Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1951, Blaðsíða 2

Muninn - 01.11.1951, Blaðsíða 2
2 MUNINN göturnar. Tíðast situr einn á ltverju, en oft eru líka körfur og kassar í bak og fyrir, sem börn eru reidd í — eða hundar. Stundum er líka vagnkríli fyrir hvítvoðunga skeytt aftan í hjól- in, og loks eru til tveggja manna hjól, ætluð mönnum, sem hræddir eru urn unnustuna. Landinn gerist nú göngumóður, fer til hjólmangara og kaupir sér hjól og kastar sér síðan út í umferðariðuna. Þá hefst vandinn að ráði. Gefa þarl' gætur alls kyns umferðamerkjum og ljósum, handbendingum og hrópum, og gengur misjafnlega, einkum þó að beita bendingunum. Allt í einu veit hann ekki fyrri til en sporvagn skellir honum um koll. Vagninn stöðvast von bráðar, en fólk safnast saman, og gerast allir dóm- arar í málinu. Víta sumir vagnstjór- ann, en aðrir gera hróp að landanum, sem til allrar hamingju skilur ekki stakt orð í skömmunum, en rís á fæt- ur, minnist orða Gunnlaugs Orms- tungu: ,,Ei skal haltur ganga, meðan báðir fætur eru jafnlangir", snarar þeim að bragði á prentsmiðjudönsku og segir um leið og hann skálmar brott: „En islænding kipper sig ikke op ved saadan noget.“ Gata ein í gamla bæjarhlutanum í Höfn heitir Sankti-Pétursstræti og liggur í vestur frá Háskólanum. Götu þessa hjólaði ég daglega á leið í skóla fyrsta veturinn í Höfn. Ekki hefur neinn skipuleggjandi dregið beina línu á kort, þegar hún var lögð. Húsa- liliðarnar eru sín með hverju rnóti, flestar komnar allmjög til ára sinna, ekki teinréttar, og gluggarnir skjálgir. A morgnana draga tröllvaxnir hestar skröltandi bjórvagna eftir þröngri göt- unni, og ístrueklar birgja upp búða- holur og krár, sem margt er af í skuggalegum kjöllurum. Út og inn um dyr ganga skjótast skítugir krakk- ar. Þeir eru í ræningjaleik, vopnaðir trésverðum og byssum. Og þarna er íslenzkur sögustaður. Einn daginn varð mér litið upp eft- ir grárri húshlið, og ofar auglýsinga- spjöldunr Carlsberg og Tuborg gat að líta litla steintöflu með þessari áletr- un: „íslenzka skáldið, Jónas Hall- grímsson, — — — átti síðast heima hér.“ Ég gekk inn og upp mjóan, brattan stiga. Það brakaði í hverju þrepi. Ein- hvern veginn fannst mér ég væri að detta, og ég hélt mér þéttingsfast í handriðið. Svo var skellt lnirð. Ég hrökk við. Hvað var ég að flækjast hér í ókunnugu lnisi? Þetta var aðeins mannabústaður, en ekki minjasafn. Og þó. Þetta var að vísu aðeins lirör- legt hús, sem fyrr eða síðar mun víkja fyrir öðru nýju við beina og breiða götu, en.það var meira. Það átti sér sögu, eins og allt það, sem gamalt er, og eitt atvik þeirrar sögu snerti siigu íslendinga. Kynni íslenzkra Hafnarstúdenta al' innbyggjurum Kaupinhafnar munu aldrei hafa verið mikil. Landar hafa jafnan haldið hópinn og haldið sig sér. Ekki er ósennilegt, að tízkufólki fyrri tíma hafi komið vaðmálsklæddir Mörlandar broslega fyrir sjónir, og hitt er jafnvíst, að íslendingum hefur A Hólum og í Skálholti fór aldrei fram nein sérstök kennsla í íslenzku. Fram til 1846, er Bessastaðaskóli var fluttur til Reykjavíkur, höfðu skólar landsins verið latínuskólar í orðsins fyllstu merkingu. I skólum biskups- stólanna var aðeins töluð latína í kennslustundunr. F.n einmitt, er traustar skorður höfðu verið settar við einveldi latínunnar með nýrri reglugerð fyrir Bessastaðaskóla (1846), troðfylltist höfuðskóli íslendinga af dönskum námsbókum, einmitt á sama tíma, sem þeir háðu þjóðernisbaráttu á öðrum sviðum. Akveðið var að bæta við mörgum nýjum námsgreinum, auka kennslu í öðrum. Enginn skyldi lá íslendingum, þótt ekki hali þegar í stað verið tilbúnar kennslubækur í öllum hinunr nýju greinum. Merki- legra er, að engin alvarleg tilraun var gerð til þess að ráða bót á því, að höfuðskóli þeirra troðfyll tist af dönsk- um námsbókum jalnhliða þjóðernis- baráttunni á öðrum sviðum. Er Reykjavíkurskóli hafði starfað í 25 ár sárnað það. „Hlær að oss heimsking- inn Hafnarslóð á,“ kvað Bjarni Thor- arensen. Danska skáldið, Henrik Hertz, gerði fyrir hundrað árum fróð- an og fróman, en klaufalegan og klunnalegan íslenzkan stúdent að að- alpersónu í leikriti. Það dróst hins vegar nokkur ár, að sýningar liæfust á leiknum, vegna þess að stjórn Kon- unglega leikhússins óttaðist, að Islend- ingar myndu stofna til óspekta í leik- húsinu í mótmælaskyni, og leikari sá, er fara átti með hlutverk stúdentsins, óttaðist, að hann yrði beittur ofbeldi af löndum hans. Því fer fjarri, að Danir líti nú nið- ur á Islendinga. Við njótum nú fyllsta jafnréttis þar í landi, og á grundvelli þess jalnréttis væri æskilegt, að nán- ari kynni tækjust með þjóðunum, nú þegar tungu okkar og þjóðerni staf- ar ekki lengur hætta af dönskum áhrifum. Stefán Karlsson. (1871), voru aðeins fimm kennslu- bækur á íslenzku. Einungis ein orða- bók var til með íslenzkum þýðingum (hin dansk-íslenzka orðabók Konráðs Gíslasonar). Við lestur annarra mála voru eingöngu notaðar danskar orða- bækur. Hafði þetta ill áhrif á mál- smekk og nrálfar skólasveina. Eftir 5.0 ár (1896) voru íslenzkar kennslu- bækur orðnar tólf, en margar þeirra voru smákver. Jafnvel ísl. bókmennta- saga frá upphafi til 1400 var kennd á lélega danska bók, þrátt fyrir að þá var útkomið ági ip Finns Jónssonar af íslenzkri bókmenntasögu (900—1890). Kennararnir sumir töluðu oer lélesan O O dönskublending í kennslustundum. Danskan var drottnandi höfuðmál skólans. .4 árabilinu frá 1851—72 voru skýrslur Reykjavíkurskóla gefnar út bæði á íslenzku og dönsku. Svo sem kunnugt er, liefir sprottið fjöldi skóla á íslandi, síðan við feng- um fjárforræði og tókum að ráða mál- efnum okkar sjállir. Lengi framan af var mestur hluti kennslubókanna Enn bíta Baunverjar

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.