Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 4

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 4
52 M U N I N N Hvernig er hljóðið í þeini í verk- fræðideildinni? — Voðalega drunga'egt, þeir kvaria óskaplega, þykir það miklu verra en í stærðfræðideildinni hér, og er þá mik- ið sagt. Segðu okkur eitthvað um félagslífið í Háskólanum. — Félagslíf er mikið. Iþróttafélag og félög í hverri deild, t. d. Mímir meðal þeirra, senr lesa íslenzk fræði. Pólitísku félögin eru fjögur, en starf- semi þeirra er mér ókimn. Oss rekur í rogastanz. Nú varstu ekki í framboði í haust? — Var ek víst. H venær öðlaðist þú pólitíska nátt- úru? — Aldrei, ég hefi alltaf verið póli- tískt viðrini, ég gerði það aðeins fyrir kunningja minn að vera á listanum. Ég álít, að úrslitin fari heldur ekki eft- ir því, hvað góðir rnenn eru í fram- boði, heldur er kosið af pólitískri trú. (Þetta segir Baldur auðvitað, af því að hans listi vann lítið á). Það má til dæmis geta þess, að af efstu mönnum Vökulistans talaði enginn á framboðs- fundinum. Er Þorvaldur Ari ekki skær pólitísk stjarna? — F.kki áberandi, það er þá ef til vill mest inn á við. ' Hefir Arni Sig. alveg lagt niður póli- tískar stólræður sínar? — Já, það má telja, að það liafi hann gert. Hann predikar aðeins trú á guð , í stað Stalins áður. Hver virðist þér mestur munurinn á náminu hér og Háskólanáminu? — Mesti aðstöðumunurinn liggur í frelsinu, og mætti mikið segja um þetta frelsi. Ég álít, að það sé mjög mikilvægt, en jafnframt hættulegt. Því að við erum eins og kálfar, sem kom- urn út í sólskinið í fyrsta sinn. Breyt- ingin er svo snögg, að það þarf sterka skapgerð til að standast hana, og það er engin furða, þó að sumir fari í hundana í Háskólanum. Ég álít, að það eigi að gefa mönnum smám saman meira frelsi og skilyrði til sjálfsnáms í efstu bekkjum mennta- skólanna.annars verður breytingin allt of snögg. Já, við erum þér alveg sammála, Baldur, en kanntu ekki að fræða okk- heilsa upp í skólann, bæði kennurun- Vertu blessaður, Baldur, og við ur meira? um og svo gömlum og nýjum skóla- þökkum þér kærlega fyrir upplýsing- — Ekki það ég man, ég bið bara að systkinum. Verið þið svo blessaðir. arnar. Gunnar og Skorri. ERLEND UR JÓNSSON: TVÖ LJÓÐ Að endingu Sú stund mun koma, að krafinn ertu svars, þú kemst ekki undan því, þótt feginn viljir. Þá stoðar ekkert., ekkert, þótt þú skiljir annarleika þíns gamla hugarfars. Að lofa bót og betrun er of seint, er bræður þínir geta við þig ráðið. Þá muntu í fyrsta skipti skilja háðið í sköpun heimsins: Því er til þín beint. Gættu þín, rnaður, mögnuð er sú víma, sem mótað hefir þína fyrri leið. . Bittu nú endi á þitt gönuskeið. Já, það er betra að forðast fall í tíma, sem fráleitt reynist þér of erfið þraut. Þú veizt ei fyrr en farinn ert á braut. Að liðnum vetri Ó, komdu nú vor, og vermdu mí hug minn að nýju, þú veizt ekki, hvað ég hef beðið þín óþreyjufullur. Og timinn, sem gefur og tekur svo allt saman frá oss, hann tók þig lika og skildi mann dapran eftir. Og minningar þinar, sem aðeins ýfa vor djúpu, ógrónu sár. En ég veit, að tní kemurðu aftur. Eg véit það, sem eitt sinn fer, á ekki að koma til baka, og ekkert er niiskunnarlausara mð oss en timinn. Eti vor, sem færðir oss fögtmð líðandi stundar og fylltir huga vorn svimandi löngun og gleði, mí kemurðu aftur og ekkert tekur þig frá mér, ekkert, á tneðati þií varir. Og þá mun að nýju hinn eilífi ilmandi dagur tneð útsprungin blótn og mádaðar freistandi varir kveðja sér hljóðs, og að nýju tnttn sötigur þinn sefa sorgir þeirra’ allra, sem minningin kvelttr og grcetir. Og þá tnun um bjartar, brosandi, vorlangar nætur birtast það andlit, setn fcerir þér ástina að nýju. vs_

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.