Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 10

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 10
58 MUNINN Sæmundur Helgason. Fæddur 19. júlí 1925 að Gvendarstöðum í Kaldakinn og á þar nú lieiína. Var fyrst við náni j Laugasköla, en kom síðan í M. A. vorið 1946. T.es nú utanskóla náinsefni IV. bekkjar. Sænnmdur dvelst nú heima. og gátum við því ekki rakið úr honum garnirnar. Vilhelmína Þorvaldsdóttir. Fædd 21. mai 1930. á Akureyri og hefir ált jtar heima síðan. Tók inntfikupróf í M. A. vorið 1944. Er nú inspettrix í VI. bekk M. 1. Engu öðru freinur. lielzt rólegu lífi. 2. Ef guð loiar. 'I'il að reyna að öðlast ein- hver réttindi og til þess að fylgjast með skóla- félögunum. 3. Þegar eg kont í þennan heim. 4. Hefi ekkert vit á bókmenntum. 5. "Já, áð niörgu leyti, samt álít ég nýja fvrirkomulagið ekki spor í rétta átt. 6. Heiminum fer fram að mörgu leyti. Þórarinn Guðmundsson. Fæddur 7. inarz 1927 að Efri-A í Ólafsfirði. á nú heima að Holi í Ólalsfirði. Var fyrst einn vetur í unglingaskóla í Ólafsliröi. Kom í M. A. vorið 1944. Er nú í VI. bekk S. 1. Áhugamál mín eru lielzt témlist, söngur bókmenntir og náttúran. 2., Það verður lífið og náttúran, það við- fangscfni, sem tillieyrir sérliverjum manni, jafnvel þótt liann geri sér Jiað ekki ljéist. 3. Það stórkostlegasta, sem fyrir mig hefir kC’tiiið er, livað margt stórkostlegt hefir hent míg. ; 4. 1 bókmenntunum renna margir ferskir straumar, sumir allhráir, aðrir nærandi og skapandi. Fremstan íslenzkra höfurída tel eg Kiljan, sem hefir snillivald á tungunni, en af ljóðskáldunúm Tómas Guðmundsson. 5. Hreytingar á skéilafyrirkomulaginu eru nauðsyn, hvað viðkemur sumum greinum. Nýju fræðslulögin eru, að nu’nii áliti, að mörgu leyti óheppileg. 6. Heimurinn er í iraniför á tæknilegum sviðuin, en í afturför siðferðilega. Eða er Jiað aðeins, að aukin tækni geri mönnum kleifl að sýna Ijósar óeðli sitt og grimmd? Eða eru ntenn Jiað siðferðilega þroskaðir, að þeir sjái betur spillinguna en áður og finnist Jn í meira til um hana, en megni ekki að halda sér frá henni? Þórir Haukur Einarsson. Fæddur 5. júní 1929 á Skagaströnd og á Ji.ar nú heima. Var fyrst í Reykjaskóla í Jirjá vetur, en tók síðan próf utanskóla upp í II. bekk vórið 1948. ’Eéik gagnfræðapróf utan- skóla vorið 1949. Hann er'nú utanskóla í IV. bekk M. ' Þórir dvelur nú lieima á Skagaströnd, og gátum við Jiess vegna ekki lagt neinar spurn- ingar fyrir hann. Þórný Þórarinsdóttir. Fæckl 22. marz 1931 að Ingunnarstöðum í Kjósarsýslu. Á mi heima á Stóra-Býli við Akraríes. Var einn vetur á unglingaskóla á ERLEXDL’R JÓXSSON: CARMEN Það bros, sem eitt sinn varð á vegi mér og vermdi mína sál, var óðar horfið bak við tímans tjald, og tœmd hin Ijúfa skál. Það eitt, sem vakir nú i muna mér, er minningin um j)ig. Þú hefir ekki liugmynd um. hve bros jjitt hefir kvalið mig. Húsavík. Tók próf utanskóla upp í II. bekk M. A. vorið 1946. Er nú í VI. bekk M. 1. Tónlist, hannyrðir, ferðalög. 2. Síðan eg var barn að aldri hefi eg ætlað að verða forstöðukona við liúsmæðraskóla. 3. Líf mitt liefir allt verið jafn stórkostlegt. 4. Er ekki dómbær á slíkt. 5. Eg tel æskilegt, ef liægt væri, að kenna í námskeiðum, Jiannig að aðeins ein náms- grein væri kennd í einu nokkuð langan tíma í stað þess að hlaupa úr einni í aðra með 45 mínútna millibili. 6. Heimurinn er í framför. livað viðvíkur vísindum og tækni. Tíminn mun leiða í ljós, livort mennirnir hafa vit á að liagnýta sér tæknina í þágu menningarinnar, eða livort Jieir nota hana til þess að tortíma hverjir öðrum og Jiar með öllum heiminum. Orn Guðmundsson. Fæddur 3. okt. 1924 á Flatey á Skjálfanda. A nú lieima á Akureyri. Kom frá Laugar- vatni í M. A. haustið 1946 og settist Jiá í III. bekk. Er nú í VI. bekk S. Formaður í. M. A. HJARTA OKKAR Hjarta okkar er harpa, harpa með tveimur strengjum, á einn vor gleði glymur, grœtur með tánun annar. Orlagafingur leika, eilifa pekkja dóma, i dag um ccskuvorið, en á morgun um dauða. Þ. G. (þýddi úr þý/.ku). 1. Síldveiði og hrossatanmingar. 2. Get ekki um Jiað sagt. 3. Nýjársdansleikur á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. 4. Mér finnst ]>ær lélegar. Tel Davíð Stef- ánsson skilyrðislaust fremstan íslenzkra skálda. 5. Nauðsynlegar. Menn eiga að fara fyrr í sérgreinar. 6. Eg tcl hiklaust, að hann sé í framför. Eins og þið sjáið, hafa sumir ekki svarað okkur, og sumir svara ekki öllum spurning- unum. Auðvitað eru menn sjálfráðir að slíku. Það bcr ekki að líta á Jietta sem neina vís- indalega skoðanakönnun, enda ber J>að ekki með sér neinn vísindalegan hátiðleika. Þó finnst okkur ]>að að sumu leyti fróðlcgt. Þetta er aðeins tilraun til ljölbreytni í blaðinu, og er [>að von okkar, að j>eir, sem leiðist lestur ]>ess, nái sér fljótlega aftur. Gunnar og Skorri.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.