Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 13

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 13
MUNINN 61 Jón lieti. Ásmundsson og Þétrný Baldur Hóltngeirsson og Hólmfriður Þórarinsdóttir. Sigurðardóttir. LEIKFÉLAG M.A. Formaður félagsins í vetur var Baldur Hólmgeirsson. Starfsemi þess var þróttmikil og árangursrík. Tók það til meðferðar gamanleikinn „Geð- veikrahælið“ eftir Carl Laufs. Sýning- ar þóttn takast með ágætum, þrátt fyrir veikindi og önnur óhöpp, sem steðjuðu að leikendum. Leikurinn var sýndur alls 11 sinn- um við góða aðsókn og ágætar undir- tektir áhorfenda. Hlaut leikurinn og allgóða dóma í bæjarblöðunum. Leikendur voru samtals 21. Baldur Hólmgeirsson hafði á hendi stærsta hlutverkið og þótti takast prýðilega. Aðrir leikendur voru m. a. Hólmfríð- ur Sigurðardóttir, Haraldur Bessason, Einar Pálsson, Þórný Þórarinsdóttir, Jón B. Asmundsson, og Indriði Einars- son. Ekki skal hér neinn dómur lagður á meðferð leikenda á hlutverkum sín- um, né heldur leikinn í heild. Enginn þyrfti að vera í vafa um það menning- arstarf, er leikstarfsemi sem þessi vinn- ur innan veggja skólans. Starlið. sem liggur að baki sýning- unum er ótrtilega mikið. Mæðir það Baldur Hólmgeirsson og Indriði Einarsson. að sjálfsögðu mest á formanni Leikfé- lagsins og aðalleikendum, og hafa þeir oft þurl't að leggja hart að sér við æf- ingar jafnhliða náminu Skólinn hefir átt því láni að fagna, að ötulir og áhugasamir menn liafa farið með stjórn Leikfélagsins undan- farna vetur. Félagið á nú á bak að sjá mörgum af sínum beztu starfskröftum. Þó er þess að vænta, að eigi verði hér staðar num- ið, heldur haldið áfram á sömu braut. Leiksýningar nemenda hafa verið skemmtileg tilbreyting í bæjarlífinu, og Jæss væri óskandi, að Jrær mættu einnig verða jiað á ókomnum árum. SKÁKÞÁTTUR Þá er vetrarstarfsemi skáktelagsins að ljúka. Margir munu minnast æsandi stunda við taflborðið. Ein skák getur rist skjöld minninganna djúpum rún- um. Hver er sá skákmaður, sem ekki hefir fundið sæta kennd hreykni og friðar gagntaka sig eftir unninn sigur? Hver hefir ekki gengið til hvílu með hina nagandi tilfinningu ósigursins? Og skyldu ekki rnargir hafa heyrt sí- hrópandi rödd iðrunar og ásakana inn- an úr fylgsnum sálar sinnar? „Það munaði'svo grátlega litlu — Hel'ði ég bara gert petta — Hefði ég ekki leikið þennan djöfuls leik. . . . “ Ef til vill eru Jiað einmitt þessar stundir hugaræsinga, sem gera skák- ina svo heillandi. Hún kemur róti á blundandi verund. Hún lætur menn finna til. Því er hún þroskandi. Góðir félagar. Stjórn skákfélagsins Jrakkar ykkur öllum samstarfið í vetur, og hún vonar, að Jæir ykkar, sem munu dvelja hér næsta vetur eða leng- ur, leggið ykkar til, að gifta félagsins verði sem mest á komandi tíð. H. Þýzka i VI. M. Du trágst die Zártlichkeit zu ihr. (Þú veitir henni blíðuatlot). Þýðing. Þú dregur blíðu til hennar. Aldis Friðriksson, Ertia Hermannsdóttir og Margrét Sigþórsdóttir.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.