Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 15

Muninn - 01.04.1950, Blaðsíða 15
MUNINN 63 Ö R X G UÐM UNDSSON: ÍÞRÓTTIR I>á er þessi vetur senn á enda, og vorið, bezti æfingatíminn, fram nndan. Þc') að prófin eigi oft hug okkar allan, er J)að bæði andleg og líkamleg hress ing að skreppa út á völl og ólíkt holl- ara en kaffihúsasetur. Hér skal nú drepið á það helzta, sem enn iiefir ekki verið skýrt frá, í íþrótta- lífi nemenda. Úrslit urðu þau í handknattleiks- mótinu, að IV. bekkur vann bæði í karla- og kvennaflokki. Er þess að vænta, að Jreir IV. bekkingar, sem hafa tekið forustuna svo ungir, eigi eftir að vinna marga og glæsilega sigra og auka bæði hróður sinn og skólans. Ahugi fyrir skíðaíþróttinni virðist liafa verið allmikill í vetur, ef dæma má eftir fjölda Útgarðsferða um helg- ar, einkum virðist áhuginn vera í ör- um vexti meðal kvenþjóðarinnar. í. M. A. hefir átt fulltrúa á flestum skíða- mótum, sem fram liafa farið á vegum í. B. A., en því miður allt of fáa. Stórhríðarmótið var háð sunnudag- ana 5. febr. og 26. febr. Svig: Þar keppti í B-flokki Flosi Ól- afsson, hann varð 3. maður, tími 142,8 sek. Flosi er efnilegur skíðamaður, en hann varð fyrir því slysi að fótbrotna í vetur, og hefir skólinn J)\ í ekki getað notið lians sem skyldi. Stökk: Þar var bæði einstaklings- keppni og sveitarkeppni um bikar, sem gefinn var af Magnúsi Brynjólfs- syni og Sigurði Steindórssyni. f. M. A. átti 5 menn í þessari keppni. í eldra flokki sgiraði Magnús Ágústsson, hann hlaut 218,8 stig. Annar varð Þórarinn Guðmundsson með 218,3 stig, átti í. M. A. því tvo fyrstu menn. í flokki 17 —19 ára átti J)að 3. mann, Jón Halls- son, með 202,2 stig, og í flokki 15—16 ára átti það 2. mann, Bjarna Sigurðs- son, með 210,6 stig og 4. mann, Kjart- an Kristjánsson, með 194,7 stig. Sveit- arkeppnina sigraði í. M. A. í sveitinni voru þeir Magnús, Þórarinn, Jón og Kjartan. Akureyrannótið var háð 19. og 26. marz. Svig: Þar átti í. M. A. aðeins einn keppanda, Margrétu Sigjrórsdóttur. Varð hún 3., tími 76,5 sek. Brun: Þar keppti frá í. M. A., eins og í sviginu, aðeins Margrét Sigþórs- dóttir, þar vann hún annað sæti, tími 52,0 sek. , Stökk: Þar fór fram einstaklings- keppni og þriggja manna sveitar- keppni, keppt var um Morgunblaðs- bikarinn, sem í. M. A. hefir unnið þrisvar áður. Keppendur frá í. M. A. voru 3, þeir Magnús, Jón og Kjartan. Sveit f. M. A. varð önnur, stigfjöldi 639,1. Aðeins 29 stiga munur var á 1. og 2. sveit. í einstaklingskeppni varð Magntis Ágústsson 2. í eldra flokki, hlaut 216,3 stig. f yngra flokki varð Kjartan Krist- jánsson 3., hlaut 212,2 sdg og Jón Hall. 4., hlaut 210,6 stig. Ganga: Einstaklingskeppni og 4 manna sveitarkeppni í 18 km. göngu. Þar kepptu 4 menn frá í. M. A. í eldra flokki varð Þórarinn Guðmundsson 5. maður, hlaut 198,7 stig. í yngra flokki varð Ólafur Einarsson 2., hlaut 226,1 stig. 5. varð Jónas Jónsson, hlaut 220,9 stig og Kristján Ingólfsson hlaut 213,0 stig. Útgarðsgangan var háð 24. marz. Voru keppendur milli 60 og 70. tefldu flestir bekkir skóla fratn sínum beztu göngumönnum og meyjum. Mikill spenningur var í áhorfendum að vita, hverjir myndu koma sem sigurvegarar úr Jtessari eldraun. Þá var þess og mik- ið saknað, að kennarastofan skyldi ekki tefla fram sínum gæðingum, því að margir hugðu, að nú myndu þeir nota tækifærið og hefna innanhúss- hrakfara sinna. Úrslit urðu þessi: 1. Jónas Jónsson, IV. S., tími 15 mín. 28 sek. 2. Jóhannes Sölvason, III. b., tími 16 mín 13 sek. 3. Guðlaugur Helgason, III. b., tími 16 mín. 28 sek. í sveitarkeppni vann A-sveit III. bekkjar á 68 mín. 04 sek. í lienni voru: Jóhannes Sölvason, Guðlaugur Helga- son, Ólafur Einarsson og Kristján Að- albjörnsson. Ónnur varð sveit IV. bekkjar, og þriðja varð B-sveit III. bekkjar. í kvennaflokknum vann Sieríður Helea- dóttir á 23 mín. 0,6 sek. 2. varð Mar- grét Sigþórsdótir á 23 mín. 1.5 sek., báðar úr IV. bekk. 3. varð Bryndís Jak- obsdóttir, V. bekk, á 23 mín. 27 sek. Sveit IV. bekkjar sigraði á 97 mín. 28 sek. Sveitina skipuðu: Sigríður Helga- dóttir, Margrés Sigþórsdcittir, Margrét Schram og Ásdís Steingrímsdóttir. Næst kom sveit I. bekkjar á 103 mín. 0,7 sek. og 3. varð sveit V. bekkjar á 103 mín. 52 sek. Eitt hinna glæsilegustu íþrcittaafreka nemenda í vetur er íslandsmet Jóns D. Ármannssonar í 1500 metra skauta- hlaupi. Jón er mjög efnilegur skautamaður, og er þess að vænta, að hann eigi eftir að vinna fleiri sigra í skautaíþróttinni. Þegar þetta er skrifað eru kunn þessi úrslit í innanhússmóti í. M. A. Þrístökk án atrennu: 1. Guðmundur Jónass., IV. M., 8,91 m. 2. Jón S. Arnþórsson, V. M., 8,71 m. 3. Jón Friðriksson, V. M., 8,46 m. Hástökk án atrennu: 1. Jón S. Arnþórsson, V. M., 1,24 m. 2. Guðmundur Jónass., IV. M., 1,19 m 3. Jóhannes Sölvason, III. b., 1,14 m. Ég vil að síðustu geta þess, að, ef til vill, munum við eiga kost á að keppa við K. A. í vor, og ennfremur er það ákveðið, að í. M. A. sjái um maíboð- hlaupið. Góðir félagar, starfið í vetur hefir á margan hátt verið þróttmikið og skennntilegt. Öll eigum við ógleym- anlegar minningar frá skíðaferðum og íþróttaæfingum. í þeirri trú, að hróð- ur I. M. A. verði ávallt sem mestur, árna ég J)ví allra heilla. Stundið íj)róttir, ekki vegna meta eða verðlaunapeninga, heldur af |)\ í að þær eru andlega og líkamlega þrosk- andi. MUNINN óskar öllum lesendum sínum gleðilegs sumars.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.