Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1950, Side 8

Muninn - 01.03.1950, Side 8
48 MUNINN Brynjar V'aldemarsson: r’ Utbu rðu r Nóttin var ömurleg. Úti geisaði stórhríðin í allri sinni miskunnarlausu grimmd, eins og hún getur verst orðið. Stormurinn hnykkti húsinu til, svo að það lnikti í öllu og brakaði. Það var eins og hann væri árangurslaust að grípa í gamla húskumbaldann, en missti jafnóðum tökin. Og hjallurinn ískraði og ýldi, svo að smaug gegnum rnerg og bein. Ég reyndi að halda á mér liita með því að vefja utan um mig spjörunum og breiða sængina upp fyrir höfuð, en það stoðaði ekkert. Það var sama, hvernig ég hnipraði mig saman, harkan var svo mikil, að hún smó gegnum allt. Skyndilega hrökk ég við. Mér fannst ég heyra ógreinilegt hljóð fyrir utan gluggann minn. Ég settist upp og hlustaði, en heyrði ekk- ert, ekkert nema hvæsið í vindinum og hríðarhljóðið á glugganum og brakið í húsinu. Það marraði í hverri sperru svo lengi og illkvittnislega, að mér stóð ógn af. Ég lagði mig út af aftur. Ekki hafði ég legið nema skamma liríð, er ég heyrði sama hljóðið á ný. . . . Nú heyrði ég, hvað það var. Sár og sker- andi barnsgrátur rauf hryllingslegt draugalag hríðarinnar. Ég stökk á fæt- ur og læddist út að glugganum. Það sást ekkert út um hann fyrir fönn: Ég lagði eyrað við rúðuna, en gat ekkert heyrt. Samt sem áður leið mér illa. Ógurlegur geigur læddist inn í sál mína — Klara og Halla---------- Skyldu þær hafa náð byggðum, áður en liann skall saman? Ég stóð stundar- korn kyrr á gólfinu og íhugaði, hvað ætti að taka til bragðs. Hugur minn var svo í uppnámi, að ég veitti kuld- anum enga athygli. Ég, sem hafði rekið þær burtu um morguninn. Ég hafði hugsað um þetta allan daginn og verið öðru hverju að því kominn að lilaupa á eftir þeim, en alltaf hætt við það, þar sem ég vonaði, að þær kæmust til næstu bæja hjálparlaust. Það var ekkert hægt að gera. Ég þorði ekki að opna dyrnar, bæði vegna veð- urofsans og skelfingarinnar, sem hafði gripið mig. Ég skreiddist aftur upp í bólið og kúrði mig niður. Ég reyndi að sofna, en myndinni af Klöru skaut ætíð upp fyrir hugskotssjónum mín- um, þegar ég ætlaði að festa blund. Mér fannst hún koma til mín brosandi og sýna mér eitthvert gullið sitt og spyija mig á sínu bjagaða barnamáli, livoi i mér þætti það ekki fallegt. Lítið, brosindi barnshöfuð, með ljóst, hrokkið hár og brún augu, sein oftast lýstu glettni og sakleysi, en gátu orðið svo barnslega hrygg. Ég veit ekki, hvað lengi ég lá þannig andvaka, en allt í einu fannst mér einhver standa á miðju gólfinu og horfa á mig. Ég leit upp og rýndi út í myrkrið, en gat ekki komið auga á neitt. Ég lagði við hlust- irnar, ef ég gæti heyrt andardrátt, en heyrði ekkert nema minn eigin lijart- slátt og gnauðið í vindinum. Ég fann aðeins, að eitthvað horfði á mig, og ég fann augnaráð þess hvíla á mér, sorg- mætt og biðjandi. Ég vissi, að það var barn, ég veit ekki hvernig. Ég var svo hræddur, að ég gat ekki hreyft mig, ekki fyrr en ég fann, að þessi vera var snúin við og á leið í áttina til dyranna. Ég heyrði ekkert fótatak, en fann þó, hvernig brakaði í gólfinu. í einhverju fáti ætlaði ég að hlaupa á eítir henni, en sneri skyndilega við, er ég heyrði einhvern hávaða úti fyrir glugganum bak við mig. Ég sá tvær dökkar rákir mótaðar í hvítan snjóinn á einni rúð- unni. Síðan komu tvær hendur í ljós, sem scpuðu mjöllinni frá glugganum. Ég hopaði aftur á bak, og ég held, að ég hafi rekið upp óp um leið, og ég fann fætur mína rekast í eitthvað, og ég féll á gólfið. Þegar ég vaknaði við aftur, var ég í ókunnu húsi. Sterkan þef lagði á móti mér, sjúkrahúslykt. Ég var einn. Ég reyndi að rifja upp fyrir mér, hvernig ég væri kominn þangað, en höfuðið á mér var blýþungt, og allur var ég svo máttlaus, að ég féll þegar út af og sofnaði. Yfir dögunum, sem í hönd fóru, hvílir þokuhjúpur gleymskunnar. Ein- staka atburðir skjóta kollinum upp úr hinni dapurlegu myrku auðn þessa tímabils. Presturinn, sem kom, sagði mér frá afdrifum barnsins míns og konunnar, sem ég unni. Þær höfðu báðar fundizt undir glugganum á kof- anum okkar, lielfrosnar. Móðirin hafði hniprað sig saman upp að veggn- um með dótturina í fanginu. Þannig hafði verið komið að þeim, nokkru eftir að hríðinni slotaði. Þá hafði ég einnig fundizt, nær dauða en lífi, inni í kofanum og verið fluttur hingað. Ég hygg, að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því, sem gerzt hafði, þegar í stað, en þegar það rann npp fyrir mér, hvernig hag mínum var komið, vakn- aði samvizkubitið og lét ríða á mér hnútasvipu sína, svo að ég fékk engan frið. Nótt og dag var ég ofsóttur af als konar ímyndunum, svo að mér var varnað svefns með öllu, og ef ég sofn- aði einhverja stund, hrökk ég upp með andfælum við það, að mér fannst ég vera kominn upp í kofann minn og einhver stara á mig utan úr myrkrinu. Loks gat ég flutt burtu og heim. Þessi slitrótta frásögn var meðal annarra blaða, sem fundust í fórum eins sjúklings vors, sem nú er nýlega látinn. Hafði hann dvalið hér um ára- tugi og þjáðzt af þeirri tegund geð- veiki, er einkum lýsir sér í þunglyndi og sjálfsásökun, og er það ótrúlegt. hvað slíkir menn geta hugsað upp, eins og sést á því, er vér birtum hér að ofan. 1. apríl Fengu þá VI. bekkingar M. „ideu“, aldr- ei þessu vant. Fóru þeir niður í undirheima skólans með allt sitt hafurtask og hugðust gabba læriföður sinn. Tókst svo illa til, að þeir voru læstir inni ásamt kennaranum, sem von bráðar forð- aði sér út um gluggann. Fljótlega birtist ásjóna annars læriföður á skjánum, og skreið sá inn. Nú voru góð ráð dýr. Fómaði einn hinna fjölvísu megingjörð sinni, var hún bundin í handfang hurðarinnar; lauk þeirri björgunartilraun svo, að kennar- inn sleit hana. Stuttu síðar var lýðnum hleypt út, urðu þá róstur miklar á ganginum, og höfum vér spurt, að brækur þess fórnfúsa hafi leg- ið í valnum. Prentverk Odds Björnssonar h/f 1950.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.