Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1950, Blaðsíða 3

Muninn - 01.03.1950, Blaðsíða 3
MUNINN 43 A götuhorni Hér er dásamlegt. Ég styð mig við vegprestinn og lít með áhuga yfir fólksmergðina, sem fram hjá fer. Ég hefi þegar gáð að leiðarvísinum á vegprestinum. Hann er þrískiptur. Á tveim gagnvísandi álmum hans stend- ur: Guðsvegur og Heljarbraut og vísar sú síðari örlítið niður á við til samræmis við veginn. Þriðja álman vís- ar þvert frá hinum og ber áletrunina: Jarðgata. Er sú breiðust þessara hrafnaþing eru haldin þar efra, eink- um ef rætt er um landsins gagn og nuaðsynjar. Sagt er, að oft gefi hinir lifandi kaffipokar þar lítið eftir. Þó munu á stundum hafa hrotið annarleg orð af vörum hlustenda undir slíkum lestrum, svo sem: molakaffimúmíur, kaffihúsmenntun, o. s. frv., en slíkar þyrnitungur finnast nú alls staðar." Vinur minn sagði margt fleira um kaffihúsið og gesti þess, en hér er hvorki staður né stund til að rifja það allt upp. Löngu eftir að hann var farinn, hljómuðu orð hans í eyrum mér, og þegar ég var sofnaður um nóttina næst á eftir, dreymdi mig uppljómað kaffi- hús og borðaraðir, þétt umsetnar af ungu og fallegu fólki. Skyndilega yfirgnæfði glymur kirkju- klukknanna skvaldrið og bollaglamr- ið. Hún sló tólf högg, miðnætti. Þá þótti mér sem allir risu upp og færu að tínast út. Virtist mér flestir vera eitt- hvað vansælir á svipinn, líkt og áhyggj- ur lægju þeim á hjarta. Allt í einu heyrðist mér einhver kalla: „Kvíðið engu, kæru bræður og systur, vér munum skrifa vísindalega ritgerð um sali þá, er oss hafa geymt í kvöld og um þær veigar, dökkar og ilmandi, er oss hafa verið bornar." — Þótti mér þá vansælusvipurinn hverfa af ásjónum bræðra og systra, en örygg- is- og vísdómssvipur koma í staðinn. Brátt varð svo salurinn auður. I hverju horni ríkti kyrrð og friður, en kámugir kaffikoppar og kúfaðar kirnur af tó- baksösku voru eftir á borðunum og báru iðju dagsins vitni. Þ. þriggja. Allar eru götur þessar vel hirtar. Einungis einstaka vindlinga- stúfar liggja á vegbrúnum Jarðgötu. Eins mættu holurnar á Heljarbraut vera færri. Guðsvegur er malbikaður og í beztu ásigkomulagi. Hvað er ég nú að gera hér? Er ég ráðvilltur hér eða vegvilltur? Nei, hvorugt. Vegirnir eru glöggt merktir. Ekki þarf ég nema hugsa spurningarnar. Röddin hvíslar svör- unum að mér. Það eru greið svör og tæmandi. Þessi frábæra rödd, sem með mér hefir verið síðan.... ja, hvenær kom hún til mín fyrst? „Síðastliðna nótt," er hvíslað. Já, laukrétt, það var í nótt, sem þessi rödd kom til mín og boðaði mig til fylgis við sig. Og hvert og til hvers? „ Hingað, til þess að dæma," hvíslar röddin. Dæma, dæma hvað? „Dæma félaga þína, kunningja og ná- granna." Hvers vegna á ég að dæma? „Þú hefir til þess kjörinn verið," hljóðar svarið. Ég er setztur á stól, sem komið hefir verið með. Mér sýnist það vera eldhússtóllinn hennar mömmu, og það brakar kunnuglega í honum, þegar ég sezt. Nú er fólkið tekið að safnast í kringum mig. Flestir eru daufir í bragði og hjárænulegir á svip. „Byrjaðu að dæma," hljómar í eyra mér. Ég skyggnist hlýðinn í kringum mig eftir fórnardýri. Nei sko, þarna var Nonni Árna! Ég rétti honum höndina í kveðjuskyni. Hann virðist ekki sjá hana. Mér heyrist röddin hlæja. Hvað, þekkti Nonni mig ekki? „Manstu ekki, Nonni," hrópaði ég, „þegar við stálum niðursuðudósunum frá Bretunum inni í Langa-tanga?" „Þögn," segir röddin með skipandi myndugleik, „byrjaðu að dæma." — „Finnur Björn Jónsson," hljómaði einhvers staðar að. Finni í Fiskibúð-' inni gekk að stólnum til mín. „Bless- aður, Finni," sagði ég. Hann virtist ekki heyra það, heldur starði vonleys- islega á fætur mér. „Heilsið guðikjörnum dómstólum," sagði röddin hátt, og skýrt. Finni hneigði sig í duftið. Ég ætlaði að fara að taka það fram við Finna, að þetta væri óþarfi við gamlan kunningja, þegar röddin hvíslaði: „Þögn". Nú hófust réttarhöldin undir leiðsögn raddarinnar. Finni taldi fram misgjörðir sínar. Sneypulegur af blygðun og eftirsjá sagði hann frá því, að það hefði þrisvar hent sig að hafa haft óhjónabandsleg afskipti af öðrum konum. Hann horfði í sársaukafullri iðrun upp til mín, þeg- ar hann stamaði því út úr sér, að hann hefði örsjaldan og ekki beinlínis af ráðnum hug, vegið fiskinn sér í vil. Nokkrar fleiri smærri smásyndir ját- aði hann einnig. Bölvaður þrjóturinn. Áleit hann sig sleppa svona auðveld- lega? „En gamla konan, sem þú neit- aðir um nokkur saltfiskþunnildi, af því að hún gat ekki borgað þér þau í svipinn?" „Rólegur," áminnti röddin. Ég sef- aðist. — Það var einkennilegt að sjá Finn, þennan hrokafulla kaupmann, svona bljúgan. Karlræfillinn, hann sá nú skelfing eftir þessu. Líklega liði hann ósköp fyrir þessi afbrot sín. — „Réttlátur," aðvaraði röddin. „Guðs- veg," hrópaði ég og benti Finna á þá leið. Mér vöknaði um augu, þegar ég sá þakklætið, sem skein úr augunum, þegar hann leit til mín. Hann gekk hnarreistur upp Guðsveginn. Var ef til vill slatti eftir af gamla hrokanum? Hafði ég verið of fljótráður í dómi mínum? „Hann á eftir að fást við Sankti- Pétur," hvíslaði röddin. Já, Pétur var víst nokkuð strangur. Nú urðu ein- hver háreysti við vegamótin. Var þar kominn sýslumaðurinn og krafðist þess, að fá að aka í nýja bílnum sínum á dómsstað. Tveir hvítklæddir risar vörnuðu honum leiðarinnar. Nú stóð ég upp af innri hvöt. „Stíg út, og gakk með meðbræðrum þínum." Ég heyrði rödd mína hljóma og fannst talsvert til koma um valdsmannlegan raddblæ- inn. Hann sté hneykslaður út úr bíln- um og skellti hurðinni fast á eftir sér. Það virtust hafa orðið hamingjuskipti með mér og sýslumanninum. Hann hafði oft tekið okkur strákana á „kon- tórinn" fyrir ýmislegt smávegis. „Óhlutdrægur," sagði röddin. Nei, það var annars bezt, að ég hefði svipuð tök nú og hann hafði alltaf á sínum tíma.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.