Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1950, Blaðsíða 5

Muninn - 01.03.1950, Blaðsíða 5
M U N I N N 45 andlegir og veraldlegir formælendur þjóðarinnar. En katólska kirkjan var alheimsfyr- irtæki, með aðalskrifstofu í borginni eilífu, og þar kom, að vegur hennar óx hérlendis. Einstaka menn fórnuðu lífi sínu í þágu kirkjunnar. Það hlaut að koma til árekstra við hina fornu höfðingjahugsjón. Krafa trúarinnar um auðmýkt og jöfnuð gat aldrei samþýðzt hinni fornu höfðingjahyggju. Það skapast liöfð- ingja- og kirkjuvald, það verður ,,að- skilnaður ríkis og kirkju“. Hin ytri skilyrði skapast til þess kapphlaups, sem um miðja 13. öld lauk með tvö- földum ósigri hins íslenzka höfðingja- valds fyrir erlendum þjóðhöfðingja og heimshyggju hinnar katólsku kirkju. En höfuðorsökina er að finna í lífi einstaklinganna. Nú fyrst á gagngerð luigarfarsbreyting sér stað, hin forna heimsmynd hrynur, ný siðalögmál, ný trú. Nú tefla Kristur og Óðinn um sál- irnar. Það er baráttan hið innra með þjóðinni, sem öllu framar skapar jarð- veg þeirrar lausungar, taumleysis og ofsa, sem einkenna þetta tímabil. Deilur og ófriður leikmannahöfð- ingja skapa framsvið þeirrar myndar, er við okkur blasir, af aldarhætti Sturlungaaldarinnar. Bak við rís kirkj- an, ung að vísu, en með vaxandi áhrif á alþýðu manna og heimshyggju katólskrar trúar. Um trúarlíf einstaklingsins á Sturl- ungaöld verður seint sagt með nokk- urri vissu. Eitt er þó víst. Hin nýja trú átti ekki jafnmikil ítök í liugum manna og hin heiðna áður. í augum höfðingjanna stóð kirkjan skör læma en hofið í augum hinna fornu goða. Mýmörg dæmi sanna þetta. Kirkju- grið voru ekki virt. Eru sagnir í Sturl- ugu um það, að menn voru dregnir úr kirkjum til lífláts. Og barizt var við kirkjur, svo að blóðslettur gengu á guðshúsin. Þórður kakali sór að virða jafnan frið kirkna og kvenna. Þess hefði naumast verið getið, ef það liefði verið föst venja. Sérstakt fyrirbæri í kristni þjóðar- innaar eru klaustrin. Þar þróast al- kirkjulegar hugsjónir, þar segja menn skilið við þennan syndum spillta heim. Með komu Guðmundar Arasonar á biskupsstól árið 1201 skapast ný við- horf í kristni landsins. Þar fór maður, sem í einu og öllu þjónaði málstað hinnar heilögu, katólsku kirkju. Þessi einræni klerkur virðist hafa búið yfir miklu viljaþreki ásamt óvenju-rótgró- inni trúarlegri þrákelkni. Hann verð- ur til þess að skilja ríki og kirkju. Lærðir og leikir skyldu ekki lengur dæmast eftir sömu lögum. Þetta varð er stundir liðu, helzta ástæða til utan- stefna íslenzkra manna, ömurlegasta þáttarins í íslenzkri réttarsögu. Kristilega sefjun mætti nefna það, er menn vilja þola pyndingar og píslir fyrir dauða sinn, sennilega í þeirri von að bæta fyrir fyrri misgerðir. Sagt er frá Sveini nokkrum Jónssyni, sem krafðist þess, að hann væri limaður fyrir dauða sinn. Var það gert, söng hann á meðan Ave María, síðan var liann höggvinn. Villimannsleg grimmd einkennir baráttuna, friðhelgi kvenna er ekki virt lengur. í Sauðafellsför Vatnsfirð- inga voru bæði brjóst höggvin af konu, er Þorbjörg