Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 11

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 11
59 M U N I N N STEFÁN AÐALSTEINSSON: Tvísýn keppni Það er oft gaman að vera í sveit. Og unglingunum er það hollt, bæði and- lega og líkamlega, því að þá er engin hætta á, að þeir lendi í sollinum og spillingunni; sem grefur um sig í bæj- unum. Þetta segja a. m. k. þeir eldri og reyndari, og vonandi er ekki ástæða til að rengja þá. En það er nú ekki alltaf jafn-gaman fyrir nítján ára garnla stráka að vera uppi í afskekktri sveit, ekki sízt ef ekki er hægt að hitta fyrir stúlku á sínu reki í margra mílna fjarlægð og fjörutíu til fimmtíu kílómetrar eru til næsta sam- komustaðar. En þannig var ástatt fyrir Jóni og Gunnari. Þeir voru jafnaldrar. Jón átti heima á Grund, austan Hofsár, en Gunnar á Brekku, vestan hennar, en Hóll er á milli þessara bæja, einnig að vestan. Það var því ekki nerna eðlilegt að lifnaði yfir þeim, er þeir fréttu, að komin væri kaupakona að Hóli, 18 ára gömul. Gunnar hafði á liendi póstferðir frá Brekku inn að Grund og kom við á Hóli í báðum leiðum. Hann hafði því ágæta aðstöðu til að komast í kunningsskap við stúlkuna, enda er ekki ósennilegt, að liann hafi haft hug á því. En Jón fór oft yfir að Hóli í sendi- ferðir, og vitanlega greip hann fyrsta tækifæri, sem gafst, til að fara þangað, eftir að nýja kaupakonan var komin. Hún var í meðallagi há, hvorki grönn né gildvaxin, en svaraði sér vel, fremur lagleg í andliti og með mikið, kolsvart hár. Jón varð henni brátt málkunnugur og leizt, satt að segja, hreint ekki svo illa á hana. Þá var á Hóli kaupamaður, Einar að nafni, og stakk hann eitt sinn upp á því við Jón að þau Sigga, en svo var kaupakonan kölluð, kæmu yfir að Grund einhvern dag í lieimsókn. Ekki þótti Jóni það bráðónýtt, og svo var dagurinn ákveðinn. Hann rann upp á tilsettum tíma, en veðrið var leiðin- legt, þokuslæðingur á fjöllunum og rigningarsuddi. Um hádegið glaðnaði samt til, og þá sást til gestanna úti í dalnum. En þeg- ar til kom, voru þeir einum fleiri en við hafði verið búizt, því að Gunnar hafði átt að koma í póstferð þennan dag og slegizt í för með þeim. Var þeim síðan boðið inn og farið að spjalla um hitt og þetta, unz Einar stakk upp á því, að þau Sigga fengju hesta og færu suður að Hofi, næsta bæ, en þar var hann fæddur og uppalinn. Jón var fús til þess að ná í hesta og bauðzt þegar til fylgdar, og Gunna, systir hans, ákvað að slást í hópinn. Þá var komið að þeim tíma, er Gunnar skyldi snúa við til þess að koma bréfum út í Brekku, en þar beið aðalpósturinn hans. En þar eð auðséð var, að hann lang- aði til að fara með þeim suður eftir, bauð Ingvar, bróðir Jóns, honum að fara með bréfin fyrir hann úteftir, svo að hann gæti komizt með suður að Hofi, og varð það úr. Ekki líkaði Jóni samt þetta alls kostar vel, en þó varð þar við að sitja. Var síðan riðið úr hlaði suðiir að Hofi. Bóndanum þar þótti þar vera gott fylgdarlið með einni kaupakonu og bauð henni þegar til sín næsta sum- ar fyrir gott kaup, „því að strákarnir verða altaf að koma hingað öðru hverju, og þá er hægt að hafa einhver not af þeim um leið“, sagði liann og var e. t. v. ekki langt frá sannleikanum. Síðan fóru þau stiður dalinn að skoða hann og komu aftur að Hofi, þegar birtu var tekið að bregða, en höfðu þar skannna viðdvöl og héldu síðan út að Grund. Það þóti Jóni ískyggilegt, að Gunn- ar vildi lielzt alltaf vera á hlið við Siggu til þess að geta talað við hana, án þess að hin heyrðu, og alltaf, þegar færi gafst, reyndi liann að koma klárn- um, sem Gunnar var á. niður í götuna fyrir aftan sig, en sínum upp á götu- bakkann — \ ið hliðina á SiggU. Gekk svo um hríð, að hvorugum veitti betur, en Einar og Gunna voru ýmist á undan eða eftir og virtust skemmta sér vel. Þegar út í Grund kom, var Ingvar kominn aftur að utan, og Einar var fljótur að flvtja honum i’regnir af ferðalaginu. Þeim þremur, Siggu, Gunnari og Einari, skyldi síðan fylgt á hestum út á móts við Hól, en þar var dragferja á ánni, og var Jón fús til þess, en Ingvar fylgdi Einari út fyrir túnfót til þess að sjá, hvernig áframhaldið yrði. En nú var farið að þykkna í Jóni út af öllum hrakförunum, og þegar allir voru komnir á.bak og út tyrir tún, sló hann í og þeysti í kapp við F.inar á undan hinum. En þegar þeim varð litið við, var þau Gunnar og. Siggu hvergi að sjá. Jón sneri þegar við, ef ske kynni, að Sigga hefði dottið af baki — hún var óvön á liesti — og sá þá brátt, hvað um var að vera. Hestur Siggu hafði tekið sprett, þegar þeir Einar hleyptu, og lá við, að Sigga dytti af baki, því að það var laust gyrt á hestinum. En Gunnar hafði verið í námunda og séð, hvað verða vildi, og tekizt með snarræði að forða slysi og stóð nú og gyrti betur á klárnum. „Mikill þó fjandans klaufaskapur að fara að þeysa þetta," tautaði Jón við sjálfan sig. Honum var auðsjáan- lega ekkert um það gefið, að Gunnar slægi sjálfan sig til riddara vegna heimskupara hans. Jón ákvað nú að leika sama leikinn og fyrr, en nú var komið kapp í Gunn- ar, og í hvert skipti sem hann fór hall- oka, kom Einar að hliðinni á honum og hvíslaði: „Þú ætlar þó ekki að láta fara svona með þig, drengur?" Og Jrá var honum ekki lengi að hitna í hamsi. Hann danglaði með hendinni í lend- ina á klárnum og sagði: „Áfram með þig, Jarpur, áfram með þíg-“ En Jóni var mikið í mun að láta ekki í minni pokann, og úr þessu varð viðstöðulaus þeysireið alla leið að ferj- unni, én Einar kom á eftir og hafði gaman af.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.