Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 9

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 9
MUNINN 57 3. l>egar eg fyrst gat gengið (annars man eg nú ekki glöggt þann merkisatburð). 4. A bókmenntum hefi eg lítið meira vit en nýfæddur livolpur. Alít þó, að íslendingar eigi margt snjallra rithöfunda, og myndi eg þar fyrstan telja Gunnar Gunnarsson. 5. Skólafyrirkomulaginu álít eg, að væri lieppilegt að breyta nokkuð, þannig að kennslan yrði gerð meira lifandi og kapp- kostað að efla skilning og áhuga á náminu. Þurr utanbókarlærdómur í mörg ár er sálar- drepandi. Nýju skóíalöggjöfina álít ég miður heppilega. 6. Þrátt fyrir stórkostlegar framfarir á sviði vísinda og sívaxandi lærdóm finnst mér íurðulítið ávinnast. Og satt að segja finnst mér útlitið í heimsmálunum ekki bera það með sér, að heimurinn fari batnandi. Jón Ben. Ásmundsson. Fæddur í Borgarnesi 24. des. 1930. Á heima þar nú. Var fyrst í unglingaskóla í tvo vetur, tök síðan próf utanskóla upp í II. bekk M. A. vorið 1946. Er nú I V. bekk M. '1. Söng- og hljómlist og íþróttir. 2. Eg hefi ekki enn fastákveðið, hvað eg ætla að leggja stund á, en hefi margt í huga. Framtíðin mun skera úr, hvað verður ofan á. 3. Það, að eg skyldi lifa af fæðinguna, því að naflastrengurinn hafði vafizt um háls mér, svo að eg var nærri hengdur. 4. Eg álít, að íslendingar standi framar- lega á bókmenntasviðinu og tel Kiljan og Gunnar Gunnarsson fremsta íslenzkra rithöf- unda nú. 5. Já. 6. Mér finnst hann vera í framför, livað viðvíkur tækni og vísindum, en andleg menn- ing ekki samsvarandi. Magnús Óskarsson. Fæddur 10. júní 1930 á Akureyri og á þar nú heima. Fór fyrst I Iðnskólann. en síðan í M. A. 1944. Er nú I VI. bekk M. 1. Pólitík og bridge. 2. Það er algjört hernaðarleyndarmál enn sem komið er. 3. Sildveiðar. 4. Þær eru mest della; hiklaust tel eg Davíð Stefánsson fremstan. 5. Já, auka frelsi til sjálfsnáms í efri bekkj- unum, því að það á ekki það sama við tvítuga menn og börn á fermingaraldri. 6. Frekar í framför. Ólafur Árni Ásgeirsson. Fæddur 4. ágúst 1931. Kom mánaðargamall til Borgarness og hefir átt þar heima síðan. Var fyrst við nám í Reykholti, en síðan í M. A. Er nú í IV. bekk S.' 1. íþróttir. 2. Verkfræði, vegna þess að eg tel verksvið verkfræðinga hafa víðan og skemmtilegan sjóndeildarhring. 3. Að skríða inn í II. bekk með þá litlu bóklegu þekkingu, sem eg liafði með mér úr Reykholtsskóla. 4. Mér þykja nútímabókmenntir ekki eins skemmtilegar og eldri bókmenntir, en af nú- timahöfundum hefi eg einna mest gaman af H. K. Laxness. 5. Eg álít hið nýja fyrirkomulag óheppi- legra fyrir þá, sem í dreifbýli búa, en í þétt- býli tel eg það litlu skipta. 6. Eg álít heiminn í framför á verklegum sviðum, en þá framför tel eg geta orðið and- legri menningu stórhættulega. Rósa Steingrímsdóttir. F’ædd 7. des. 1930 á Sigluíirði. Á nú heima á Akureyri. Tók inntökupróf í M. A. vorið 1943. Er nú 1 VI. bekk M. 1. Engin sérstök. 2. Óákveðið. 3. Eg svara því ekki. 4. Hefi ekkert vit á bókmenntum. 5. Já, svo sannarlega, sérstaklega þessu landsprófsfyrirkomulagi. 6. Eg veit það ekki, hefi ekki haft nein kynni af heiminum 1 fortíðinni. Solveig Kolbeinsdóttir. Fædd 23. marz 1927 að Skriðulandi í Skaga- firði. Á þar nú heima. Var í föðurgarði, þar til haustið 1944. Fór þá að Varmahlíð í Skaga- firði og var þar við nám um veturinn. Næstu tvo vetur í M. A. En hætti þá einn vetur og kenndi börnum í Skagafirði. Kom síðan hing- að að nýju, og er nú í V. M. 1. íslenzka, búskapur og kaffigerð. 2. Óvíst. 3. Að mér hlotnaðist skólavist hér. 4. Eg tel mig ekki færa um að svara þessu. 