Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1950, Blaðsíða 4

Muninn - 01.03.1950, Blaðsíða 4
44 M U N I N N Eftir nokkrar uppljóstranir sagði ég: „Réttast væri, að þú værir rassskelltur opinberlega." „Ekkert orðbragð í réttinum," sagði röddin hvasst. Sýslu- maðurinn fór Guðsveginn. Svo var til- kynnt hátt og snjallt: „Magnús Ósk- arsson." Nei, er ekki Maggi kominn? Nú naut ég þess að sýna honum virð- ingu þá, sem mér hafði hlotnazt. „Syndir?" spurði é^. „Engar," kom snöggt um hæl. „Hvaða engill held- urðu, að þú sért ei^inleia-" spurði ég argur. „En manstu ekki, þegar við vor- um að svindla í dönsku?" innti ég hann. „Synd!" Það var ekki synd. Það var viðleitni til sjá'fsbiargar. Gerðu hinir háu dómstólar sér ekki Ijósar grein fyrir því, hvað synd væri? En var það ekki afbrot, hvort held- ur það var í stóru eða smáu. „Og þér verðið dæmdir eftir allri breytni yðar bæði við guð og menn," sagði ég af miklum fjálgleik. Annars væri það ég, sem réði hér og ráð'egast að hafa sig hægan. Röddin áminnti mig enn um fullkomið réttlæti. Svo var hvíslað að mér, að hann hefði verið ömmu sinni vondur, þegar hann var minni. Það var margt fleira, sem safnaðist í syndaskjóðuna hans. Hann varð, eins og allir hinir, bljú°;ur og auðmjúkur að lokum. Þá var mér öllum lokið. Ég gat ómögulega verið harður við hann eftir allan okkar kunningsskap. „Guðs- veginn," hrópaði ég. Það var liðið að kveldi. Sólin að baki mér varpaði löngum skugga af mér út á veginn. Þeir síðustu hurfu fyrir bugðu á Guðsveginum, og ég sat einn eftir. Þetta hafði verið erfiður dagur. Mild golan þyrlaði upp litlum rykskýjum á Guðsvegi. Hann hafði verið fjölfarinn í dag. Aðeins einn hafði farið Heljarbraut, aðeins einn vesalingur. Mig tók sárt til hans. Hann var prestur. Hann var í sjálfu sér ekk- ert syndugri en hinir, en því syndugri í hjarta sínu, að guð gat krafizt meira af honum, sendiboða sínum hér á jörð. Jú, vissidega fann ég til með honum. En ég sendi hann þessa leið meðfram af því, að ég taldi, að þá gæti hann „konkurrerað" við herra Satan um glataðar sálir. „Statt upp og gakk," skipaði röddin. Viljalaus stóð ég upp. „Hvert?" sagði ég. „Þú hefir dæmt þig sjálfur, manns- barn. Gakk Heljarbraut." „Heljar- braut?" spurði ég andkannalega. „Af stað," sagði röddin hörkulega. Ég var kominn að niðurfalli af lúa. Þá datt mér í hug bíll sýslumannsins, sem stóð við vegamótin. Stundu síðar ók ég fullum hraða niður Heljarbraut. Ég náði presti. Ég staðnæmdist, ekki til þess að taka hann upp í, heldur til þess að storka honum. Og þegar ég ók frá honum aftur, hrópaði hann á eftir mér, að ég væri helvízkur þrjótur. Skárra var það nú orðbragðið! Ég ók áfram. Nú var orðið almyrkt. Ég hirti ekki um að kveikja á ljósunum. Skyndilega rakst ég á eitthvað. Nú lá é°í í rúmi mínu heima. Svit- o inn klístraðist á milli koddans og brennheits vangans á mér. Þetta var þá draumur, sem betur fór, úr því sem komið var, ljótur draumur. Ég klædd- ist. Ég átti að fara í próf, íslenzkan stíl. Barbarossa. SVEINN SKORRI: Aldarháttur á Sturlungaöld og áhrif hans á sögu vora og bókmenntir Aldarháttur hvers tímabils markast allmjög af siðfræði þeirrar kynslóðar, er þá lifir. Siðfræði heiðninnar lýtur allt öðr- um grundvallarlögmálum en kristin siðgæðissj ónarmið. Hin heiðna siðfræði var að mörgu leyti siðfræði drottnendanna. Hámark heiðins siðgæðis, dreng- lyndið, réð ekki í viðskiptum frjálsbor- inna manna og þræla. Gísli Súrsson mat einskis líf Þórðar huglausa, og orð Hallgerðar við þrælinn, er hún sendi til að stela á Kirkjubæ, sýna glögglega þá mannfyrirlitningu, sem höfðingja- stéttin hafði á þessum ófrjálsu mönn- um. Heiðin siðfræði var siðfræði hins sterka, svo sem sjá má af þessum orð- um Esils Skallasrrímssonar: „Þessi ferð o o " er allill ok eigi hermannlig. Vér höf- um stolit fé bónda, svá at hann veit eigi til. Skal oss aldregi þá skömm henda. Förum nú aftr bæjarins ok látum þá vita, hvat títt er." Heiðin siðfræði er hermannasið- fræði, í henni spegluðust víða göfugar •hugsjónir, en sorinn, mannfyrirlitn- ingin, flaut með. I viðskiptunum við kristnina glat- aðist drenglyndishugsjónin, féll fyirr höfðingjahyggjunni, en mannfyrir- litningin hélzt eftir. Þess galt aldar- andi Sturlungatímabilsins. Höfðingjaeðli er ríkur þáttur skap- ferlis íslendinga. Þetta er mjög að von- um. Kjarni þess fólks, er hér nam land í lok 10. aldar, voru ríkilátir bændur frá Noregi. Þeir hrukku hingað fyrir þá sök, að þeir gátu ekki lengur þjón- að höfðingjahyggju sinni þar heima- Hér gafst olnbogarými, hér urðu þeir aftur valdsmenn, hér urðu þeir enn á ný leiðtogar í andlegum og ver- aldleffum efnum. ö Þjóðfélag það, er þeir sköpuðu, byggðist á eðlisþáttum þeirra. Það var skapað, til þess að þeir, hver um sig, gætu leikið litla kónga, dreymt sinn höfðingjadraum í friði. Goðinn var í senn prestur og þingmaður, hann var studdur af frændum og venzlamönn- um. Ættræknin og trúin mynduðu uppistöðu og ívaf þjóðveldisins forna. Árið 1000 er kristni lögtekin á ís- landi. Við, sem nú Hfum, erum ekki eins fastheldnir og forfeður vorir, en við skiptum ekki um lífsskoðun á einu kvöldi. Eru líkindi til, að hinum heiðnu trúmönnum hafi snúizt hugur á þess- um sólbjörtu vormorgnum um þing- tímann árið 1000? Eg held ekki. Þeir játuðu kristni af stjórnkænsku, þeir sáu, að það var hyggilegast að losa landið við hörmungar trúarbragða- erja, þeir keyptu sér gálgafrest. Höfðingjarnir urðu enn um hríð

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.