Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 6

Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 6
24 MUNINN DANSLEIKURINN Það rigndi um nóttina, en um morg- uninn stytti upp að nafninu til. Grá þoka hvíldi yfir jörðinni. Allir hlutir voru blautir og slepjulegir. Öðru hverju þutu nístingskaldar vindhvið- ur yfir, annars var logn. Með hverri vindhviðu sleit aðeins úr, svo að fötin utan á manni urðu rök og ónotaleg. Fyrri hluta dagsins var mjög dauft yfir okkur í „grúsinni". Okkur varð tíðlitið á klukkuna. Tíminn virtist ekkert dragnast áfram. Lengi vel not- uðum við ekki hléin, sem urðu miili bílanna, til að leggjast niður, eins og við vorum vanir. Það var allt svo blautt og forugt. Eftir því sem við blotnuðum meira og óhreinkuðumst, urðu jieir fleiri og fleiri, sem kærðu sig kollótta um aur og bleytu og fleygðu sér flötum í mölina, unz allir voru farnir að leggjast niður. Upp úr hádeginu tók að lifna yfir okkur. Okkur til happs sprakk slanga í hjólbarða annárs bílsins, og bílstjór- inn þurfti að Jíma, Á meðan hann var að því, höfðum við langar hvíldir. Komu nú upp fjörugar samræður í „grúsinni". Þeir garnli Jón og Kobbi lentu í hörkurifrildi um stjórnmál, og skemmtum við okkur konunglega við að hlusta á þá. Brátt snerist skraf okk- ar að kvenfólkinu. Allir kepptust við að segja kvennafarssögur af sjálfum sér. Allir — nema ég, því að ég liafði ekkert að segja. Að vísu liafði ég stund- um gengið úti á kvöldin með stúlk- unum úr þorpinu, en ntig hafði alltaí brostið kjark, — þegar á átti að herða. Leifur Lárusar sló alla út í því að segja kvennafarssögur. Það var ekki nema von. Hann hafði flækzt um allt land. Þar að auki hafði hann verið í síldinni norður á Siglufirði. Þannig leið dagurinn fram undir kvöld. Ég varð að gera mig ánægðan með að hlusta á hina. Þegar við vorum búnir að moka á síðasta bílinn og biðum eftir, að liann kæmi til baka og flytti okkur heim í tjöldin, sneri Leifur sér skyndilega að rnér og sagði: „Þú ætlar í Menntaskólann á Akur- eyri í haust. — Ég þekki eina góða á Akuieyri, skal ég segja Jrér. — Það er ég viss um, að þú verður ekki búinn að vera mánuð á Akureyri, þegar þú verður búinn að sofa hjá Bíbí Vestur- land.“ Dásamlegt lag! Ég hallaði mér aftur á bak í dívaninn og lokaði augunum. „Ó, hvað Jrað væri unaðslegt að svíla um gólfið eftir þessu lagi. Ef Jrað væri nú Sigga Sigurjóns, myndi ég verða alsæll.“ Hún var í sama bekk og ég. Hún var á að gizka fimmtán ára göm- ul, há og grönn, með dökkt hár og dimmblá augu. Ég sveif með liana í örmum mér og Jjrýsti henni ofurlítið að mér. — Æ, æ, ég hrökk upp við J^að, að Jrað urgaði illsktdega í glymskratt- anum. Lagið var búið. Ég var búinn að vera hálfan mánuð í skólanum. í kvöld var fyrsti skóla- dansleikurinn. Hann átti að hefjast að hálftíma liðnum. Ég Jrurfti að ganga nokkuð langa leið, þar sem ég bjó utarlega á Brekkunni, Dansinn hófst ekki fyrr en el’tir góða stund frá því, að ég kom í skól- ann. Ég eyddi tímanum í að tala við Jrá kunningja, sent ég hafði eignazt, síðan ég kom í skólann. Ég sá Siggu bregða lyrir. Hún brosti ofur blítt til mín. Það fór einhver sælustraumur um mig. „Guð minn, hvað hún var sæt og freistandi." Hárið myndaði fagran ramma um hið fríða andlit. Augun voru eins og tvær tjarnir, sem spegluðu hinn bláa vornæturhimin í óendanlegri dýpt. Hinar litlu, boga- dregnu varir voru rjóðar og ofurlítið rakar. Þegar hún brosti, sá í hvítar og fagrar tennur. Svipur hennar var tign- arlegur, þó var eitthvað ögrandi í hon- um. Vöxturinn var ekki síðri. Hinar ávölu línur brjóstanna og hinir grönnu handleggir voru óaðfinnan- legir. Mjaðmirnar voru ef til vill lield- ur bústnar í samanburði við aðra stærð, en fótleggirnir voru grannir og fæturnir smáir. Það var búið að dansa nokkuð lengi, þegar ég fékk tækifæri til að dansa við Siggu. Hún brosti sætt og leit beint í augu mér, þegar ég bauð henni dans. Ég gat ekkert að því gert, að ég var dálítið óstyrkur. Fyrsti dans- inn var vals og annar rúmba. Hún dansaði prýðilega. Égreyndi af fremsta megni að dansa sem allra bezt. Síðasta lagið í syrpunni var tangó. Ég tók ofurlítið þéttara utan um hana. Hún lét undan og hallaðist þétt upp að mér. Það fór léttur skjálfti um mig, og mér fannst hún titra aðeins í faðmi mín- um. Dansinn leið í leiðslu, og fyrr en varði, var honum lokið. Ég fylgdi Siggu til sætis og bað um dans seinna. Sigga lofaði honum fúslega. Ég gekk um í draumi. Stuttu seinna liófst syrpa á tangó. Ég tók viðbragð og ætlaði að bjóða Siggu dans, en þá varð einhver langur drjóli úr fimmta bekk fljótari til. Ég stóð og hallaði mér ráðþrota upp að flyglinum og horfði á fólkið dansa. Þarna sveif drjólinn frant hjá með Siggu í faðm- inum. — Hvað var þetta? — Hann laut áfram yfir hana, og vangar þeirra snertust. — Sigga virtist sæl. — Mér sortnaði fyrir augum. Það kom kökkur í hálsinn á mér. Einhvern veg- inn komst ég niður í reykingastofuna. Þar sá ég óljóst einhverja vera að reykja. „Gefið mér sígarettu," stundi ég upp. „Var stungið undan þér, ræfillinn?" var svarið, sent ég fékk. Ég féll niður í stól. Einhver gaf mér vindling og kveikti í honunt. Ég reykti og vissi ekkert annað. Kvöldið leið einhvern veginn. Ég áræddi ekki að koma í danssalinn, fyrr en dansleikurinn var í þann veg- inn að verða búinn. Þegar ég kom inn í danssalinn, var tilkynnt, að síð- asta syrpa væri að hefjast. Allir Jtustu út á gólfið nerna ég. Ég glápti á fólkið sljóum augum. Skyndilega kom ég anga á stúlku, sem sat ein tit í horni. Hún var fremur smávaxin, en lagleg. Hún horfði á mig hálfluktum augum og brosti dauft. Ég gekk til hennar og bauð henni dans. Lagið var hægt, og hún kont alveg upp að mér. Vangar okkar hölluðust saman. Mér til undr- unar var ég alveg rólegur. Ég hugsaði aðeins, að ég skyldi sýna Siggu, að ég væri enginn aumingi. „Hvar var Sigga?“ Loksins kom ég

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.