Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 5

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 5
MUNINN 53 GUNNAR HERMANNSSON: Andlátssaga Sumarmorgunn. Það glampar á poll- ana í sólskininu. Ég reyni að sneiða hjá þeim, svo að það slettist ekki upp á mig. Ég halla mér fram á stýrið, það er svo erfitt að stíga hjólið upp götuna. Áfram, áfram, ég neyti allrar orku til þess að komast upp á brúnina án þess að stíga af baki. Þarna var hann. — Þarna var staurinn, sem ég stóð hjá í nótt, þegar ég horfði á lögregluna gera húsrannsókn í húsinu handan við göt- una. Það hafði mikið gengið á fyrir þeim. Ég hafði hvað eftir annað séð leiftrin frá myndavélinni. Sönnunar- gögn. Einkaíbúð lokað vegna ólifnað- ar og kvartana frá nágrönnunum. Þannig myndi verða skýrt frá því.... Hvernig skyldi annars hafa verið um- horfs þarna inni? Andskoti voru þær ógeðslegar, kvensurnar, sem þeir höfðu draslað út í bílinn. — Hvað var ég eiginlega að hugsa? Klukkan var orðin meira en hálf átta. Verkstjórinn myndi ennþá einu sinni skamma mig fyrir að koma of seint. Og í gær hafði ég komið meira en hálftíma, eftir að byrjað var. Hann hafði sagt, að þetta gæti ekki gengið svona til lengdar. Ég átti enga vekjaraklukku, fengust liklega ekki, nennti ekki að spvrja eft- ir því. — Mikið vai ég heppinn, að kerlingin skyldi vekja mig núna, ég myndi annars liafa sofið fram að há- degi. Þetta var sjálfsagt a. -a bezta kona. Ég hafði ekki hugmynd um, hvað hún liét, og hún þekkti mig ekk- ert heldur. Samt hafði hún verið svo almennileg að færa mér kaffi í rúmið, um leið og hún vakti mig. — Hvílíkur lúxus! Þetta skyldi ég segja Jóa, þegar ég hitti hann næst. Hann mvndi öf- unda mig. — Jói bjó í bragga suður á holti. Þar var allt fullt af rusli og mor- andi í rottum. Dagurinn líður. Ég er kominn heim. Þessir verkir í bakinu ætla alveg að gera út af við mig. Það ríkir annarleg kyrrð í húsinu, heyrist ekkert í karlin- um núna eins og vanalega. Hann er annars alltaf fullur og rífst þá og skammast við mæðgurnar. Annað hvort er hann útúrdrukkinn eða þá ekki heima. — Aumingja konan að vera gift öðrum eins ræfli. Og svo stelpan, einkadóttirin. Hún er ekki nema 15 ára og kemur sjaldan heim fyrr en klukkan þrjú eða fjögur á nótt- unni. — Mér er illa við þessa kyrrð, hún er svo óeðlileg. Ég skrúfa frá við- tækinu. „Let ’em begin, begin the be gin.. .“, syngja Andrésarsystur fullum hálsi. Það var þó alltaf skárra. — Hurð- inni er hrundið upp. Dóttirin stendur á miðju gólfi. F.n sá útgangur á barn- inu. Hárið allt í óreiðu, augun þrútin, andlitsfarði og varalitur eru í skeiatm um allt andlitið. — „Viltu skrúfa fyrir útvarpið?. . . . Mamma — inamma er nefnilega?.. . “ Hún skelfur, og síði'.stu orðin kafna í áköfum ekka. „Hvað ertu að segja?