Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1951, Blaðsíða 9

Muninn - 01.12.1951, Blaðsíða 9
MUNINN 15 Starf mitt síðastliðið sumar 4. bekkur S. a-lið. Þessu liði er af mjög mörgum spáð sigri, en þó er ómögulegt að segja, hvað á eftir að gerast. Liðið er geysi- sterkt, leikur þess er samt of einhæf- ur, þar sem hann er allur byggður upp með það fyrir augum, að Friðleifur reki smiðshöggið á verkið, hann er að vísu bezti maður liðsins og tvímæla- laust hættulegasti útherji í skólanum. Fullur árangur næst ekki, þar sem jafn heilsteypt framlína er fyrir hendi, fyrr en hún er notuð jafnar, þótt óhjákvæmilega sé leikið mest á be/.ta manninn. Sverrir, Sveinn og Vilh jálm- ur eru nrjög góðir. 4. bekkur S. b-lið. Arangurinn hefir til þessa orðið sá sami og hjá 4. M. Það má segja liðinu til hróss, að framfarir hafa orðið mikl- ar, enda veitti ekki af. 3. tíekkur A. Liðið er eitt lieilsteypasta og lipr- asta lið mótsins og virðist ekkert skorta, nema meiri kraft. Ef það riðl- ast lítið eða ekkert á næstu árum, er óhætt að spá Jrví glæstri framtíð. Stefán er einna beztur, annars er varla hægt að segja, að nokkur taki öðrum fram. 3. bekkur B. Nýliðar Jreir, er liðið skipa, tóku geysilegum framforum, einkum Krist- inn. Árangurinn er sá, að vel má við una. 2. bekkur A. Iiáði harðvítuga baráttu við U.- deildina um 14. sætið í mótinu og sigraði. 2. bekkur B. Liðinu tókst oft vel upp og sýndi Jrá allgóðan leik. Einkum var það frant- línan, er stóð sig vel. U.-cleild. Það var ekki við því búizt, að U.- deildin tæki upp á því að vinna stór- sigra. En svo fór sem fór: 5. S. b-lið varð að lúta í lægra haldi fyrir henni eina hrynu. Blakmót kvenna átti að fara fram fyrir jól, en af sömu ástæðum, og karlamótið dróst, er því lrestað, þar til að loknu jólaleyfi. A ir H Um kvöldið átti að halda kveðju- samsæti fyrir ísfirzku handknattleiks- stúlkurnar. Þá skyldi þeirn Jrökkuð koman og sá velvilji, sem Jrær sýndu Siglfirðingum með því að gera ekki alveg út af við sjö blómarósir úr bæn- um. Við Hanna höktum suður Tún- götu með strigaskóna dinglandi á öxl- unum og reyndum að sjá ekki háðs- glott samborgara vorra og heyra ekki, [regar strákarnir hrópuðu: „Þarrra koma handboltahetjurnar!!!“ Það var nú Jrað. Ekki höfðu Jreir hlotið högg á mænukylfuna eins og Hanna eða skollið á malarvöll í allri sinni lengd eins og ég. „Við förum inn til Svölu og þvoum okkur,“ sagði Hanna. Ég kinkaði kolli og kreisti sand og grjótmylsnu út úr sárum í lófunum. Er við höfðum lokið við að Jrvo af okkur mestu aur- og blóðleðjuna, klæddumst við pilsum og héldum heimleiðis. Þá varð Jrað, að við mætt- um Gvendi, en hann hefir undraverð áhrif á síldarstúlkurnar hjá söltunar- stöðinni „Nöf h.f." Ef Gvendur sýnir sig einhvers staðar í námunda við dvalarstaði stúlknanna, hlaupa þær til og þrífa síldarpilsin í einum grænum. „Flýttu |)ér heim, Einar Hálfdáns kemur með þrjú hundruð tunnur kl. 6!“ hrópaði hann, um leið og hann hjólaði fram hjá okkur með tvöföld- um hraða. (ileði mín yfir iregn þess- ari stóð skamrna stund. Helaumt lméð minnti mig áþreifanlega á tilveru sína, Jx-gar ég ætlaðið að herða gönguna, og mér \ arð um leið litið á skinnlausa og rilna lófana. Dálaglegt að vera öll flakandi í sárum og limlest, ef síldar- hrota kæmi. Nú, og gúnrmívettlinga- laus varð ég að r era, ]>ví að mér láðist að kaupa þá, og í dag var sunnudagur. Já, sunnudeginum 8. júlí á því Irerr- ans ári 1951 gleymi ég seint. Nú, lesandi góður, bregðum við okkur niður á bryggju ,en Jrar er allt á ferð og flugi. Stúlkurnar koma þjót- andi í fyrirferðarmiklum síldarpilsum með rauða neftóbaksklúta bundna um lrárið og blikandi kuta í liöndum sér. Þessi duttlungafulli, silfraði fiskur var nú óvenjusnemma á ferðinni og flutti með sér fögur fyrirheit og glæstar vor- ir eins og endranær. Silfrað hreistrið varð að peningaseðlum, sem flugu niður í \asa skólapiltsins, skólastiilk- unnar, húsmóðurinnar eða heimilis- föðurins. Voru þetta hin lögru fyrir- heit? Því miður kemst enginn af án peninga, og J^eir stjórna heiminum, en allt um Jrað er ágóðinn ekki Jrað eina, sem telst til tekna í síldarvinn- unni. Hún úthlutar öllum hæfilegum skammti af góðu skapi, hreysti og þrótti. Nú hættum við öllum vangaveltum, því að verkstjórinn helir hrópað: „Byrjið!" Hendur og hnífar ganga ótt og títt. Mig logsvíður í lófana, þegar bleytan og saltið vætla inn í sárin, og ekki er ég burðugri, Jregar ég fer að leggja niður í tunnuna. Norðlendings- eðlið bannar mér að kvarta, því að við hlið mér eru vestfirzkar konur, en þær ertt með afburðum harðar af sér og hamhleypur til allra verka. Vestfirzku sjómennirnir tala við okkur, [regar hlé er á lönduninni, og nú ríkir vestfirzkan. „Sæl vertu, Jrú ert þá komin í síld- aratið aftur, eða ætlarðu að verða búð- arloka eins og í fyrra?“ Eg svara því neitandi, segi, að það sé heilsusamlegra að vera í síld. Bernódus er á sama máli, en segi'. síðan: „Égátti að skila heilsu frá Óla." „Óla?" „Nú er hann farinn að búa, karl- anginn." \'ið spjöllum um Óla og búskap- inn, en jrað er ekki fyrr en Berni ei farinn, að ég man, liver Óli er. Eg er hálfri tunnu á undan þeim vestfirzku, heli vanann og hraðann fram yfir, en þær þráast við og rernb- ast sem þær mögulega geta. Þegar líða tekur á nóttina, sækii svonefndttr svefngalsi á fólkið. Ég tralla, hleyp um planið og leysi svunt- urnar af stúlkunum. Þær vestfirzku hafa jafnað metin, og ein þeirra kallai á Gvend til Jress að taka tunnu frá sér. Hann læst ekki finna vasann, sent síldarmerkin eru látin í, og tefur um stund fyrir henni með flaðri þessu. „Mikill andsk. . . . prakkari er hann

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.