Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Muninn - 01.12.1951, Blaðsíða 3
★ * JÓHANN S. HLÍÐAR: £ ★ * Jólahugleiðing * Jólin eru fagnaðarhátið vor krist- inna manna, og tilefni fagnaðar vors er störkostlegt og háleitt. Vér höfum öll þörf fyrir gleði. Og mennirnir leita liennar nð ólíkum leiðum. En ef þeir væru einlœgir, gœti skeð, að þeir segðu, að þeir hefðu þekkt allar lystisemdir heimsins, en aldrei gleðina. Það er svo mikið af ginnandi glysi og glaumi í þessari veröld, sem i raun og sannleika er aðeins dœgrastytting, augnabliks- skemmtun. Og oft. hefir hún brodd i sér, sem skilur eftir oþna und, þegar stundin er liðin hjá. — Nei, öll sönn og varanleg gleði á upþtök sín í jóla- boðskaþnum, sem er orðaður á svo ein- faldan hátt: „Orðið varð hold.“ Dýpi og hœð þessa fáorða boðskapar eru ó- mœlanleg. Boðskapur orðanna segir oss frá löngu gefnu, en margítrekúðu loforði, sem hinn náðarriki Guð hafði gefið. Hann hafði bundið hjálprœði allra manna við það, og nú varð þetta fyrirheit áþreifanleg staðreynd, orðið varð hold. Staðfesting allra fyrirheita Guðs bjó með oss. Með þessum fáu orðum túlkar guð- sþjallamaðurinn hið stórkostlega, sem gerðist, þegar Guðs sonur kom niður frá himni ogfœddist inn i fallið mann- kyn. Fyrir öllum þorra manna eru þessi orð, boðskapur jólanna, lokuð bók, innantóm orð, heimska, og hafa ekk- ert gildi fyrir þá. En eigi að siður eru þau orð i fullu gildi enn í dag, að i orðinu var líf, og lifið var Ijós mann- anna. ()g Ijósið skín i myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti þvi. Þetta er raunasaga vor mannanna. Og hindrunin er eigingirni vor og hroki, sem draga oss út i kviksyndi lygi og sjálfsblekkingar. Frelsun vor undan valdi myrkurs- ins er undir því komin, að vér sjáum orðið, sem varð hold, Jesúm Krist, og veitum honum viðtöku. Posiulinn dregur upp mynd af öllu lifi og starfi frelsarans með einu pennastriki — Hann bjó með oss. — Hann gekk inn i kynslóð vora, en heimurinn þekkti hann ekki. Vér sjá- um fátœkt hans, er móðurhöndin hlúir að honum í hálmi jötunnar. En fáir eru þeir, sem hafa komið auga á þá auðlegð, sem bjó i barni jólaboðskap- arins. Sú auðlegð er svo mörgum hul- in. Ljómi Guðs dýrðar og imynd veru hans gat ekki gengið til móts við oss i óhjúpaðri vegsemd. Vér sjáurn fjötra duftsins lagða á Guðs son, fáteekt daglaunamannsins ★ * ★ ***************** var honum fyrirbúin. Það var hlut- skiptið, sem hann valdi sér, að stiga niður i allsleysi vort og klœða dýrð sina í mannlega tötra, til þess að flekk- unin skyldi falla af voru dufti, og saurgunin hreinsast af vorri sál. Hann bjó með oss, til þess að gefa öllum þeim, er taka við honum, rétt til þess að kallast Guðs börn. Drottin dýrðar- innar sjáum vér i jötunni, en þekkjum hann ekki. Vér heyrum vitnisburð lians og trúum honum ekki. Hann leggur oss veginn, og vér göngum hann ckki. Vér sjáum hann vinna verk Föð- urins ogsmánum hann. Vér leggjumst á eitt og krossfestum hann. En hann yfirgefur oss ekki. Hann fullkomnaði hina eilifu fyrirhugun. Hann sigrar oss. Hann ojmaraugu blindra og sýnir þeim sjálfan sig upprisinn. Hann opn- ar himnana, leyfir oss að sjá auglit sitt til hœgri handar Guði. Hann snertir vitund vora og lcelur oss finna vel- þóknun heilags Critðs. Hann andar á hjörtu vor og gefur þeim sinn frið'. Hann bjó með oss. — Það felur og það i sér, að hann gekk inn i öll kjör vor, til þess að hann gceti miskunnað, °g það gerir ltann með þvi að bera burt sytid vora á likama sinum, deyja i vorn stað, fórna sér, af þvi að hann

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.