Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1950, Blaðsíða 8

Muninn - 01.02.1950, Blaðsíða 8
40 M U N I N iV Úr skólanum Stríð í rúminu. Þá er febrúarmánuður að hverfa til feðra sinna, og í tilefni af því hefir sólin laumazt ofurlítið hærra upp á himininn, en þó er hún tæplega kom- in upp yfir fjöllin ennþá. Dagarnir lengjast smám saman, og ef til vill hefir það meiri áhrif á okkur en við gerum okkur grein fyrir. Það er ævin- lega erfitt að vakna á morgnana, eink- um þó í skammdeginu. Þá grúfir svartamyrkur yfir öllu, svo að menn sjá naumast til að vakna. Þetta er svo algengt fyrirbrigði, að það ætti að vera óþarfi að útskýra það nánar. Flestir þekkja þetta af eigin raun, og eflaust Iiafa margir orðið að heyja harða bar- áttu í rúminu á morgnana, tvísýna baráttu, sem annað hvort liefir endað með glæsilegum sigri eða lirapallegum ósigri. En er daginn tekur að lengja, er sem allt jjetta veitist léttara. Vekjaraklukkur. Vekjaraklukkan er mikilvægt tæki í þessari baráttu okkar. Það er vafasamt Iivort nokkur hlutur vinnur eins van- Jrakklátt verk og einmitt hún. En jrað má venjast henni eins og hverju öðru og jafnvel svo, að menn hætta að taka tillit til hennar. Er þá ekki að spyrja að afleiðingunum. Þegar svo er komið, að klukkan ein megnar ekki að hrífa menn burt úr draumalandinu, verður að grípa til ýmissa ráða. Hafa ýmsir verið furðu snjallir á Jrví sviði. Hel/.ta ráðið hefir verið að láta klukkuna standa á einhverjum hlut, sem gellur hátt við, þegar hún hringir, svo sem Jrvottaskál eða öðru álíka. Þetta ráð getur ætíð brugðizt. Allra mestu hug- vitsmennirnir hafa fengið sér stóra og öfluga rafmagnsbjöllu með heilmikl- um útbúnaði og tengt síðan allt við klukkugarminn. Þetta kvað hafa gelizt öllu betur, en ekki líður á löngu unz menn verða algjörlega ónæmir fyrir öllurn hávaða og myndu ekki vakna, þótt hleypt væri af hundrað fallbyss- um. Sumir eru líka með þeim ósköp- um gerðir, að þeir stöðva hina fögru tónlist vekjaraklukkunnar allt of snemma, þannig að þeir hverfa burt úr draumalandinu aðeins um stund- arsakir. Helzta ráðið fyrir þá er, að korna klukkunni fyrir sem allra lengst frá rúminu, svo að þeir vakni fullkom- lega, þegar þeir rjúka fram úr til að stöðva ófögnuðinn. Þetta ráð hefir gefið góða raun að sögn Jreirra, sem reynt liafa. Gott ráð fyrir þá, sem gengur illa að vakna á morgnana. Þá er enn eitt nýtt ráð, sem nem- andi einn hér úr skólanum notaði ný- lega með prýðilegum árangri. Þess skal þó getið, að það var eingöngu fundið upp með „happa og glappa“- aðferðinni svokölluðu. Segist honum þannig frá: ,,Ég fór að hátta seint á sunnudagskvöldi, dró upp vekjaraklukkuna mína, mesta kjörgrip, og stillti hana á hálfátta. Rétt þegar ég var í Jrann veginn að sofna, hrökk ég upp. Ég rnundi allt í einu eftir Jrví, að ég átti eftir að hrein- rita stíl fyrir morgundaginn. Ég náði í stílabókina og byrjaði að færa inn stíl- inn nteð mesta ákafa. En Jjá varð penn- inn þurr, eins og ævinlega, þegar mað- ur er að flýta sér. Ég þurfti því að ná í stóru blekbyttuna, sem ég