5. Já, að kennd sé ein námsgrein í senn. 6. Skólunum fjölgar og tæknin eykst, en hvað líður manngildinu? Stefán Aðalsteinsson. Fæddur að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, N,- Múl. 30. des. 1928. Hefir átt þar heima síðan. Dvaldist í föðurgarði, unz hann tók próf upp í III. bekk M. A. vorið 1946. Er nú í VI. bekk S. 1. Ahugamál mín eru allt of mörg til þess að það taki því að nefna eitt öðru fremur. 2. Um framhaldsnám get eg ekkert sagt að svo stöddu. 3. Mér er ómögulegt að gera það upp við sjálfan mig, hvað er það stórkostlegasta, sem fyrir mig hefir komið. 4. íslendingar standa framarlega á sviði bókmennta og eiga margt ágætra rithöfunda, en því miður virðist útgáfan á bókum þeirra einkum vera miðuð við þá, sem eiga mikla peninga og fallega bókaskápa, en ekki við þá. sem lítt eru efnum búnir, en hafa ánægju af lestri, a. m. k. ef litið er á bandið, brotið og verðið. Sá rithöfundur, sem eg met mest, er Gunnar Gunnarsson. 5. Já, eg álít, að koma ætti á þeirri nýung að sýna kvikmyndir jafnframt náminu og flytja fræðandi fyrirlestra í sambandi við kennsluna. 6. Það sést bezt, þegar í ljós kemur, til hvers sú þekking verður notuð í framtíðinni. sem mannkynið ræður yfir í dag. Stefán Jónsson. Fæddur 2. marz 1934 í Hniarskeldu í Dan- mörku. Atti heima ýmist í Danmörku, á Ak- ureyri eða í Reykjavík fram til ársfns 1941, en hefir síðan átt heima á Akureyri. Kom í I. bekk M. A. haustið 1947. Er nú í 111. bekk. 1. Hefi engin sérstök áhugamál. 2. Það er allt óákveðið. Eg ætln fyrst að reyna að verða gagnfræðingur. 3. Líf mitt hefir hingað til verið leiðinlegt og stórviðburðalaust. 4. Hefi aðeins lesið hálfa bók eftir Kiljan og nokkrar fyrstu blaðslðurnar í lx>k eftir einhvern efnilegan framtíðarrithöfund. Þótti hvorttveggja átakanlega leiðinlegt. 5. Já, en fyrir alla muni ekki auka við lær- dóminn. 6. Heimurinn er eflaust í mikilli tæknilegri framför, ef til vill of mikilli. Sveinn Skorri Höskuldsson. Fæddúr 19. apríl 1930 að Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. Hefir að mestu alizt upp í Borgarfirði. Á nú heima á Akurcyri. Tók inntökupróf vorið 1944. Er nú í VI. bekk M. 1. íslenzka og svona mannlífið yfirleitt. 2. íslenzk fræði. Af áhuga á íslenzkri tungu og bókmenntum. 3. Get ekki gert mér grein fyrir því. Eg held, að það, sem liggur að baki þvf; sem við köllum hugsun, sé það stórkostlegasta í heim- inum. 4. Það hefir um of orðið aðskilnaður þjóð- arinnar og bókmenntanna. Merkastan braut- ryðjanda íslenzkra nútímabókmennta tel eg vera Sigurð Nordal. 5. Landsprófin eru framkvæmd hroðalega heimskulega. Það á að gefa mönnurn meira frelsi til sjálfsnáms í efri bekkjum mennta- skólanna og koma á stúdentsprófi í.áföngum. 6. Heimurinn og mannlífið yfirleitt snýst um sinn eigin ás. Sorg og gleði, gott og illt, framför og afturför upphefur hvert annað. Sverrir Haraldsson. Fæddur 8. júlí 1930. Á heima á Seyðisfirði. Tók próf utanskóla upp í II. bekk vorið 1945. Er nú í VI. bekk S. 1. Það er svipað með áhugamál mín, og eg hygg að sé hjá flestum unglingum á líku reki. Þau eru mörg, en fá djúpstæð Annars hefi eg oftast haft áhugá á bókum og íþróttum og hefi ákaflega gaman af að ferðast. 2. Er reikandi, hvað varðar framhaldsnám. 3. Um það stórkostlegasta, sem fyrir mig hefir komið, ræði eg ekki hér, en annars get eg sagt það hverjum og einum sv»na undir fjögur augu. 4. Eg hefi lítið lesið eftir íslenzka rithöí- unda og hefi þess vegna cnga ákveðna skoðun á íslenzkum nútímabókmenntum. 4. Hvað viðvikur núverandi skólafyrir- komulagi, finnst mér breytingar æskilegar varðandi sérnám. Eg álit, að við förum of seint í sérgreinar. Annars held eg, að við höf- um ekki fjárhagsleg efni á neinum veruleg- um breytingum í því efni. 6. Ekki held eg, að við mennirnir séum í neinni afturför, en hin ofsalega tækni okkar veitir því hættulega í eðli okkar meiri miigu- leika (og þvi góða ef til vill einnig).

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.