Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 1

Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 1
24. árgangur. 3. tbl. Akureyri, janúar 1952 Skólaineistari á skriístofu sinni í skólanum. SKOLAMEISTARA „Muninn“ átti fyrir skömmu stutt viðtal við Þórarin Björnsson skóla- meistara, sem nýkominn er úr vestur- lör, eins og kunnugt er. Fór hann vestur um haf í boði bandaríska utan- ríkisráðuneytisins til þess að kynna sér skólaskipan og kennslumál þar vestra. Dvaldi hann þar nálega þrjá mánuði og fór stranda og landshorna á milli. Varð liann góðfúslega við þeirri beiðni blaðsins að svara fáeinum spurningum varðandi för hans. „F.r skólaskipan þar vestra eigi all- frábrugðin vorri?“ „ Jú, skólakerfi er þar annað og all- ólíkt. Algengast er, að nemendur fari eftir fjögurra ára gagnfræðanám beint í háskóla. Tiltölulega lítið er um menntaskóla líka okkar, efstu bekkir gagnfræðaskólanna og fyrstu árin í háskólunum svara til menntaskólanna hér. Þó færist í vöxt, að menn sæki skóla á milli gagnfræðaskóla og há- skóla. Eru það tveggja eða fjögurra ára skólar og eru algengastir í Kali- forníu. Gerir þetta nemendum frekar fært að dvelja lengur heirna en ella, ef þeir þyrftu að sækja háskóla ef til vill í ánnárri borg.“ „Hvað um nýjungar í mála kennslu?" Áhugi á er- lendum tungum er hverfandi lít- ill með Banda- ríkjamönnum, Jiykjast Jaeir góðir með sína ensku. Helzt hefir utanríkisráðuneytið, vegna sinna eigin þarfa, beitt sér fyrir efl- ingu málakennslu og nýjum kennslu- aðferðum. Sú aðferð, sem mest er vænzt af, er hin svonefnda beina að- ferð, þar sent leitazt er við að kenna málin með hjálp heyrnarinnar fremur en augans. Eru kennararnir þá að jafnaði tveir, annar amerískur, en hinn þeirrar þjóðar, er viðkomandi mál talar, og heyra nemendnrnir orðin fyrst af hans vörum. Orðaforði er val- inn af vísindalegri nákvæmni með til- liti til daglegs máls. I.inguaplione- kennsluplötur eru og mjög notaðar, jafnframt því sem nemendur geta tekið sinn eigin framburð á plötur og síðan gagnrýnt. Aðferð Joessi er enn á tilraunastigi og mjög kostnaðarsöm. Styðst hún við reynslu þá, er fékkst í stríðinu, þegar oft þurfti að hafa hraðann á.“ „Hvað urn nám og námsháttu al- mennt?“ ,,Um nám er það að segja, að val kemur frekar til greina |Dár en hér. Helmingur námsgreina er skyldu- greinar, er allir Jiurfa að læra. Hinti helminginn geta nemendnr lært að vild og geðþótta. Frjálslegra snið er á kennslu Jsar í tímum en hér. Er það einkum áberandi, hve nemendur tala meir í tímum en hér tíðkast. Fer kennslan frekar fram í umræðuformi en yfirheyrslu. Ætti það að vera okk- ur íhugunarefni. M jög mikið er nm skrifleg próf, en lítið um yfirsetur. Öll var fyrirgreiðsla í för minni með ágætum og frjálsræði sem bezt var á kosið. Gat ég fengið að sjá livað, sem ég girntist, og sýndist vænlegt til íróðleiks. Kaus ég þann kost, að fara sem víðast og heimsótti marga skóla um þver og endilöng Bandaríkin. Gerði ég mér einkum far um að kom- ast í sem nánust kynni við skólalífið, bæði með samtölum og að sitja í tím- um. Var þá oft spurt um ísland, og hélt ég oft stnttan fyrirlestur um landið og svaraði spurningum." Blaðið Jiakkar skólameistara góðar upplýsingar. VIÐTAL VIÐ

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.