl'ía og Fríða eru aðalskytturnar. Soffía er með föst og ákveðin skot, sent enda oftast innan við markstengurnar. Fríða er mjög hröð, en virðist ekki haf'a gott vald yfir knettinum, og fara Jrví fleiri skot til ónýtis en skyldi. IV. bekkur: Liðið er heilsteypt og sterkt. Það hefir þegar fengið 8 stig en á eftir úrslitaleik við V. bekk. Sam- leikurinn er öruggur og hraður, en einstakir liðsmenn misjafnir. Hanna er stoð og stytta liðsins, bæði í sókn og vörn. Hrefna befir tekið mjög miklum framlörum, sýnir mjög lipran leik og má teljast hættuleg skytta. Kristín stendur sig vel í markinu og er sennilega öruggasti kvenmarkmað- ur sk<)lans. III. bekkur: Meyjarnar eru jafnar, en engin áberandi. Samleik bregður oft fyrir, en þegar nálgast markið skortir skyttur. Liðið fékk 6 stig, og er vel að Jreim komið. Sýndi það t. d. í leiknum við VI. bekk, sem jrað vann. II. bekkur: Um liðið er ekki margt að segja. Það tapaði öllum leikjum, sem það háði, en fékk 2 stig (gegn VI. bekk). Einkenni liðsins eru deyfð og ósamstilling. Anna Lilja er sú eina, sem sýnir tilþrif í leik, og gerði hún margar virðingarverðar tilraunir til varnar heiðri bekkjarins með föstum skotum og sanrleik. I. bekkur: Lið bekkjarins margsýndí Jrað í mótinu, að mikils má af því vænta með aukinni æfingu og líkam- legum styrkleika. Leikur liðsins er ó- trúlega miklum samleik og lrraða, án þess þó að vera fumkenndur. Megin- stoðir liðsins eru: Steinka, sem sýndi bezta frammistöðu í liðinu, bæði með góðum skotum og samleik. Anna Helgadóttir, sem hefir ágætt vald á knettinum og sýndi ol’t góðan leik, og Olga, er stóð sig vel og varði lurðan- lega, t. d. i leikjunum við efri bekkina, sem sendu oft föst skot. Liðið fékk 4 stig, sigraði II. bekk, en VI. bekkur mætti ekki til leiks við Jrær. Eftir frammistöðu í mótinu að dæma, geta I.-bekkingar gert sér miklar vonir á komandi árum. Axel og Addi. (Nánar mun síðar skýrt frá úrslita- leikum Jressarar kep])ni liér í blaðinu.) ERLENDUR JÓNSSON: GAMALL MAÐUR Eitt vor, eitt vor þú lagðir upp í leit, frá litliun bæ. Og þaðan lágu spor þín sveit úr sveit. Þú sórst að efna gömul bemskuheit. Þú komst til baka’ um löngu liðin ár, að litlum bæ. Nú varst þú orðinn aldraðiu: og sár. Og yfir bemskuspor þín féllu tár. Þú hafðir aldrei, aldrei fundið það, sem árin mörgu leitaðir þú að. Nemandi í IV. bekk máladeildar var uppi í stærðfræði og átti að gera b'nurit yfir þyngd barna eftir aldri. Hann virtist vera í miklum vafa með byrjunina, svo að kennarinn spurði: „Hvað eru börnin gömul, þegar ])au fæðast?“ Nemandinn: „Níu mánaða." —o— Nenrandi nokkur í þriðja bekk kom upp í fyrsta kafla rúmfræðinnar. — Spurði kennarinn hann, hver væru frumhugtök þeirrar ágætu námsgrein- ar. „Punktur, bein lína og strik,“ svaiv aði hinn vel lesni nemandi án þess að liika.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.