ysja nefndist, og hvorki eirt börnum né konum. Þó sést af kviðlingum um þessa at- burði, að almenningsálitið liefir for- dæmt slíkar aðfarir. Nýtt fyrirbæri í íslenzkri ómenn- ingu kemur fram á Sturlungaöld: lim- lestingar. Það gerist títt, að handteknir óvinir eru pyndaðir og aflimaðir. Menn Guðmundar biskups velktu Tuma Sighvatsson, áður en Jíeir drápu hann, og Sturla Sighvatsson lét gelda tvo presta í Grímseyjarför sinni. Slík hryðjuverk eru ný í sögu þjóðar- innar, Jiau eru framin í brjálæðislegri kappgirni þeirra manna, er hvorki höfðu himin né helvíti að trúa á, lifðu í siðferðislegu jafnvægisleysi. Akaflega merkileg er sú fyrirlitning á vinnu, sem fram kemur á Sturlunga- öld. Sagnir um Hænsa-Þóri og aðra þess liáttar menn sanna, að lausingjar og prangarar nutu lítillar virðingar á söguöld. En hér virðist breyting á verða. Það Jaykir „fínna“ að vera hesta- sveinn einhvers ribbalda, en að vera bóndi eða sjómaður. Fylgdarmenn Þórðar kakala, kváðu norðurfrá ekki mundu vera nema bú- karla ok fiskimenn ok þá, er ekki mannsmót væri at.“ Bak við þetta liggur hégómagirnd. Sama tilfinning býr í brjósti lausingj- ans, sem segir: „Ek vil bjóðask til ferð- ar með þér, ok ætla ek at vera þér miklu meiri en einnhverr bóndi,“ og höfðingjanna, sem Hákon gamli hafði að ginningarfíflum við hirð sína. Skírlífi er lítilsmetin dygð meðal valdsmanna Sturlungatímans. Þeir áttu konur, hjákonur og frillur. Mik- ilmenni eins og Snorri Sturluson eru engin undantekning. Þjóðlífið virðist sýkt af siðferðislegri blindu. Skemmtanir og leikar eru margir hinir sömu og á söguöld, vinaboð og veizlur tíðkast við hátíðleg tækifæri. Kirkjulegar hátíðir bætast við. En merkust nýjung og örlagaríkust var án efa dansarnir. Þeir berast hingað í upphafi 12. ald- ar. I kjölfar þeirra sigldi nýr, ljóðrænn kveðskapur, dansakvæðin. Kveðskapur þessi var stundum háð, en fram kemur í honum einlægari túlkun mannlegra tilfinninga en í hin- um staðnaða dróttkveðskap. „Mínar eru sorgirnar þungar sem blý,“ söng Þórður Andrésson. Efnahagur manna var misskiptur meira en áður, sumir gerðust stórauð- ugir, og óeðlileg röskun varð á eign- um einstaklinga og ætta. Nýjar kvaðir lögðust á alþýðu manna til kirkjunn- ar. Sauðatollar og osttollar verða al- kunn fyrirbæri. En Jiyngsta kvöðin var Jdó sú, sem fólst í hinum sífelldu deil- um, upphlaupum og herferðum. Her- ferðir í önnur héruð taka að tíðkast. Oryggisleysið og glundroðinn greiddu götu trúarlegra áhrifa að hugum al- Jiýðu manna. Hugsjónir ríkismannanna á Sturl- ungaöld voru að vera voldugir höfð- ingjar, að þurfa ekki að lúta neinu nema sinni eigin höfðingjalund. Hákon gamli, þessi grái persónu- leiki í sögu íslendinga, hélt þá við liirð sína, lifðu Jieir Jiar í vímu kon- ungshyllinnar milli vonar og ótta. Þá dreymdi alla sama drauminn, að verða voldugir, jafnvel þótt það yrði á kostnað þjóðarinnar. Mörgum hraus þó hugur við að reka konungserindi, er heim kom. Ef til vill bjó í brjósti þeirra eitthvað, sem kalla mætti Jijóðerniskennd.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.