“ Ég glápi á hana eins og hálfviti. Hún svarar ekki, heldur snýr sér undan og skýzt út. Ég sprett á fæt- ur og ætla að ná henni, en stanza í dyr- unum. Hvað hafði hún sagt? Jú, ég hafði víst heyrt það. Ég skildi það. Mamma hennar var dáin. — Dáin? Ég trúði því varla. Var hún virkilega dá- in, konan, sem vakti mig í morgun? Margt getur breytzt á skömmum tíma, en hverjum hefði getað dottið það í hug þá? Hurðaskellir og hamagangur í for- stofunni. Karlinn er víst að koma heirn. Ég heyri, að hann gengur inn í eldhúsið. Brotliljóð, hávaði. Hann hefir víst velt eldhúsborðinu um koll. „Hvar í andskotanum eruð þið eigin- lega?“ Hann tautar einhverjar formæl- ingar og bölvar öllu í sand og ösku. Nú lemur hann af öllu afli í stofu- hurðina, sem er við hliðina á mínu herbergi. — Svo dettur allt í dúnalogn. Sama kyrrðin og áður. — Allt í einu hrekk ég við. Það er ein- hver að rjála við hurðina á herberginu. Hann er kominn inn til mín. Það er með naumindum, að hann getur staðið óstuddur. Augnaráðið er tómlegt og starandi, andlitsdrættirnir slappir. —■ „Hún, hún er farin, sko án þess að láta mig vita, skilurðu?" Ég kinka kolli samþykkjandi. Bara, að ég gæti nú komið honum út. „Komdu, sjáðu bara,“ segir hann. Ég fylgi honum inn í stofuna. Hún hvílir þar á legubekkn- um. Dóttirin liefir breitt drifhvítt lak yfir hana. — „Hún fór án þess að láta mig vita.... gerðu krossmark yfir henni,“ hvíslar liann hásum rómi. Augnaráðið er æðislegt. — Eg hlýði. — Stelpan grúfir sig úti í horni og lítur ekki upp. „Pabbi!“ segir hún ávítandi. Ég nota tækifærið og flýti mér út. Seinna um kvöldið koma tvær kon- ur, sem ég þekki ekki. Þær draga heirn- ilisföðurinn út í bíl. Dóttirin kemur á eftir. Síðan er ekið burt. Ég er aleinn í húsinu. Einn og þó ekki. Ég reyni að sofna, en hrekk alltaf upp að nýju. Alls konar sýnir birtast mér. Mér finnst ég aftur vera kominn inn í stofuna.... „Sjáðu.... án þess að láta mig vita.“ Orðin suða fyrir eyrum mér. Svo hverfur allt í móðu. Daginn eftir tek ég svefnpokann minn. Ég fæ að liggja á gólfinu hjá Jóa. Maður venst rottunum smám saman. — Loksins eftir þrjár vikur kem ég aftur heim í herbergið. Það er þykkt ryklag á öllu þar inni. Ég sé líka, að það er allt í óreiðu annars stað- ar í húsinu. Það tekur enginn til hjá mér lengur. Að öðru leyti er ástandið líkt og áður var. Karlinn kemur alltaf dauðadrukkinn heim, skammar stelp- una og brigzlar henni um alit mögu- legt. Hún fer oftast út á kvöldin. Ég heyri hana stundum koma heim rétt undir morguninn. Stundur kemur hún alls ekki. Eitt er breytt frá því áður var. Það er oft gestkvæmt í húsinu á kvöldin. Stelpan með vinstúlkum sínum og kunningjum. Þau eru meðgleðskap og hávaða fram eftir allri nóttu. Hús- bóndinn ræður engu. Þau þagga niður í honum með Jjví að láta hann drekka sig rænulausan. Háreystin keyrir úr hófi fram. Það er dansað og drukkið. Hlátrar og skrækir blandast ýmsum annarlegum hljóðum. Útvarpiö þagn- ar aldrei. Nágrannarnir eru farnir að líta mig illum augum. Þeir halda, að ég eigi einhvern þátt í þessuin gauragangi. Ég þoli þetta ekki til lengdar. Það er ekki viðlit að sofa á nóttunni. Ég tek allt mitt hafurtask og flyt í

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.