Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 6

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 6
54 Magtiús Óskcirssun: Svipmyndir úr Eg var á Siglufirði núna um pásk- ana Iijá kunningja mínum, sem l)auð mér þangað, til þess meðal annars að horfa á landsmót skíðamanna. Að vísu hafði ég ætlað að verja páskaleyfinu til annars, þ. e. upplestrar, en þegar ég fékk þetta ágæta boð, varð sú áætlun bráðkvödd. Við fórum með Esjunni til Siglu- fjarðar, kunningi minn og ég. Á mánu- dagskvöldið, þegar ln'm átti að leggja af stað, var orðið krökkt af farþeguní á skipsfjöl. Flestir voru klefalausir og höfðust því við í göngunum og á þil- farinu. Eg ráfaði um og virti fyrir mér söfnuðinn. Hann var ærið mislitur. — Mest bar á sólbrenndu skíðafólki, væntanlegum landsmótskeppendum. Einnig brá fyrir fölleitum andlitum skólapilta á leið heim í páskaleyfi. Eg var alltaf að rekast á kunningja, liina ólíklegustu menn. Nei, fari það nú alveg. . . . var ekki Sæmundur kominn þarna? Og Trausti Helgi. }a, margt getur skemmtilegt skeð. „Nú þykja mér flestir sótraftar á sjó dregnir," sagði Sæmundur, um leið og hann kont auga á okkur. Rétt í því kom borðalagður yfir- maður og tilkynnti, að brottför skips- ins væri frestað til kl. 4. Vakti það ó- ánægju allra, einkum þeirra, sem lnis- næðislausir voru. Eg var svo lánssamur að hafa náð í klefa og taldi því ráðleg- ast að koma sér í bólið þegar og reyna að vera sofnaður, er skipið legði af stað. . . . í þröngum göngunum á leið til klef- ans var ég stöðvaður af tveim náung- um, sem gengu eins og skipið væri þegar farið að velta. „Áttu eldspýtu.-''' spurði annar þeirra, langur sláni og ntjór. Nei, ég átti ekki eldspýtu. „Það gerir ekkert til,“ sagði hinn. „Eg heti braggann til Jóa fyrir fullt og allt, ætla að minnsta kosti að búa þar, þang- að til ég fæ húsnæði annars staðar. Löngu seinna frétti ég, að lögreglan hefði komið, skömmu eltir að ég flulti. Einkaíbúð lokað vegna ólifnaðar og kvartana frá nágrönnunum. Siglufjarðarför nefnilega kveikjara." Hann dró gríðar- stóran vindlakveikjara upp úr vasan- um og hóf árangurslausar tilraunir við að kteikja á honum. Sá langi hafði ó- trii á fyrirtækinu. Hann sneri sér að mér og sagði með sannfæringu: „Hann getur þetta aldrei. Sko þetta er enginn kveikjari, þetta helvíti. Þetta er bara slökkvari." Þegar ég hafði fundið klefann, hátt- aði ég í flýti og lagði mig til svefns, en svaf heldur slitrótt í fyrstu. Einn klefa- félaganna hafði, að því er virtist af riddaraskap og fórnfýsi, eftirlátið hús- næðislausri skíðameyju helming hvílu sinnar. Hinn helminginn hafði hann sjálfur. Hálfsofandi heyrði ég við og við masið í honum: „Skíðaengillinn minn, þú ert heimsmeistari í bruni, svigi og stökki og . . . . “ Þegar ég vaknaði morguninn eftir, vorum við að leggjast upp að bryggju á Siglufirði. Kalt var í veðri, hvasst og fremur hryssingslegt. Við héldum beina leið heim til kunningja rníns. Þar var okkur tekið með mestu virktum og allt gert til þess að láta okkur líða vel. Var svo allan þann tíma, sem ég dvaldist þar. Á Siglufirði var mikill snjór og menn heldur daufir í dálkinn. Einstaka bjartsýnismenn mátti samt linna þar, eins og t. d. veitingamann- inn, sem seldi ís í pappaöskjum alla- hríðardagana. Á skírdag hófst skíðamótið. — Skemmtileg keppni var í flestum greinum þess. Einstök afrek hirði ég ekki að rekja, en um þau getið þið sjálfsagt fengið að vita hjá einhverjum sekúndufræðingi í íþróttamálum. Reykvíkingar sendu fjölmennustu sveit keppenda á mót þetta, þar :í meðal nokkrar stúlkur. Þær héldu uppi heiðri þeirra. — Akureyringai sendu meðal annars göngusveit. en hún kom ekki að marki. Þá vantaði góðan áburð. Og svo segja menn. að ekki sé þörf fyrir áburðarverksmiðju á Akureyri. Siglfirðingar eiga óvenjufáa af- burðamenn á skíðum ntina. Gæti það M U NINN ekki staðið í einhverju óþekktu sam- bandi \ ið síldarleysið að undanförnu? Menn \ ita svo lítið um þessa síld. (Það er heldur ekki ,,normal“, að Akureyr- ingar skuli allt í einu vera farnir að vinna þá i ,,bridge“). Á Siglufirði sáum \ið einnig fint- Ieikasýningu. Liprir náungar gerðu þar ævintýralegar sveiflur á svifslá, þangað til hún brotnaði. Á páskadag gerði stórhríð, svo að fresta varð skíðamótinu. Varð það til þess, að við, sem þurftum að fara með Herðubreið á þriðjudag, urðum af skemmtilegustu keppni mótsins, stökk- inu. Sumir voru þ\ í í súru skapi, begar lagt var af stað frá Siglufirði. Og l’leiri bættust fljótlega \ið í þann hóp. Sj<>- veikin sá um það. Er skennnst frá því að segja, að hún herjaði grimmdarlega og eirði fáum. Einu sinni, þegar ég stóð aftur á þilfari, heyrði ég taut og formælingar fyrir aftan mig. Ég leit við. Virðulegur forstjóri frá Akureyri starði þar hálf- boginn á gula klessu á þilfarinu og muldraði vonleysislega: „Þar fóru eggin.“ Þegar kom inn á Eyjafjörð, tók veðrið að skána, og til Akureyrar kom- uin við í glampandi sólskini síðari hluta þriðjudags. Þórarinn Guðmundsson: SOFÐU, VINA Sofðu, vina, sœtt og rótt, söngur hljóðnar þýður, guð á himnum góða nótt gefi þér, er húmið hljótt luegt um himinsveg að heimi liður. Við skulum ekki vaka þá, vœrð á blóm er hnigin, fellur allt i friðsœlt dá, fuglar blunda greinum á, hinztu geislar hárauð lita skýin. Látum okkur léttan blund leiða, vina, á draumsins brautum. Ljósalands á laufgri grund Ijúfa skulum eiga stund, gleyma megum dagsins þrautum. Látum okkur léttan blund leiða, vina, á draumsins brautum.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.