Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 12

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 12
60 MUNINN SVEINN SKORRI: „Þeir eru að slá, og þeir eru að slá, þótt þeir slái ekki“ Fyrir nokkru var rklingi einum dreift hér út um skólann, var sá falur fyrir fimm krónur. Líf og list nefndist ritið, og er nafn- ið gott; miklu betra sköpunarverk lijá Örlygi en forsíðan. Ég astla ekki að fjölyrða hér um eíni ritsins í einstökum atriðum, en drepa á það helzta. Góð grein er þar eftir Bernard Frizell um Existensíalismann, og er það góðra gjalda vert, þegar menn leitast þannig við að gera alþýðu manna skiljanleg hugtök og kenningar postulanna. Lipur saga, Þrjár líkkist- ur, er þar eftir ungan skólapilt. En vafasamt góðverk tel ég vera hið yfir- spennta hrós og upphrópanakennda iof, sem hlaðið er á hann. Það þarf sterka skapgerð, til að hugmyndaríkur piltur fái ekki mikilmennskudraum- óra af slíku. Nokkrir dálkar eru helgaðir erlend- um bókmenntum, eru þeir ritaðir af enskum liáskólakennara. Nokkuð þyk- ir mér sá góði maður taka fullan munninn, er hann talar um kenningar Marx og Freuds sem kreddukenning- ar. Á einum stað segir hann: „Þá er ég ræði um andleg verðmæti, hefi ég eigi eingöngu verðmæti kristinnar trúar í huga.“ Það var mikið. Tilgangur ritsins er góður að sögn aðstandenda þess. Á það að blása fersk- En nú hugsaði Jón Gunnari þegj- andi þörfina. Það kom, sem sé í hans hlut að vera við ferjuna að austan- verðu, og þar eð ekki fór nema eitt yfir í einu, var eðlilegast, að þeir Ein- ar færu fyrst, en drægju síðan Siggu yfir. Hann gat þá að minnsta kosti kvatt hana í næði. En þá tók Gunnar til sinna ráða. Hann var í sjöunda himni yfir degin- um og vildi ekki láta eyðileggja hann fyrir sér í lokin, og þegar Einar var kominn yfir, sagði hann: „Þa-það er bezt, að þ-þú komir næst, Sigga.“ Hann stamaði dálítið, e. t. v. af feirnni — eða þá ákafa. Síðan hjálpaði hann um anda inn í lognmolluna og deyfð- ina, vekja athygli fólksins og kynna snillingana. Nokkrar línur eru þar til lofs og dýrðar tungu vorri og til nið- urrifs „orthodoxri“björnsguðfinnsku- trú, svo að notaður sé þessi ilmandi málvöndunarstíll. Enda ber ritið allt ljós merki um smekkvísi þessara uugu trúboða og ást þeirra á íslenzkri tungu. Við manni gleiðbrosa fagurrænn- ,,standard“, Músur, estetískur, mo- derne, sjarmör, play-boy, kontór- akademíkarar, erótiskur, únikum o. s. frv. Það má segja um rit þeirra, eins og þeir segja um forstofuna hjá Kiljan: „Þar bar allt órækt vitni um „este- tískan“ „sans“ og' kúltíveraðan heims- borgarabrag." Nútímabókmenntir vorar færast meir og meir í það horf, að þær eru ekki runnar frá hjartarótum þjóðar- innar sjálfrar, heldur eru framleiðsla atvinnuritmennaklíku, sem notar þær til að læða inn pólitískri eingyðistrú sinni. Þetta rit er ekki skrifað fyrir alþýðu manna, það miðast við uppþorrnaða skrifborðsstólasitjendur og breikkar enn það bil, sem er milli þjóðarinnar og þeirra hugsjóna, er ríkja meðal rit- hÖfundanna. Siggu upp í ferjuna og var svo inni- lega umhyggjusamur, að Jóni lá við að gnísta tönnum. Hann reyndi samt að vera brosandi og elskulegur, þegar hann kvaddi Siggu, hvernig sem það tókst. Síðastur fór Gunnar, og Jón, sem á engan hátt vildi láta á sjá, að hann hefði beðið lægri hlut, kvaddi hann innilega og þakkaði honum fyrir skeinmtunina. En þungt var honum niðri fyrir, þegar hann stóð einn eftir á árbakkan- um og horfði á eftir ferjunni, unz hún hvarf út í myrkrið. Minnizt þess, að bókmenntir vorar verða litlausar eins og sápukúla á regndegi, ef þær eru ritaðar af mönn- um, sem aldrei hafa kynnzt baráttu ís- lenzkrar alþýðu, aldrei tekið þátt í gleði hennar og sor.gum, aldrei kynnzt neinu nema mjúkri setunni í stólnum sínum. Ef þið, útgefendur þessa nýja rits, viljið ná til eyrna þjóðarinnar, þá skrif- ið á máli, sem hver verkamaður getur skilið, en ekki á uppskrúfuðu skóla- strákamáli. Hugvitssemi Mær nokkur hefir þá aðferð við lest- ur, að hún, eftir heimkomu úr skólan- um, strikar undir öll orð, er hana vantar. Síðan fer hún á Skálann og eyðir þar meginhluta dagsins, en á meðan flettir móðir hennar upp á orðunum og glós- ar. Þá hefir og prestssonur utan af landi þá aðferð, að hann hringir heim og til- kynnir klerki föður sínum, hvað lesið verði á næstunni, síðan les prestur og glósar vandlega og sendir syni sínum handritin. Franska í V. bekk Setningin, sem þýða á, er þessi: „Les négres ont les cheveux courts et crépus". (Negrarnir liafa stutt og hrokkið hár). Nemandinn þýðir án þess að hika: „Negrarnir eiga stutta og hrokkna hesta“. Mál stærðfræðinnar — Hvernig var það, höfum við ekki syndgað þarna með forteikn? — ----Nei, nei. Þessi mínus þarna inni í hornklofanum á að vera ósnortinn. Hann er prívatmínus fyrir cos x. . . . Þetta er algjört innanríkisspursmál milli x og y, hvernig við breytum for- teikninu.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.