keypti í „Eddu“ um daginn, til þess að fylla hann. Ég nennti svo ekki að ganga frá þessu aftur og skildi Joví allt draslið eftir á borðinu. Jæja, svo sofnaði ég, en mér fannst ekki líða nema örstutt stund, Jaangað til fjandans klukkan hringdi. Ég J^reii hana og hristi dug- lega í bræði minni. — Og sjá, hendur mínar og andlit, rúmfötin og allt, allt varð kolsvart, og einhver kaldur vökvi rann niður bringuna á mér. Við þetta glaðvaknaði ég auðvitað. Þetta hafði J}á ekki verið klukkan, sem ég hafði verið að lnista, heldur stóra blek'bytt- an, sem ég hafði skilið eftir á borðinu um nóttina. Ég var næstum |r\ í orðinn of seinn í skólann, því að ég var heil- lengi að ná því mesta framan úr mér, og ég gat varla tali/.t til hvítra manna Jrá um morguninn.“ Þetta er nokkuð kostnaðarsöm og fyrirhafnarmikil aðlerð. Að minnsta kosti er vissara að stilla klukkuna á sjö til j)ess að gefa sér nægan tíma til að Jdvo sér.---- Snjórinn og listagildi hans. Þá er snjórinn kominn, og hafa. margir því notað tækifærið og skropp- ið á skíði þessa dagana. Einstaka bekk- ir hafa farið upp í Útgarð, en ekki hef- ir það þó verið skipulagt ennþá, Jrann- ið að bekkirnir hafi farið upp eftir hver á eftir öðrum til dvalar um á- kveðinn tíma. Ef til vill verður það seinna. — Það er annars athugunar- vert, hve snjórinn vekur ólíkar til- hneigingar hjá mönnum. Suntir verða gripnir íþróttaæði, „sportidiótisma",. og hlaupa upp um fjöll og firnindL með skíði neðan í löppunum. Hjá öðrum vekur snjórinn hina. skapandi listamannshæfileika, og hvar- vetna rísa upp snjókerlingar til vitnis um þetta. Núna Jæssa dagana getur að líta undurfagrar líkneskjur, sem prýða umhverfi skólans til nrikilla muna. Önnur stendur fyrir framan heima- vistarhúsið nýja, þar sem „Páll passar hundrað á hörðu“. Hin gætir inn- gangsins á „beitarhúsin", öllum veg- faröndum til hrellingar, einkum er kvölda tekur. Án efa hafa listamenn þeir, sem hér lögðu hönd á plóginn, skapað þær í eigin mynd. En eins og allir listelskir og listfróðir menn geta séð, eru Jretta hin mestu listaverk og minna einna helzt á „Venus frá Will- endorf" í fljótu bragði séð. Enn er einn flokkur ótalinn, en það eru þeir, sem hagnýta sér snjóinn á hernaðarlega vísu. Um leið og þessir menn sjá snjó, fara jreir að hnoða úr honum kúlur og henda í náungann. Auðvitað erti Jreir öllum til ama og leiðinda nema sjálfum sér. Bolludagurinn. Boliudagurinn er mesti sældardag- ur, einkum fyrir kennarana. Sumir bekkirnir keyptu bollur í tugatali og reistu stærðar pýramída úr öllu sam- an uppi á kennaraborðinu. Voru því- næst haldnar heljarmiklar átvei/lur, og líklega hefir lystin hjá lærifeðrun- um verið tekin að réna, er líða tók að hádegi, a. m. k. hjá þeim, sem voru svo heppnir að lenda í slíkum veizl- um. — Svo virtist, sem bollurnar ykju ])or og Jrrótt nemendanna, því að Jtað var allróstusamt á göngunum. Menn úr öllurn þyngdarflokkum flugu í loft upp, og þótt skcimm sé frá að segja, mátti einnig sjá kvenfólk fljúga ])ar með. Fréttamaður.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.