Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 14

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 14
G2 MUNINN GUNNAR OG SKORRI: Kveðjuorð Lesendur góðir. Okkur Jiykir lvlýða að fylgja þessu síðasta tölublaði Munins úr lilaði með nokkrum línum. Við höfum í vetur lilotið bæði lof og last. Ykkur, sem hafið sama skilning á hlutverki skólablaða og við, þökkum við, og einnig þeim mörgu úr ykkar hópi, sem liafa lagt okkur lið. Við liina viljum við segja Jretta: I'ið, senr álítið, að skólablöð eigi að vera fréttasneplar og vettvangur skop- teikninga, skuluð minnast Jress, að hér i skóla er gefin út bók, Carmina VI. bekkjar, ogoft hafa III. bekkingar gef- ið út Ugluspegil. í Jressum Ixikum birtast skopteikningar af viðkomandi bekkjum. Það er Jrví óþarft, að skóla- blaðið fari inn á þann vettvang, enda að okkar dómi vafasamur menningar- auki fyrir blaðið. Bókin „Rúna“ á að geyma yfirlit yfir merkustu atburði skólalífsins. Það ætti ]»ví að vera óþarft að forða J>eim frá gleymsku með birtingu í Munin. En rétt teljum við, að „skriba" hvers vetrar lesi annál sinn upp í heyranda hljóði á sal, og viljum við benda á )>etta til athugunar í framtíðinni. En fyrir J>á, sem telja menningar- brag skólans be/.t borgið með J>ví, að í blaði hans birtist slefsögur um það, hver hafi verið að vanga hina eða þessa á síðasta balli o. s. frv„ höfum við ekki skrifað. Og ]>að er von okkar, að nemendur M. A. verði aldrei svo andlega afvelta, að )>ess konar fræði skipi nokkurn sess í Munin. Sumir hafa sagt eitthvað á þessa leið: „Hvers vegna J>ýðið J>ið ekki og birtið sniðugar sögur eins og t. d. Hjartaásinn?“ Skoðun okkar er sú, að skólablaðið eigi fyrst og fremst að vera til að )>roska og þjálfa nemendur í að hugsa og gefa þeim tækifæri til að birta and- lega iðju sína. Það eru gefin út nógu mörg sorprit hérlendis, sem nektar- myndir og gleðisögur fylla, ]>ó að Muninn sé laus við J>ess konar (>{>\ erra. Sumum helir J>ótt skorta um of íþróttahjal í blaðinu. Hvers vegna skrifið J>ið ekki sjálfir um hugðarefni ykkar, góðu menn? I J>essu sambandi viljum við benda ykkur á það, að við höfum varið meiru af rúmi blaðsins til íþróttafregna en oft hefir verið gert áður, og við )>ökk- um þeim mönnum, sem þar hafa lagt okkur lið. Góðar myndir hefðum við gjarnan viljað birta fleiri. En fjárhagur Mun- ins er J>röngur og liefir ekki leyft, að við verðuin meiri fjármunum til kaupa á myndamótum. Höfum við J>ví jafnan orðið að afla fjár með auglýs- ingum til að standast kostnað þeirra. Kunnum við J>akkir þeim verzlunar- mönnum, sem stutt hafa blaðið á þann hátt. Skólablöð eins og Muninn eiga að vera vettvangur fyrir hugsmíðar nem- enda. Þau eiga að miða að þroskavæn- legu andlegu starfi þeirra. Þetta höf- um við framar öllu öðru reynt í vetur, en unr árangurinn dæimun við ekki. — Minnizt þess, að höfundar þeir, er skrifa í Munin eru nýliðar á lx>k- menntasviðinu, og að viðleitni er jafn- an virðingarverð. — Skólablöðin sýna andlegt þroskastig nemenda, og að okkar dómi hefir andlegt stig nem- enda verið gott í vetur, a. m. k., miðað við það, sem oft hefir áður verið. Til þeirra, sem sjá eiga um útgáfu blaðs- ins næsta vetur, vildum við beina nokkrum orðuin: \rið álítum, að rit- stjórn blaðsins sé of fámenn miðað við allar aðstæður. Utgáfa l>laðs, jafnvel J>ó að það sé ekki stærra en Muninn, krefst ætíð mikillar vinnu, meiri en margur myndi hyggja að óreyndu. Skólinn á tvímælalaust nógum mönn- um á að skipa til J>essa starfs, enda hef- ir ncmendafjöldi aukizt mjög á und- anförnum árum. Hins vegar hafa ætíð verið jafnmargir í ritstjórn Munins. Utgáfa blaðsins yrði án efa öruggari, ef fleiri skiptu með sér verkum. Okkur hefir veriðijúft að starfa við Munin í vetur. Ýmsir hafa og veitt okkur ómetanlega aðstoð. Við J>ökkum kennurunum, sem skrifað hafa í blaðið. \rið þökkmn ykkur, skólasystkin g(>ð, fyrir marg- háttaðan stuðning. Yið þökkum einn- ig ykkur, sem hafið skammað okkur, skammirnar hafa hvatt okkur til starfa. \Tið Jxikkum Prentmyndagerð Olafs Hvanndal fyrir lipurð og góðan stuðn- ing. F.n sérstaklega þökkum við starfs- fólki Prentverks Odds Björnssonar h.f. fyrir framúrskarandi lipurð og J>á fvrst og fremst hr. prentsmiðjustjóra Sig- urði O. Björnssyni. Það er áreiðanlegt, að útgáfa Munins í sinni núverandi mynd, væri óhugsandi nema fyrir að- stoð og einlæga velvild hans. Mætti skólinn gjarnan sýna J>akklæti sitt. f einhverju t. d. á 25 ára afmæli Mun- ins. Muninn hefir jafnan sýnt andleg hjartaslög nemenda M. A. í J>eirri von, að hann geri J>að framvegis, árnum við honum og M. A. allra heilla. ERLEXDUR JÓNSSON: Hin ljósa nótt Um Ijósa nótt, er liljur hvitar anga og litlir fcetur hljóðum skrefum ganga, i liœgri golu Ijósir lokka bœrast. Þá liggur minu hjarta við að œrast. Og sólin signir pig á miðri óttu. Það sefur engin mœr um bjarta nóttu. En þá er gott að ganga i lágu kjarri með góðum vini, öllum mönnum fjarri. Og einmitt þá er ástin kveikt að nýju, og ýmislegt er gert i kvöldsins hlýju. Og ungu hjörtun langar til að lifa við leik ogsöng, á meðan klukkur tifa.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.