Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Muninn - 01.12.1951, Blaðsíða 7
MUNINN 13 SKÁKÞÁTTUR Bekkjakeppnin í skák hófst í októ- ber, og er aðeins umferð eftir. Þykir nú sýnt, að kempur 5. bekkjar muni bera sigur úr býtum, þrátt fyrir harð- snúna mótspyrnu 3. bekkinga, sem lengi voru kampakátir og sigurvissir os> ösruðu efri bekkingum af dirlsku mikilli. Þeir mega líka vel við annað sætið una, þegar bess er gætt, að síðast- liðinn vetur voru þeir næstir á undan skottinu. 5. bekkjar liðið er ef til vill jafnbe/.t, þótt \;illi sé þeirra beztur. I sjötta bekk er Rossolimo-meistarinn, sællar minningar, líklega beztur, þótt Eggert gefi honum lítið eftir. 4. bekk- ingar tefldu fram þremur íslirðingum, sem erti sæmilegir. líklega er Sverrir þ(> beztur. Tveir ágætir skákmenn ertt í 3. lrekk, þeir Ólafur Gíslason og Helgi Jónsson, sem 3. bekkingar dýrka mjög. Neðri bekkingar koma til með aldrinum, sérstaklega er Helgi í öðr- um bekk efnilegur. Til mála kom, að lærileður vorir sendu lið í þessa keppni, en þegar í Ijós kom við liðskönnun, að ekki kunnu nema þrír eða fjórir mann- ganginn úr þeim fríða hópi, bilaði kjarkurinn, og yfirburðirnir yfir skuss- unum á því sviði urðu aðeins skýja- borgir, sem aldrei áttu sér stað í veru- leikanum. Áhugi fyrir skák \irðist vera allal- mennur í vetur; er því vel farið. Hjá einum þátttakanda í bekkjakeppninni var áhuginn jafnvel svo mikill, að nótt nokkra vöknuðu herbergislélagar við- komandi við raus eitt mikið. Þegar þeir höfðu áttað sig og lögðu við hlust- irnar, heyrðu þeir, hvers kyns var: „Drep biskupinn, skák!-------Riddar- inn hingað!------Hrókurinn dauður? — — Nei, guði sé lof, þarna er einn reitur!----Ég skal vinna! — — Skák! Ber fyrir!---Ó, fjandinn sjálfur! — — I’att!" Þetta heyrðu þeir, síðan gnístur tanna------steinhljóð. Að gefnu tilefni skal það tekið fram hér, að ekki er til siðs að drepa kónginn, hvort heldur er fyrir sjálfum sér eða öðrum. Þetta hefir oft \ iljað brenna við, þegar fer að hallast á annanhvorn aðilann. Rök- in eru dálítið sterk, en þau eru þessi: ,,EI kóngurinn minn er dauður, þá er ekki hægt að máta mig.“ Þrautalend- ingin hefir bá oft verið að sálga sjálfur sínurn eigin kóngi. Til hróss skal sanit getið þess, að ennþá hefir þetta ekki hent í kappskák eða keppni, hvað sem seinna verður. Annað er það, sem ber að vara þá við, sem eiga eftir að tefla mikið eða keppa. Eftir að búið er að snerta einhvern mann, verður að færa hann, og þess vegna er bezt að hugsa sig vel um, áður en nokkuð er hreyft. Einnig er hrókfæring ógild, nema kóngurinn sé færður fyrst (eða jafnt) og hrókurinn síðan yfir hann. Á þessu hafa verið misfellur nú í bekkjakeppn- inni, en í keppnum annars staðar er slíkt ekki gefið eftir. Um daginn heyrði ég óánægju með orðið taflmaður eða skákmaður. Rök- in voru þau, að ekki væri hægt að vita, hvort verið væri að tala um taflmeist- ara eða bara venjulegan hrók eða ridd- ara, því að hvort tveggja séu kallaðir taflmenn. Þetta er mikið rétt. ■ Var bent á orði ,,teflari“, sá sem teflir, samanber múrari. Aðrir bentu á „skák- leikari", samanber hnefaleikari, enn aðrir „taflisti", smb. „kúristi“. Einn kom með orðið „skekill", sem ég þori varla að nefna. Hvort eitthvert af þess- um orðum á sér framtíð, veit ég ekki, ja, hvers vegna ekki það? Að lokum er hér jólaþraut taflfé- lagsins. Taflfélagið heitir að verðlaun- um fyrir rétta ráðningu á bdðum eftir- farandi taflþrautum, hinni nýút- komnu „Kennslubók í skák" eftir Em- anuel Lasker. Berist fleiri en ein rétt ráðning, verður dregið um verðlaun- in. Svör skulu hafa borizt til Þráins Guðmuudssonar, 5. M„ fyrir 8 .jan. 1952. Vegna hins langa frests getið þið lagt heilann í bleyti í jólafríinu, og vonum við, að þátttakan verði sem almennust. Það skal tekið fram, að að- eins nemendur skóians mega senda lausnir. Hér eru svo þrautirnar: 1. þ r a u t. Hvilt: Ka.3, Ha4 og e.3, Dd8, Rd4 og f2, Bg6 og h4, peð b5 og d2. Svart: Kf4, Rf6, Db8, Bc8. peð b6, e4, f5, g7 og h5. Hvítt á leik og rnátar í öðrum leik. 2. þraut (létt!). Hvitt: Kh4, Dg3, Rg4, Bc4, peð g7. Svart: Kh7, Rd5. Hvítt á leik og mátar í öðrum leik. Þetta ætti ekki að vera mjög þungt, enda ekki til þess ætlazt. Svo óskar taflfélagið öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Hittumst heil aftur eltir áranukin. Hrókur. Fyrsti desember Menntaskólinn á Akureyri minntist fullveldisdagsins með hóf’i, er haldið var í hinum nýja borðsal heimavistar- innar. Annaðist G. bekkur allan undir- búning fagnaðarins, svo og dagskrá. Fullveldisræðu flutti Baldur Ragn- arsson, 6. M„ en Gunnar Baldvinsson, 6. S„ og Hrefna Hannesdóttir, 6. M„ lásu upp. Kynnir var Erna Hermanns- dóttir, 6. M. Skólakórinn siing og nokkur lög undir stjórn Björgvins (iuðmundssonar tónskálds. Að lokinni dagskrá voru frjáls ræðuhöld, og tóku þar til máls Brynleifur Tobiasson, settur skólameistari, Hannes J. Magn- ússon, skólastjóri, og dr. Kristinn Guð- mundsson, skattstjóri. Að loknu borð- haldi var stiginn dans í skólahúsinu fram eftir nóttu. Fagnaðurinn var rnjög vel sóttur og fór vel fram. Brotið leikfang Þú hefir brotið leikfaug þitt, litli Ijúfur minn, og greetur þvi sx>o sdrt, svo sdirt, að streyma tdr xnn kinn. En ver ei hryggur, vinur minn, því veiztu, að gullin þín, þau eru aðeins hjóm i hönd, sem hjaðnar, er dagur dvin. I-dt huggast barn, þvi hulið bros i huga þinurn býr. Og skini sólskin hjarta þins öll sorg d brottu flýr. Z.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.