Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1951, Blaðsíða 5

Muninn - 01.11.1951, Blaðsíða 5
MUNINN 5 Knattspyrnuþáttur leikmönnunum sýndi Axel beztan leik. VI. bekkur. Liðinu hefir stöðugt farið hrakandi frá því í III. bekk. Það var ekki fyrr en í síðasta leik þess við V. bekk, að einhver mynd var komin á. Anton og Hreggviður eru langbeztu liðsmenn- irnir. Ingi er góður í markinu, en hann lék aðeins tvo leiki með því. ---o---- íþróttahúsið var opnað þann 20. október til kvöldæfinga á vegurn í. M. A. Inga Rúna Ingólfsdóttir, Hermann Stefánsson og Jónas Snæ- björnsson liafa sýnt félaginu þann vel- vilja að sjá um búsið meðan á æfing- um stendur. Vonazt er til, að nem- endur sæki vel tímana og þjálfi sig sem bezt fyrir blakmótið, sem að for- fallalausu hefst úr miðjum nóvember. Frá fyrra ári. F.ftir að síðasta blað kom út, voru þessar keppnir: Skógarboðldaupið fór fram 14. maí, og tóku allir bekkir þátt í Jíví nema I. bekkur. Úrslit urðu þau, að V. bekkur sigraði á 3.54.0 mín., 2. varð IV. bekkur, 3. varð III. bekkur, 4. varð II. bekkur. VI. bekkur varð eftir í viðbragðinu og hljóp ekki. í. M. A. tók {oátt í Maí-boðhlaup- inu, sem báð var 7. maí, beið ósigur og varð nr. 3. Hraðkeppnismót Akureyrar í knatt- Æpyrnu var háð 20. maí; í. M. A. sendi lið til keppninnar, sem stóð sig með ágætum og varð 'hraðkeppni- meistari. Gerði jafntefli við Þór, 1:1, eftir framlengingu, en sigraði á hlut- kesti. Lék síðan við K. A. og sigraði með 2:0. ---o---- Breylingar á blakreglum. Stjórn í. M. A. hefir í samráði við blaknefnd gert eftirfarandi breyting- ar: F.nginn leikur er lengii en 3 geim, og 2 unnin geim nægja til sigurs. Standi leikur 9:9, Jiiarf annað liðið að slá niður 2 bolta í röð til að fá sigrað andstæðinga sína, er því bolta- fjöldinn ekki takmarkaður, þegar svo ber til. • Hér á dögunum átti sér stað all- kynlegur kappleikur. Attust Jiar við kennarar og kappar úr 6. bekk S. Hafði þó áður verið boðaður slíkur leikur, en er á átti að herða, brast flótti í lið kennara, og hurfu sumir úr bænum, svo að ei varð af honum í það sinn. Loks, er leikar skyldu hefjast, var saman kominn múgur mikill, er hugðist sjá hér hrapallega útreið kennara og æpa á þá ókvæðisorð, því slíkt veitir fróun hrelldum sálum. Konni nú kapparnir „marsérandi", en á undan gekk Rúmbi og þandi har- monikuræfil, er háfði Joað hlutverk að blása kjarki í kempurnar, því liver er svá linur, að lifni ei við, ef leikið er hergöngulag? Þarna gat að líta ein- kennilegt fyrirbrigði: Vora lærifeður sem fornar frjálsræðishetjur, uppfyllt- ar af anda Islendingasagnanna og hald- andi sig vígmannlega. Brosti nú marg- ur og leyndi því ei, er hann leit læri- manninn, leggi hans og litla virðing. Stærðfræði-stynjendurnir voru hins vegar í sínum einkennisbúningi, þótt þeir beri hann nú allt of sjaldan. Þótti mörgum náttfötin þeirra rétti klæðn- aður og fara vel við syfjuleg og sauðar- leg andlitin. Var nú liðum raðað, og þurfti Ingi Rúna að brosa ltlítt í allar áttir til hinna ímynduðu ljós- myndara, en hinir kapparnir létu sér nægja að belgja út brjóstið og setja magann svolítið inn. Voru kennarar litlu liðfærri en náttfatamenn, og var inspector í liði þeirra. Reyndist liann hættulegur báðum aðilum. Var nú blásið og byrjað, og komu nú fram margir óþekktir eiginleikar. Ottó og Gísli voru beztir í bði kennara, Ottó gamalkunnur knattspyrnukappi, en Gísli gerði óvænta lukku. Sýndi hann feikna hlaupamátt, og kom sér vel æf- ingin að elta rollurnar í Svarfaðardal. Geystist Gísli um völlinn, valkvrju líkur, og barðist um boltann, bæði við með- og mótherja. Ottó gat sér frægð fyrir fádæma heljarstökk, og kom hon- um þar vel sá kattlegi eiginleiki að koma alltaf niður á lappirnar. í nátt- fötunum naut sín bezt eirkollur Dan- íel, enda er lians aðal-,,hobby“ að sofa. Inspector platearum var beztur í Javí liði, stóð sem jarðfastur steinn, jDÓtt aðrir yltu umhverfis. Gutti gerðist all- athafnasamur og sýndi fádæma virð- ingarleysi, ruddist hann áfram rymj- andi og reyndi að láta kennarana finna til nærveru sinnar all-óþyrmi- lega. Svá var og um fleiri. Gerðu þeir sér far urn að greiða aftur gamlar skuldir, og skein hefndarjaorsti úr and- liti hinna æstustu. Inspector scholae var dálítið viðsjárverður, því að hann gleymdi gjarnan, að hann var í liði kennara, en ekki 6. bekkinga. Tók hann boltann af hverjum sem var og ruddist með hann áfram, unz liann féll um pilsin, en sá var endir á öllum lians afrekum. Svipað má segja um Stefán Karlsson, hinn unga kennara, er spígsporaði um völlinn í Skotapilsi og með montprik, gaf hann 6. bekkj- armeyjum auga í laumi. — Þegar liann náði í boltann, sem sjaldan var, spark- aði hann honum út af eða í loft upp og lét sig litlu varða, hvar niður kænti. Hermann náði einu sinni í knöttinn, og liafði það einkennilegan aðdrag- anda. Boltinn barst til fóta Guðmund- ar B., sem skaut með maksimal-þrýst- ingi, og lenti knötturinn í pípuhatt kroppatemjara kvennanna, svo að hann gleymdi að brosa, og féll hattur- inn og knötturinn rétt við fætur Her- manns, sem \ar önnum kafinn við að laga pilsið og spegla sig í gljáfægðum skónum. Hermann leit hróðugur í kringum sig og spyrnti knettinum í næsta náttfatamann, en við það féll blettur á skóna, og skipti Hermann sér ei meir af leiknum eftir jjað. Jó- hann Hlíðar gat að líta þar, sem hann fórnaði höndum og virtist blessa bolt- ann, er liann fór fram hjá, en aldrei drap hann við honum fæti. Líða tók nú á leikinn, og fór mark- manni náttfatamanna mjög að kólna, því að enginn skortur var á aðgerða- leysi, en veður hryssingslegt. Dró hann loðhúfu sína niður fyrir eyru og barði sér til hita. Við hitt markið var þó Iíf í tuskunum, og var Friðrik þar til varnar; stóð hann sig með slíkri prýði, að það hefði átt að ,,tollera“ liann, en H. ér A.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.