Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1950, Page 1

Muninn - 01.03.1950, Page 1
Út"efandi: Málfundafílajifl „H U G I N N“ M. A. MUNINN Ritstjórn: Aðalsteinn Sigurðsson, kennari, Gunnar Hermannsson, Sveinn Skorri. 22. árgangur. Akureyri, marz 1950 5. tbl. BALDUR INGÓLFSSON: Sumarfrí í Genf Það, sem fyrst dró að sér athygli mína, þegar ég kom út af Cornavin- járnbrautarstöðinni í Genf í fyrsta sinn í júlímánuði 1947, var langdreg- ið hróp, sem barst úr nokkurri fjar- lægð: ú-ú-ú, ii-ú-ú-ú. Ég varð strax for- vitinn að vita, hvað þetta væri og gekk á hljóðið, en það reyndist þá vera hróp blaðsölukonu, sem var að bjóða til sölu blaðið La Tribune de Genéve. Ég keypti mér eitt eintak og fór að reyna að stauta mig fram úr því. Brátt lann ég inni í blaðinu hálffulla síðu af auglýsingum um herbergi, sem menn ýmist vildu leigja eða fá leigð. Þar eð ég ætlaði mér að dveljast í Genf um sumarið, tók ég strax að leita mér að herbergi og fór víða um borgina, áður en ég fyndi það sem mér hentaði. Mér leizt þegar í stað sérlega vel á bæinn og varð sízt fyrir vonbrigðum, þegar ég kynntist honum betur. Genf liggur, eins og kunnugt er, við vesturenda Genfarvatns, ogskiptirRón henni í tvo hluta, hægri og vinstri bakka, eins og þar er sagt. Fyrir norð- an- og vestanvindum skýla Júrafjöll, en í suðri gnæfir Mont Saléve. Langt í austur breiðir fagurblátt vatnið úr sér, unz það hverfur bak við fjöll. Loftslag er því mjög milt, þó að stundum blási allkaldir vindar á liaustin upp Rón- dalinn. Fylki það, sem kennt er við Genf, er eitt hið minnsta af hinum 22 fylkjum Svisslands, eða aðeins 282 ferkílómetr- ar. Það er umkringt af frönsku landi á nær alla vegu, aðeins er það tengt við næsta fylki með mjórri landræmu á hægri bakka Genfarvatns. Fjöllin, sem ég nefndi, eru því ekki í Sviss heldur Frakklandi, svo að Genfarbúar verða að fara úr landi til þess að ganga á þau fjöll, er þeir hafa daglega fyrir augum. íbúar Genf eru frönskumælandi og um margt líkir Frökkum, en enginn ERLENDUR JONSSON: 1111111111 llllllli 11111111 II / stóðinu horfði margur foli á merina frá Fossi, og merin var anzi lipurleg og gaf þeim undir fótinn. Og varla brást það nokkurn tíma, að hún kveddi þá með kossi og kom alltaf á réttum tima á hestastefnumótin. Og foli nokkur að vestan, sem var villtur mjög og þrettinn og vildi gjarnan kynnast hinni Ijóngáfuðu hryssu, hann varaði sig ekki á þvi, hvað merin gat verið glettin, og gerði þar með meira en litið hœttulega skyssu. skyldi samt leyfa sér að kalla Svisslend- ing Frakka, þó að hann tali sama mál. Atvinnuvegir Genfarbúa eru iðn- aður og verzlun, en auk þess hafa mjög margir störf við hinar mörgu alþjóð- legu stofnanir, sem þar eru. Af iðnað- inum er úrsmíðin eitt það mikilvæg- asta, enda mjög gömid iðn þar í borg. Á kvöldin má sjá marglitar ljósaaug- lýsingar stafa nöfn heimsfrægra úra- tegunda við dimman himininn. Auk þessa er Genf allmikilvæg sam- göngumiðstöð, því að hún er hliðið á milli Sviss og Vestur-Evrópu. Það, sem einkum einkennir Genf, eru hinir mörgu og stóru skemmti- garðar, enda er hún oft kölluð Litla París. Elzti hluti borgarinnar stendur uppi á dálítilli hæð, og gnæfir þar hæst dómkirkja hins heilaga Péturs, kirkjan, þar sem Calvin prédikaði á sextándu öld. Er liún mjög gömul og hefir verið endurreist oftar en einu sinni eftir bruna og fleiri áföll, sem hún hefir orðið fyrir, svo að hún er nú alleinkennileg útlits. Mestur hluti hennar er byggður í rómönskum stíl, turnarnir að miklu leyti gotneskir, en vesturgaflinn með grískum stíl, prýdd- ur voldugum súlum. Úr turnum kirkj- unnar er dýrlegt útsýni yfir borgina og umhverfið. í norðurátt blasir við Þjóðabandalagshöllin gamla rétt utan við borgina, feykilega mikil bygging úr gulhvítum steini og umhverfis hana víðáttumikill trjágarður, Jaar sem vaxa tré og jurtir frá ýmsum hlutum lieirns. í sömu átt sjáum við Rousseau- eyna í miðri Rón, dálitla skógivaxna eyju, Jrar sem stendur stytta Rousse- aus. Lengra til hægri getur að líta gos- brunn einn mikinn. Var mér sagt að hann kastaði vatninu um 90 metra í loft upp, enda eru Genfarbúar mjög stoltir af honum. Á kvöldin er hann upplýstur með kastljósum og mjög til- komumikill. Dálítið nær sést Enski garðurinn svonefndi, en í honum miðjum gnæfir stór standmynd af tveim konum, sem haldast í hendur. Var minnismerki þetta reist til minn- ingar urn sameiningu Genfar við sviss- neska ríkjasambandið, og er önnur konan tákn borgarinnar, en hin tákn Helvetiu, Jd. e. Sviss. í vesturátt sjáum við hóp stórhýsa ekki mjög langt frá, og eru þau nær falin í skógi. Þetta eru háskólabygg-

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.